Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 16

Þjóðmál - 06.03.1974, Blaðsíða 16
Bergur Sigurbjörnsson ræðir um Frumkvæmdustofnuninu: ir ástæða til ftess að kljúfa Framkvæmda- stofnun ríkisins Höfuð viðfangsefni núverandi ríkisstjórnar er efling landsbyggðarinnar. Þess sjást líka alls staðar merki að unnið er að byggðajafnvægi með vel út- færðum áætlunum. Hlutur Framkvæmdastofnunar ríkisins er veigamikill í þessu uppbyggingastarfi. — Eftirfarandi viðtal er við Berg Sigurbjörnsson, sem er einn þriggja framkvæmdastjórnarmanna stofnunarinnar. — Hvernig hefur Byggðasjóði tekist að sinna því hlutverki sínu að stuðla að jafnvægi í byggð landsins? — Misvægið í byggð landsins skapaðist á áratugum. Áratug- um saman hefur fólk flúið frá landsbyggðinni á Faxaflóasvæðið, svo að víða var orðin landauðn (á Vestfjörðum — Austfjörðum) en í fleiri byggðum stefndi að landauðn. Það má enginn vera svo illa að sér um þessa hluti, að hann láti sér detta í hug, að Byggða- sjóður sé einskonar töfrasproti (úr álfheimum) sem sé „veifað 1 hring, og þulin formúlan hókus pókus“, og þá sé komið á jafn- vægi í byggðum landsins. Það mun taka þjóðina áratugi að stöðva fólksflóttann inn á Faxaflóasvæðið fullkomlega, hvað þá að snúa þeim straumi við í átt til jafnvægis og jafn- ræðis allra byggða. Og þess skyldu menn gæta, að það gerir Byggðasjóður aldrei einn (til þess er hann of lítill og van- megna), allt þjóðfélagið verður að leggjast á sveif til að ná því marki. Þó má, ef grannt er að gáð, þegar sjá nokkur merki um áhrif af starfsemi Byggðasjóðs þó stutt sé um liðið síðan hann hóf störf. Þannig hefur þegar risið á nokkrum stöðum örlítill yottur að iðnaðar- og þjónustustarfsemi, sem fær menn til að láta sig gruna, að lífið geti verið annað en „frystihús eða saltfiskur" úti á landsbyggðinni og á þennan hátt fengið menn til að sætta sig við búsetu þar með nýrri von. Staðir eins og Skagaströnd, Raufarhöfn o. fl. hafa horfið af listum um árvisst atvinnuleysi og þar hefur orðið til nýtt og áður óþekkt vandamál, fólksekla og húsnæðisskortur. Og þá skilja vonandi allir, hvaða árangri hef- ur verið náð. — Hvað líður áætlunum um uppbyggingu atvinnugreina og heildarþróun atvinnulífs. — Ætli okkur Islendingum takist ekki að gera orðið áætlun að einu herfilegast > ofnotuðu tískuorði tungunnar eins og hönnun o.m.fl. Sumir virðast haldnir þeirri barnalegu oftrú á áætlunargerð, að eiginlega þurfi ekki annað en einhver eða einhverjir fáist til að byrja vinnu við áætlun og þá séu öll vandamál mannlífsins leyst. Aðrir virðast haldnir þeirri bamalegu vantrú á áætlanagerð, að ef menn með skipulegum vinnubrögðum (áætlun) reyni að hindra það, að „allir klóri augun úr öllum“, eða að „hver og einn reyni að olnboga sig áfram og troða náungann undir“, þá muni heimurinn farast og himininn hrynja yfir þá eins og „unga litla“. Og 1 sannleika sagt virðast þeir sorglega fáir, sem leggja raun- sætt mat á áætlanir og þá gagn- semi, sem af þeim má hafa við almenna stjórnun efnahagsmála. Áætlanadeild Framkvæmda- stofnunar ríkisins hefur aðallega með höndum frjálsa, leiðbein- andi áætlanagerð, þ.e.a.s. áætlan- ir, sem enginn er beinlínis skyld- ugur til að framkvæma, en menn geta framkvæmt, ef þeir vilja og þá hagnýtt sér þá kosti og fyrir- greiðslu, sem slík vinnubrögð hafa meðferðis! Þannig hefur mikið af