Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 4

Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐMÁL |jíóíí>mál Otgefandi: Samtök frjálslyndra og vinstri manna Framkvæmdastióri: Hjörtur Hjartarson Ritnefnd: Bnar Hannesson (ábm.), Kári Arnórsson, Margrét Auðunsdóttir, Guðmundur Bergsson, Andrés Sigmundsson, Dóra Kristinsdóttir, Ingólfsstræti 18. Sími 19920. Box 1141. Askriftargjald kr. 50 pr: m: I lausasölu kr. 30. Kosningar nálgast Nú styttist óðum til sveita-, bæja- og borgarstjórnar. kosninga og framboðslistar birtast nú hver af öðrum. I þessu blaði er birtur framboðslisti Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og Framsóknarmanna í Kópavogi. Hefur hann vakið mikla athygli og umtal og þykir mjög sigur- stranglegur þar í bæ. Finnst mörgum, sem hér sé verið að endurvekja það samstarf vinstri manna, sem hæst stóð á sjötta áratugnum, er þeir höfðu hreinan meirihluta í Kópavogi og mótuðu uppbyggingu hins unga og ört vax- andi bæjarfélags. Víst hefði verið æskilegra að grundvöll- ur þessa framboðs hefði verið enn breiðari, t. d. með þátt- töku Alþýðuflokksmanna, en vegna óbilgjarnrar afstöðu forystumanna þeirra í Kópavogi, reyndist slíkt ekki unnt. Er það mál manna, að fyrir það munu þeir uppskera litlar þakkir á kjördegi. Samtök frjálslyndra og vinstri manna lýstu því yfir sem höfuðmarkmiði sínu við stofnun samtakanna að riðla hinu gamla og úrelta flokkakerfi og vinna að sameiningu vinstri manna í einum flokki. Þessi markmið þeirra fundu ríkan hljómgrunn meðal kjósenda í síðustu sveitastjórnakosning- um og fengu enn frekari staðfestingú í Alþingiskosning- unum 1971. Samtökin hafa síðan reynt að vinna að auknu samstarfi og samvinnu vinstri manna með sameiningu fyrir augum. Þannig hafa átt sér stað sameiningarviðræð- ur milli allra flokka vinstri hreyfingarinnar á þessu tíma- bili. Árangur er hins vegar ekki slíkur sem æskilegt hefði verið en þó umtalsverður. Baráttunni verður að halda á- fram og það gerist ekki síst með því að félagar vinstri flokkanna í hinum ýmsu sveitarfélögum taki höndum sam- an og sameini krafta sína í komandi kosningum. Á það má benda í þessu sambandi, að á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, hefur aukist mjög samvinna og sam- ráð milli borgarfulltrúa vinstri flokkanna í Reykjavík. Þeir hafa í sívaxandi mæli komið fram sem ein heild í mál- flutningi og tillögugerð. Þeir hafa einnig tekið upp þá ný- breytni að halda með sér reglulega fundi til að ræða mál, skýra sjónarmið hvers annars og móta sameiginlega af- stöðu. Þetta er mjög ánægjulegt og gefur vissulega tilefni til meiri bjartsýni en oft áður um árangur í baráttunni við meirihluta ihaldsins. Því miður hefur ekki tekist sam- staða með vinstri flokkunum öllum um sameiginlegt fram- boð fyrir þessar kosningar. Slíkt hefði þó ekki átt að vera tiltakanlega erfitt, þrátt fyrir nokkurn ágreining í lands- málum, sem yfirleitt þarf ekki að gæta í borgarmálum. Á það ber þó að leggja áherslu, að þrátt fyrir þetta er áfram fullt samstarf milli þessara flokka í borgarstjórn og vissa fyrir því að þeir muni með góðu móti geta myndað vel starfhæfan meirihluta þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins er fallinn. Óvissn i efnahngsmálum Mikil óvissa og spenna er nú ríkjadi í efnahagsmálum Islendinga. Verðbólga er mikil og saxast ört á þær kjara- bætur, sem sarnið var um nýlega. Slíkt ástand er að vísu ekki séríslenskt fyrirbrigði um þessar mundir. Flest Evrópulönd og reyndar fleiri eiga við svipuð vandamál að glíma og gengur misjafnlega að ráða við þau. En það er auðvitað ljóst, að hér verður að taka þessi mál föstum tökum. Því fyrr — þeim mun betra. