Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 12

Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 12
12 Þ J 0 Ð M Á L Rætt við Berg Framhald af bls. 16 sviði hagrannsókna, áætlana- gerðar og fjármagnsráðstafana? — Með lögunum um Fram- kvæmdastofnun ríkisins voru sameinaðar þrjár stofnanir, Efna- hagsstofnunin, Framkvæmdasjóð- ur, sem þá fékk nafnið Byggða- sjóður og stóraukin fjárráð. Ein af meginröksemdunum fyr- ir setningu þessara laga var ein- mitt þessi sameining framan- greindra stofnana, það hagræði, sem af sameiningunni leiddi og þó eikum þau stórbættu vinnu- brögð, sem sameiningin gæti haft í för með sér, þar sem sérfræð- ingar á sviði hagrannsókna, á- ætlanagerðar og fjármagnsráð- stafana gætu nú unnið sameigin- lega innan einnar stofnunar, í stað þess að vera sambandslitlir eða sambandslausir hver í sínu horni. Með sameiningu framan- greindra stofnana fækkaði stjóm- armönnum úr 19 í 7, en auk þess varð sú breyting á að Alþingi kaus nú úr hópi þingmanna yfir stjórnina, en hún hafði áður ver- ið að mestu í höndum embættis- manna. Verður það að teljast jákvæð breyting, ef höfð er i huga lýðræðisleg stjórnsýsla og gert ráð fyrir, að Alþingi vandi sitt val. í 1. grein laganna um Fram- kvæmdastofnun ríkisins segir svo: 1) Framkvæmdastofnun ríkis- ins er ríkisstjórninni til aðstoðar við stefnumótun í efnahags- og atvinnumálum. Hún annast hag- rannsóknir og áætlanagerð og hefur með höndum heildarstjórn fjárfestingarmála og lánaveiting- ar samkvæmt lögum þessum“. Þegar í þessari grein laganna er stofnuninni ákveðið aðalverk- svið, og tekið fram, hvernig að því skuli unnið, með hagrann- sóknum áætlanagerð og heildar- stjórn fjárfestingarmála. Rökstuðning fyrir því, að þessi lagasetning og sameining stofn- anna var talin svo mikilvæg, að hún var tekin inn 1 samstarfs- samning núverandi ríkisstjórnar, er að finna í framsöguræðu for- sætisráðherra, þegar hann mælti fyrir frv. um Framkvæmdastofn- unina á Alþingi. í stuttu máli eru meginrök- semdirnar þessar: 1) Að koma upp stofnun, sem hefði yfir að ráða sérfræðilega menntuðu og þjálfuðu starfsliði úr ýmsum greinum, sem með tímanum gæti, vegna þekkingar á sér-íslenskum aðstæðum, orðið traustari bakhjarl til ráðgjafar um vandamál þjóðarinnar en er- lendir sérfræðingar, ókunnir landi og lýð, fengnir i skyndi og oftast stuttan tíma. 2) Að þessi stofnun gæti al- mennt verið ríkisstjórnum á komandi timum fræðilegur ráð- gjafi, og annast fyrir þær sér- fræðilegar athuganir og undir- búning mikilvægra ákvarðanna, 3) Að hún gæti annast gagna- söfnun og úrvinnslu við þá marg- vislegu áætlanagerð, sem öll há- þróuð nútímaþjóðfélög krefjast í auknum mæli bæði f opinberum rekstri og einkarekstri. 4) Að stofnunin skyldi vinna að eflingu atvinnuvega og sérstakri byggðaþróun með skipulegum á- ætlanavinnubrögðum og i nánu samstarfi við aðila atvinnulífs- og landshlutasamtaka. 5) Að stjórnarandstöðu væri tryggð full aðstaða til að fylgjast með öllum upplýsingum og hafa eðlileg áhrif á framvindu og þró- un mála, enda var á því fullur skilningur hjá núverandi stjórn- arflokkum, að í þjóðfélagi, þar sem meiriháttar stefnubrejding- ar gerast að jafnaði með stjórn- arskiptum, gæti það verið bein- línis hættulegt fyrir þjóðina, ef stjórnarandstöðuflokki í flóknu nútímaþjóðfélagi væri meinaður aðgangur að heimildum, sem lagðar eru til grundvallar við töku ákvarðana. Framkvæmdastofnun ríkisins er öðrum þræði hugsuð sem vís- inda- og rannsóknarstofnun til þjónustu við stjórnvöld og til leiðbeinindar fyrir framkvæmda- aðila með markvíslegri áætlana- gerð og þekkingarmiðlun. Henni er einnig ætlað að efla samráð lánastofnana, svo að straumar takmarkaðs fjármagns þjóðarinnar séu virkjaðir sem hreyfiafl þjóðarbúsins, en verði ekki látnir renna í ýmsar áttir af handahófi. Sá stutti tími, sem liðinn er frá því að Framkvæmdastofnunin komst saman á einn stað, hefur að dómi forráðamanna hennar, sannað áþreifanlega réttmæti þess að setja lögin um Fram- kvæmdastofnun