Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 5

Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 5
Þ J 0 Ð M Á L 5 Ingólfur A. Þorkelsson, skólnmeistari Grundvöllur Islenskrur herstöðvurstefnu vur frá upphufí feyskinn Upphafsorð. í sumar er kemur, höldum við uppá 1100 ára afmæli íslands- byggðar. Þá verður mikið um dýrðir. Þá verður vitnað í sögu þjóðarinnar, Þjóðveldistimabilið og glæsileik þess, 700 ára sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar, feng- ið fullveldi 1918 og lýðveldis- stofnun 1944. Sumum mönnum erlendum, hefur sjálfsagt þótt það furðu sæta, að 130 þús. manns hér norður á hjara ver. aldar — ekki fleiri en búið geta við eina götu erlendrar stór- borgar — væru sjálfstæð þjóð. Tilvera okkar norður hér um aldir hefur líka verið nefnt eilíft kraftaverk. Víst er um það, að við þraukuðum hér langar aldir og dimmar undir erlen'du oki. 1 ljósi þessarar staðreyndar kann það, sem siðar gerðist, að lýðveldi stofnuðu, að þykja tíð- indum sæta. Þar á ég við her. setuna. Utanferðir gerðust tíðar. Að stríði lokhu héldum við landi okkar um hríð óskertu. Það ríkti einhugur með þjóð- inni, er hún hafnaði beiðni er- lends stórveldis um herstöðvar til 99 ára. Þá var gaman að vera Islendingur. Stofnun Sameinuðu þjóðanna var okkur sérstakt fagnaðarefni, enda eitt aðal- hlutverk þeirra að vera sverð og skjöldur smáþjóða. En ögur- sælan ríkti ekki lengi í íslensk- um stjórnmálum. Andstæð hug- myndakerfi austurs og vesturs tókust á. Vígbúnaðurkapphlaup hófst. Við þekkjum öll fram- haldið. Armar kalda stríðsins teygðu sig brátt til Islands. Þjóðin tók að skiptast í tvær andstæðar fylkingar. Hernaðar- og herstöðvarsinnar fengu yfir. höndina. Utanferðir gerðust tlð- ar eins og á Sturlungaöld, og þessi vopnlausa þjóð, sem telur hernað lægstu tegund þræla- halds var sett í hernaðarbanda- lag með undirritun Norður- Atlandshafssamningsins 4. apríl 1949. Fyrirvarinn í fullu gildi. Eina nóttina þrem árum síðar kom her til landsins — þvert á öll loforð um, að hér skyldi aldrei vera her á friðartímum. Herstöðvarsinnar halda því fram, að við stöndum ekki við skuldbindingar okkar í NATO, ef herinn verði látinn fara. Áður en Norður- Atlandshafssamn- ingurinn var undirritaður, var sá skýri fyrirvari gerður og bók- aöur, að aldrei yrði hér her á friðartímum. Aðild Islands að NATO fylgdi ekki he-rseta — þvert á móti var því lýst yfir — og bókað af báðum aðilum, að hér skyldi alls ekki vera her á friðartímum. Þessi fyrirvari er mikilvægur kjarni málsins og vissulega engin heimild til að telja fallinn úr gildi. Það er engin furða, þótt hann sé fleinn í holdi herstöðvarsinna. Þeir eru sífellt að hrasa um hann í mál- flutningi sínum. Nú klóra þeir í bakkan með því, að segja, að ekki séu friðartímar í heiminum. Þeir telja sýnilega, að ekki séu friðartímar 1 merkingu fyrirvar- ans, ef barist er einhversstaðar í veröldinni. Sé svo, þá hefur merking orðsins breyst heldur betur síðan. Því að samanburður leiðir í ljós, að nú er miklum mun friðvænlegra 1 heiminum en var 1949 og næstu tvö árin þar á eftir — þ.e. herstöðva. lausa tímabilið í sögu íslenskra NATO aðildar. Þetta timabil virðist NATO ekki hafa sett fram kröfur um herstöð á íslandi Af hverju ekki? Efalaust hefur Atlandshafsbandalagið strax i upphafi haft augastað á Islandi fyrir herstöð eins og Pentagon 1945. En NATO gerði ekki kröfu um herstöð, því að það voru friðartímar þrátt fyrir allt — í merkingu fyrirvarans. Kalt stríð. En hvernig var þá ástandið í heimsmálum á þessu tímabili? 