Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 1

Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 1
Útg. Samtök frjálslyndra og vinstri manna 4. árg. Fimmtudagurinn 21. mars 1974 6. tbl. Óvissa í efnahagsmálum Sjú leiðara á bls. 4 Skattkerfis- breytingin samþykkt Frumvarp ríkisstjórnarinnar um skattkerfisbreytingu hefur nú verið samþ/kkt á Alþingi. Auk stjórnarþing- manna greiddu þingmenn Alþýðuflokksins atkvæði með frumvarpinu, en á móti voru Sjálfstæðismenn og Bjarni Guðnason. Þegar frumvarpið um skattkerfisbreytingu hafði verið til meðferðar í báðum deildum þingsins var Ijóst að það myndi ekki hljóta staðfestingu Alþingis óbreytt. Því brá ríkisstjórnin á það ráð 'að freista þess að ná sam- komulagi við stjórnarandstöðuna um afgreiðslu málsins. Viðræður þar um leiddu til þess að flutt var breyting- artillaga þess efnis að í stað 5 stiga hækkunar söluskatts kæmu 4 stig. Þannig breytt var frumvarpið samþykkt. Þessi breyting leiðir til verri afkomu ríkissjóðs en ella og nauðsynlegt mun verða að taka upp niðurskurð fjár lagaútgjalda til þess að mæta tekjutapi vegna skattkerf- isbreytingarinnar. Hitt er þó sýnu mikilvægara að tekist skuli hafa að fá staðfestingu Alþingis á þeirri skatt- kerfisbreytingu, sem alþýðusamtökin höfðu óskað eftir að gerð yrði, og var beinlínis forsenda kjarasamninga. Það vekur nokkra athygli að frumvarpið hlýtur að lokum aðeins atkvæði stjómarþingmanna og Alþýðu- flokks. Hvorki þingmenn Sjálfstæðisflokks né Bjarni Guðnason sjá ástæðu til þess að verða við óskum laun- þega í landinu um skattkerfisbreytingu. Flokksstjórnarf undur Framkvæmdastjórn SFV hefur samþykkt að boða til flokksstjórnarfundar laugardaginn 6. apríl 1974. Fundurinn verður haldinn í Félags- heimili Fóstbræðra, Langholtsvegi 109—111, Reykjavík og hefst kl. 14. Dagskrárefni fundarins verða: Efnahagsmál og herstöðvarmál. Framkvæmdastjórn væntir þess, að sem flestir flokksstjórnarmenn sjái sér fært að mæta á fundinum. Framboðslisti Framsóknarflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna Kópavogi við bæjarstjórnar kosningarnar 26. maí n.k* Sigurión 1. Hilorfunon kannori Magnðs BiarnfrsSnon, fulltrúl Jóhann H. Jónnon yfirvorkstióri Huldo Jokobídóttir, bœiarfulltrúi Skúli Sigurgrlmtion, bankafuiltrui Ntw Einaruon, laganmii , •*#-- H|6rtur Hlartorton fromkvæmdattióri Sölvtig Runolhdottir glaldkeri þl I •']trtii':'v 1 fcr" «, pr<^ GuSnl Jontton, konnarl GuSrún ElnartdoKir, ikrifilofustúlko Hulda Péturidóllir, hútm66ir Jónat Pólison, skólattióri Solómon Einorsson, doildantjórl GuSloifur OuSmundsson kennari Valgoríur Jónsdóttlr, kennari Goitur Ouðmundsson, umtjónarmaSur Inga Hrönn Péturtdóttir húsfrú Andrét Krist|ánsson, frstðslustióri Jón A. Bjarnason, liismyndart Guttormur Sigurbiörnss., endurskoSondl Ingjaldur Isokston, bifroiSostióri J6n Skaftaton, alþiugismoSur

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.