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hafa leitt til þess, að atvinnuástand er nú betra og stöðugra um allt land en verið hefur jafnvel nokkru sinni fyrr. Hún hefur stöðvað bæði landflótta og flótta úr dreifbýli í þéttbýli. Hún hefur með stórhuga uppbyggingu og endurnýjun framleiðslu- tækja lagt grundvöll að stóraukinni þjóðarframleiðslu. Þennan árangur verður umfram allt að varðveita. Ríkis- stjómin getur áreiðanlega treyst því, að verði ráðstafanir hennar við það miðaðar fyrst og fremst og réttlætis gætt, mun alþýða landsins taka þeim vel og styðja að framgangi þeirra. Happdrættislán vegna Djúpvegar Samgöngunefnd neðri deildar hefur nýlega skilað áliti um frv. til laga um happdrættislán ríkissjóðs til að fullgem Djúp- veg og opna þannig hringveg um Vestfirði og leggur nefndin einróma til að frv. verði sam- þykkt. Frumvarp þetta var flutt snemma á þessu þingi af Hannibal Valdimarssyni, Karvel Pálmasyni og Matthíasi Bjarna- syni. Samkvæmt því skal gefa Hannibal Valdimarsson út happdrættisskuldabréf til sölu innanlands á sama hátt og happ drættislán vegna Skeiðarársands vegar og verja andvirði þeirra til þess að fullgera Djúpveg. Samgöngunefnd leggur til að fjárhæð bréfanna verði 80 millj. kr. og verði bréfin gefin út fyr- ir 15. maí n. k. Áliti nefndar- innar vekur vonir um að málið nái fram að ganga á þessu bingi og er ekki að efa að það yrði fagnaðarefni allra Vestfirðinga og margra fleiri, þar sem þá sæ- ist hilla undir hringveg um Vest firði. Skattkerfis- breyting „Meiri hluti fjárhags- og við- skiptanefndar mælir með frum- varpinu að viðbættum þeim breytingartillögum, sem formað- ur nefndarinnar flytur á sér- stöku þingskjali. Meginefni þessa frumvarps er byggt á samkomulagi, sem var gert milli ríkisstjómarinnar og verkalýðssamtaka í sambandi við nýgerða kjarasamninga. Samkvæmt samkomulaginu skal tekjuskáttur, sem lagður er á einstaklinga, lækka mjög veru- lega, en á móti kemur 5% sölu skattur, sem ekki kemur inn í vísitöluna. Þá var samið um sér- stakar bætur til handa þeim, sem ekki njóta neins hagnaðar af tekjuskattslækkuninni og yrðu ella að taka á sig sölu- skattshækkunina óbætta. Allmikið hefur verið deilt um, hvort söluskattshækkunin nemi hærri upphæð en tekju- skattslækkunin og þau aukaút- gjöld, sem ríkissjóður tekur á sig vegna þessara breytinga. Fjárhags- og viðskiptanefnd hef ur aflað sér nýjustu áætlana, sem fyrir liggja hjá viðkomandi embættismönnum um þetta efni. Samkvæmt þeim mundi álagður tekjuskattur á einstakllinga nema réttum 7 milljörðum króna samkvæmt núgildandi skattalögum, en verða 4,1 mill- jarður króna samkvæmt skatta- lagabreytingunni. Tekjutap ríkissjóðs vegna tekjuskattslækk unarinnar yrði þá 2.9 milljarð- ar króna. Við þetta bætast svo útgjöld