1 stuttu máli: Fjandskapur var milli risaveldanna og vlgbúnað- arkapphlaup. Trumankenningin, sett fram 1947, byggðist á því sjónarmiði, að heimurinn væri tvlskiptur í kommúniskan og kapitaliskan og kommúnistar stefndu að heimsbyltingu og heimsyfirráðum. Því yrði að slá hring um kommúnistaríkin. Víða gerðust Bandaríkin höfuðstöð hægriaflanna og snérust gegn róttkæum sjálfstæðishreyfingum þjóða svo sem í Grikklandi. Sumarið 1949 harnaði Þýska- landsdeilan um allan helming, sérstaklega átökin um Berlín. Þýskaland klofnaði I tvö ríki. Eftir að Rússar sprengdu sína fyrstu kjarnorkusprengju haust- ið 1949 jókst vígbúnaðarkapp- hlaupið enn. Kaaldastríðið var í algleymingi frá 1949 — 51. Um þetta leyti var barist fyrir botni Miðjarðarhafs. Vopnahlé var komið á milli Araba og Gyð- inga 1949. En Arabaríkin neit- uðu að semja um frið. Hatrið milli Araba og Gyðinga magn- aðist. Á meginlandi Asíu geys- aði borgarastyrjöld milli komm. únistaherja Mao Tse-tungs og Kuomingtanghers Tshang Kai- sheks, sem lauk með sigri kommúnista haustið 1949. Bandaríkin voru mjög fjandsam. leg Kínverska alþýðulýðveldinu. Hollendingar háðu nýlendustríð í Austur-Indíum um svipað leyti, en urðu að viðurkenna fullveldi Indónesíu 1949. 1 Indókína var barist af hörku fyrst og fremst i Víetnam. Þar áttust við ný- lenduher Frakka og skæruher Ho Chi Minh. Ekkert af þessu, og ekki held- ur allt þetta samanlagt, gat rennt stoðum undir herstöðva- kröfu á hendur Islendingum á þeim grundvelli, að nú væru ekki friðartímar. Þýðviðri í viðskiptum risaveldanna. En hvað um ástand heimsmála í dag? Heyja risaveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin kalt stríð? öðru nær. Nú rikir þýð- viðri í viðskiptum risaveldanna. Nixon og Brésnef hafa fallist í faðma. Mjög hefur slaknað á spennunni í Evrópu. Gagnkvæm- ar heimsóknir forystumanna risaveldanna hafa átt sér stað að undanförnu. Samningar um morgs konar samskipti á sviði verslunar- iðnaðar og menning- armála fylgdu I kjölfarið. Mönn- um er 1 fersku minni opinber heimsókn Brésnefs til Banda- rikjanna á ofanverðu ári 1973. Það miðar í samkomulagsátt um takmarkaða afvopnun. Austur- stefna Brants og samningar í anda hennar við Austurveldin hafa og gerbreytt andrúmsloft- inu í Evrópu. öryggisráðstefna Evrópu er framundan. Risaveldin beita sér fyrir frið- arviðræðum milli ríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs og umtals- verður árangur hefur náðst. Það er friður í Indónesíu. Það er friður í Kína, og það sem mest- um tíðindum sætir, vaxandi vin- átta milli fyrri fjenda, Banda- ríkjamanna og Kínverja. Og við lok þessa samanburðar, skal þess getið, sem langmest er um vert: Víetnamstyrjöldinni er lokið. Af þessu, sem ég hef sagt, má ljóst vera, að miklum mun frið- samlegra og friðvænlegra er nú í heiminum, en á tímabilinu 