starfi áætlanadeildar farið í margvís- lega þekkingarmiðlun til fram- kvæmdaaðila, sem ytri aðstæður hafa oft knúið til að taka að sér störf, sem þeir á engan hátt voru viðbúnir að þurfa að annast. Um slíka áætlanagerð má I stuttu máli segja, að hún er aldrei fullunnin fyrr en búlð er að framkvæma hana. Af þess konar áætlunum má nefna, að fyrsti áfangi (af 4—5) hefur þegar verið framkvæmdur i frystiiðnaði, en næstu tveir koma út I áætlanaformi innan mánaðar. Sama er að segja um almennar atvinnuáætlanir fyrir hluta af Norðurlandi og Austur- landi, að þær munu koma út á þessu sumri: Þá má nefna að tveir árs-áfangar af samgöngu- áætlun Norðurlands hafa þegar verið framkvæmdir. Of langt mál yrði að tíunda öll 'þau áætlunar- verkefni, sem óskað eða krafist hefur verið að stofnunin sinnti. Á hitt ber að minnast, að öll áætlanaverkefni eru seinunnin, sérstaklega í þjóðfélagi, sem til þessa hefur of lítið sinnt slíkum störfum, og oft er það svo, að þeir sem hæst kvarta undan því að fá ekki áætlanir nógu fljótt unnar, eru einmitt þeir, sem mest torvelda slík störf með því að skila seint og illa frá sér þeim ■ upplýsingum, sem nauðsynlegar eru fyrir áætlanagerðina. Það mun almennt talið gott, ef uppskera úr áætlanastörfum skilar sér á 2.—3. ári eftir að upplýsingasöfnun hófst. Á það má svo benda, að á veg- um Sameinuðu þjóðanna og með styrk frá þeim hefur verið unnið hér á landi að einni áætlun á s.l. tveim árum, — svonefndri iðn- þróunaráætlun — og mun sú á- ætlun hafa kostað álíka mikið og öll störf allra deilda Fram- kvæmdastofnunarinnar í heilt ár. — Hvernig hefur Framkvæmda stofnuninni tekist að leysa það verkefni að annast heildarstjórn fjárfestingarmála? — Hér var ekki hugsað til neinnar sérstakrar harðstjórnar, enda hefur stofnunin í þeim efn- um beitt fremur mildum hand- tökum hingað til og mun það 1 samræmi við þjóðarviljann. Tvær leiðir eru aðallega fam- ar í þessum efnum, takmörkun á því fjármagni, sem stofnlána (fjárfestingalánaj sjóðir hafa til umráða árlega og takmörkun á ársáföngum framkvæmda hjá framkvæmdaaðilum i sambandi við áætlanagerð. Vafalaust mun mörgum sýnast, að Framkvæmdastofnunin hefði átt að reyna að beita þessu valdi gegn stórfenglegum „umsigslátt- ar ákvörðunum" sumra stjóm valda, ákvörðunum, sem ekki voru felldar inn í neina heildar- mynd af getu þjóðfélagsins 1 heild, þar sem eðlilegt tillit væri tekið til nauðsynlegrar stærðar allra þátta, þannig að einn til- tekinn þáttur yrði ekki þvingað- ur fram á kostnað annars, t. d. sláturhúsabyggingar á kostnað skóla í strjábýli, rafstauralínur á kostnað heilsugæslustöðva 1 strjálbýli, hátíðabrúargerð á kostnað almennra vega- og sam- göngu bóta o.s.frv., einnig í ann- arri og öfugri röð. Fullyrða má, að áður en unnt verður að sinna slíkum nauðsynjaverkum, þurfa íslenskir stjórnmálamenn að læra mikla lífsvisku, eða þjóðin að velja fleiri menn til stjórnmála- málaforystu með mikla lífsvisku en hún hefur til þessa gert, og eru þá allir stjórnmálaflokkar settir undir eitt mæliker. — Hver er reynslan af bví að hafa i einni stofnun, undir sam- eiginlegri stjórn, starfsemi á Framhald á bls. 12 Loftleiðir 30 óro Þessi litla Stinson-flugvél var upphafið að stofnun Loftielða h.f. Við birtum myndina í tijefni þess að félagið á 30 ára afmæli 10. mars.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.