ríkisins og á þann veg, sem gert var og for- sætisráðherra rökstuddi í fram- söguræðu sinni með frv. eins og að framan er að vikið. Hinsvegar hefur. þá heldur ekkert það að höndum borið á þessum tíma, sem benti til þess, að æskilegt væri að kljúfa Fram- kvæmdastofnunina í tvær sjálf- stæðar stofnanir og taka aðra unda yfirstjórn Alþingis, hvað þá að nokkuð það hafi komið í ljós í starfi Framkvæmdastofn- unarsninnar, sem geri slíkt að brýnni nauðsyn. Norrænir iðnfræðslustyrkir Menntainálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sviþjóðar munu á þessu ári veita nokkra styrki handa íslendirigum til náms við iðnfræðslustofnanir i þcssum löndum. Erstofnaðtil styrkveitinga þessara á grundvelli álykt- unar Norðurlandaráðs frá 1968 um ráðstafanir til að gera islenskum ungmennum kleift að afla sér sér- hæfðar starfsmenntunar á Norðurlöndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir. 1. Þeim sem lokið hafa iðnskólaprófi eða hliðstæðri starfsmenntun á Islandi, en óska að stunda framhalds- nám i grein sinni, 2. Þeim sem hafa hug á að búa sig undir kennslu i iðnskólum, eða iðnskólakennurum, sem leita vilja sér framhaldsmenntunar. 3. Þeim sem óska að leggja stund á iðngreinar, sem ekki eru kenndar á tslandi. Varðandi fyrsta flokkinn hér að framan skal tekið fram, að bæði koma til greina nokkurra mánaða námskeið og lengra framhaldsnám fyrir þá, er lokið hafa sveinsprófi eða stundað sérhæfð störf i verk smiðjuiðnaði, svo og nám við listiðnaðarskóla og hlið- stæðar fræðslustofnanir, hins vegar ekki tæknifræði- nám. Hugsanlegt er, að i Finnlandi yrði styrkur veittur til náms i húsagerðarlist, ef ekki bærust umsóknir til náms á þeim sviðum, sem að framan greinir. Styrkir þeir, sem I boði eru, nema .sjö þúsund dönskum krónum eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar i norskum og sænkum krónum, og er þá miðað við styrk til heils skólaárs. 1 Finnlandi verður styrkfjárhæðin væntanlega nokkru hærri. Sé styrkur veittur til skemmri tima, breytist styrkfjárhæðin i hlutfalli við timalengdina. Til náms i Danmörku eru boðnir fram fjórir fullir styrkir, þrir i Finnlandi, fimm i Noregi og jafnmargir i Sviþjóð. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 30. mars n.k. t umsókn skal m.a. skýrt frá náms- og starfsferli og tekið fram, hvers konar nám umsækj- andi hyggst stunda, hversu lengi og við hvaða náms- stofnun. Fylgja skulu staðfest afrit prófskirteina og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 21. febrúar 1974. Auglýsing um skoðun bifreiðu í lögsugnur- umdæmi Reykjuvíkur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikud. Fimmtud. Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikud. Fimmtud. Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikud. Fimmtud. Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikud. Fimmtud. Föstudagur 4. mars R- 1 — R- 300 5. mars R- 301 —R- 600 6. mars R- 601 — R- 900 7. mars R- 901 —R-1200 8. mars R-1201 — R-1500 11. mars R-1501 — R-1800 12. mars R-1801 — R-2100 13. mars R-2101 — R-2400 14. mars R-2401 — R-2700 15. mars R-2701 — R-3000 18. mars R-3001 — R-3300 19. mars R-3301 — R-3600 20. mars R-3601 — R-3900 21. mars R-3901 — R-4200 22. mars R-4201 — R-4500 25. mars R-4501 — R-4800 26. mars R-4801 — R-51C-0 27. mars R-5101 — R-5400 28. mars R-5401 — R-5700 29. mars R-5701 — R-6000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiöar sinar til bif- reiðaeftirlistsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 8.45 til 16.30. Bifreiöaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á aug- lýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferöarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. betta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 27. febrúar 1974 Sigurjón Sigurðsson Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1. Biarz 1974. LAUS STAÐA Staða hjúkrunarkonu i Vík i Mýrdal er iaus til umsóknar frá 1. april 1974. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.