ríkissjóðs vegna svo- nefnds skattaafsláttar, sem eru áætluð 550 milljónir króna, og svo aukin útgjöld rikissjóðs vegna söluskattshækkunarinnar, sem eru áætluð 100 millj. kr. Samtals nemur því tekjutap og aukin útgjöld ríkisins 3550 mill- jónum króna á þessu ári. Á móti kemur svo 5% söluskatt- ur, en áætlað er, að eitt sölu- skattstig nemi um 680 millj. kr. á tímabilinu 1. mars—31. des- ember, eða samtals 3400 millj. króna. Frá þessu dregst, að mars verður hálfur liðinn, þegar frumvarp þetta kemur til fram- kvæmda, ef að lögum verður. Sést á þessu, að 5% söluskattur nægir ekki til að bæta til fulls tekjutap og aukin útgjöld ríkis- ins á þessu ári vegna skattalaga breytingarinnar. iHns vegar yrði þetta dæmi hagsætt á ársgrund- velli, en reiknað er með, að hvert söluskattstig nemi þá um 800 millj. kr., eða 5% söluskatt- ur um 4000 millj. á ársgrund- vell'. í þessu sambandi er rétt að leggja áherslu á eftirfarandi ákvæði í samkomulagi ríkis- stjómarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnar: ' „Fulltrúar ASÍ leggja á það áherslu, að með því að fallast á 5%-stiga hækkun söluskatts sé tekið mið af skertri álagningu á árinu 1974. Á árinu 1975 verði því að taka tillit til þess við skattaákvarðanir þannig að þá verði metið, hvað 5%-stiga hækkun á söluskatti nemi yfir árið ,og jafnframt, hve skatta- lækkun þá nemi miklu sam- kvæmt nýja skattstiganum, og að því leyti sem söluskatturinn verður talinn nema hærri upp- hæð, þá verði sá hluti, sem um- fram er, metinn inn í kaup- gjaldsvísitölu.“ í samræmi við þetta ákvæði samkomulagsins mun hlutfallið milli tekjuskattslækkunarinnar og söluskattshækkunarinnar metast að • nýju á næsta ári, þegar hægt verður að miða við ársgrundvöll. Því hefur verið haldið fram, að verðbólgan muni auka tekjur ríkisins meira en hún eykur út- gjöld þess. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á alveg nýrri spá, sem sérfræðingar hafa gert um breytingar, sem verða á fjárlögum vegna orð- inna og væntanlegra verð- og kauphækkana. Samkvæmt þess- ari spá munu útgjöldin hækka um 3655 millj. króna, en tekj- umar um 3088 millj. króna. Samkvæmt þessu verða breyt- ingarnar frá fjárlögum ríkis- sjóði í óhag um 567 millj. króna. Hér er því síður en svo upp á eitthvað að hlaupa til að mæta tekjuskattslækkuninni.“ i Stada forstöðumanns | fyrir tæknideild Húsnæðismálastofnunarinnoer i Húsnæöismálastofnun ríkisins auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns fyrir tæknideild stofnunarinnar, sem stofnuð verður á næstunni. Mun teiknistofa stof nunarinnar starfa innan ramma deildarinnar, sem vinna mun m.a. alhliða að gerð hústeikninga, einnig að gerð burðarþols- hitalagna- vatns- og skolplagnateikninga svo og raflagnateikninga. Auk þess fer fram á vegum deildarinnar áætlunargerð vegna ibúðabygginga, eftirlit með byggingaframkvæmdum og leiðbein- ingastarfsemi. Þá er einnig gert ráð fyrir því, að þróunar- könnunar- og fræðslustarfsemi fári að nokkru fram á hennar vegum. Nánari upplýsingar um starfið gefur fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist stofnuninni í ábyrgðarpósti fyrir 16. april nk. Reykjavík, 18. marz 1974, HLISNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.