1949 —51, þegar taldir voru slíkir friðatímar, að íslendingum yrði ekki uppálagt að hafa hér NATO-herstöð. Fullyrðingar her- stöðvarsinna um hið gagnstæða eru út í bláinn og að engu haf- andi. Niðurstaðan er sú, að ls. lendingum sé allsendis óskylt að hýsa hér NATO herstöð, enn óskyldara en árin 1949—51. Og okkur hefur aldrei verið það skylt, þvi að fyrirvarinn getur því aðeins hætt að hafa áhrif, að heimstyrjöld milli risaveld- anna sé skollin á eða a.m.k. alveg yfirvofandi. Á fölskum forsendum. Og þá er komið að spurning- unni: Hvers vegna var samið um herstöð á Islandi 1951? Svarið var þá: Vegna þess, að stríð hefur brotist út austur í Asíu, í Kóreu, og Rússar standa að baki árás Norður.Kóreumanna, og hún getur leitt til heimstyrjald- ar. Sannleikurinn er sá, að nú er engan vegin unnt að fullyrða, hverjir áttu upptökin, Norður- eða Suðurkóreumenn eða Mc- Arthur yfirhershöfðingi Bandar. Og ótrúlegt er, að Rússar hafi vitað fyrirfram um atburðina I Kóreu, hvað þá staðið að baki árás þar. Fulltrúi Ráðstjórnar. ríkjanna sótti ekki fund öryggis- ráðsins frá því í ársbyrjun 1950 I mótmælaskyni við setu fulltrúa Formósustjórnarinnar í ráðinu. Hann var heldur ekki viðstaddur á fundi ráðsins i júlíbyrjun, þeg- ar það ákvað að fela Bandaríkj. unum forystu í stríðinu. Ótrúlegt er, svo ekki sé meira sagt, að fulltrúi Ráðstjórnarinnar hafi látið sig vanta á fundi öryggis- ráðsins —- þessara mikilvægustu stofnunar S.Þ., ef Rússar hefðu staðið að baki árás í Kóreu. Miklu er líklegra, að þeir hafi ekkert vitað fyrirfram um þessa atburði, annars hefðu þeir setið fundi ráðsins og beitt neitunar- valdi gegn stríðsaðgerðum S.Þ. Þetta og fleira bendir til þess, að íslenskir ráðamenn hafi gert herstöðvarsamninginn á fölskum forsendum. Má þó vera að ein- hverjir þeirra hafi vitað betur en aðrir annað í huga en land- varnir, þegar þeir kölluðu yfir tslendinga erlenda herstöð og hermang. Ég hef stutt það rökum i fyrsta lagi, að stórum mun frið- vænlegra er nú í veröldinni en á árunum 1949—51, þegar blik- ur kalda striðsins voru á lofti, í öðru lagi, að fyrirvarinn frá 1949 er í fullu gildi og í þriðja lagi, að bandaríski herinn hafi verið kvaddur til landsins á fölskum forsendum. Grundvöllur íslenskrar herstöðvarstefnu var frá uphafi feyskinn og er nú rokinn út í veður og vind. Meirihluti þjóðarinnar að baki stjórninni. Freistandi væri að ræða fleira, er við kemur hersetunni svo sem varnarmátt þeirra fáu soldáta, sem staðsettir eru á Keflavíkurflugvelli, aðstöðu Norðmanna o.fl. en til þess gefst ekki tími að sinni. Um undir- skriftasöfnun samtakanna Varið land vil ég þó segja þetta: Sé rétt, að rúml. 50 þús. manns á kosningaaldri hafi skrifað undir þetta hjartnæma bænarskjal um áframhaldandi hersetu þá er það einhver sterkasta röksemdin fyr- ir því, að hemum verði vísað á brott. Ekkert sýnir betur, að það gæti farið að verða um seinan. Manndómur þjóðarinnar er part- ur af sjálfstæði hennar. Mér er spurn. Hefur sællífi munaðar- þjóðfélags gert okkur andlega Framhald á bls. 15 Ræða fflutt ó kvöldvöku herstöðvarandstæðinga að Borg í Grímsnesi 24« febrúar

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.