Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 5

Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 5
Margrét Auðunsdóttir, fyrrv. form. Sóknur: Úttekt á þjóðarbúinu o Margrét Auðunsdóttir fyrrv. form. Sóknar í Reykjavík, fjallar í eftirfrandi grein um ný- afstaðna samningagerð. Margrét átti sæti í þrjátíu- manna nefndinni. Miklu samningaþófi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda lauk 26. febrúar s.l. Samningar höfðu þá staðið yfir í rúma fjóra mánuði. Kjararáðstefna ASÍ, sem haldin var í Reykholti dag- ana 27.—28. ágúst í sumar markaði stefnuna í kjara- málum og var hún þannig eftirfarandi í 9 liðum: 1. Jöfnun launakjara með veru- legri hækkun láglauna. 2. Sérstakri kauphækkun í fisk- iðnaði. 3. Kauptryggingu tímakaups- fólks. 4. Verkalýðsfélögin fái full um- ráð yfir lífeyrissjóðunum. 5. 40 klukkustunda vinnuvika verði unnin á 5 dögum. 6. Verulegri hækkun trygging- arupphæðar við dauðaslys og örorku. 7. Auknum greiðslum í veik- inda- og slysatilfellum. 8. Fjárframlag atvinnuveganna til fræðslustarfsemi verka- lýðsfélaganna. 9. Athugað verði af aðilum vinnumarkaðarins i samráði ríkisvaldið með hvaða hætti unnt er að verðtryggja al- almenna lífeyrissjóði. 1 húsnæðis- og skattamálum voru eftirfarandi kröfur gerðar á hendur ríkisvaldinu: 1. Gagngera breytingu í skatta málum sem tryggi verulega lækkun skatta hjá almennu launafólki, jafnframt því sem þannig verði staðið að skattlagn- ingu til samfélagsþarfa, að eigna- menn og sjálfstæðis atvinnurek- endur greiði skatta í samræmi við raunverulegar tekjur og eign- ir. 2. Verulegar umbætur á sviði húsnæðismála. Framhaldsráðstefna í Reykjavík. Á framhaldsráðstefnu í Reykjavíik 12.—13. okt. voru þessar kröfur nánar útfærðar þannig: „Höfuðverkefni II. kjaramála- ráðstefnu Alþýðusambands Is- lands, sem haldin var dagana 12. og 13. október 1973 var að útfæra nánar þau atriði ályktunar Reyk- holtsráðstefnunnar, sem ekki höfðu verið skilgreind í smáatrið um. Þannig hefur 1. liður Reyk- holtsályktunarinnar, sem hljóð- aði þannig: „Jöfnun launakjara með verulegri hækku láglauna" nú verið útfærður þannig, að gerð er krafa um, að lægstu laun verði kr. 35,000,— sem þýð- ir 40,9% hækkun á 1. taxta verkamannakaups. Laun, sem með núgildandi vísitölu nemi allt að kr. 31.000,— hækki um þessa sömu prósenttölu. Laun hærri en þetta hækki síðan um sömu krónutölu. Þessi laun verði grunnlaun, vísitölubætur greiðist að fullu á laun að kr. 50.000,— en eftir það sama krónutala og á kr. 50.000,— 2. liður Reykholtsráðstefnunn ar var um „sérstaka kauphækkun í fiskiðnaði“. Krafan nú er um 15% hækkun á fiskvinnuslutaxt- ana umfram almenna taxta. 3. liður Reykholtsályktunarinn ar var um kauptryggingu tima- kaupsfólks. Hér er þessi krafa nánar útfærð i fjórum liðum. 4. og 5. liðurinn eru óbreyttir. 6. liðurinn um, verulegar hækkanir tryggingarupphæðar við dauðaslys og örorku“ hefur nú verið útfærður í krónutölu. 7. liðurinn um „auknar greiðsl ur í veikinda og slysatilfellum“. var nú færður í afmarkað og ákveðið form. 8.. liðurinn um „fjárframlag til fræðslustarfsemi verkalýðsfélag- anna“ var nú settur fram sem krafa um 0,285 af launum. 9. liðurin ner óbreyttur frá Reykholtsályktuninni. Auk þessa hafði Reykholstráð- stefnan sett fram kröfur um breytingar á sviði skattamála og unar krafnanna voru kjörnar tvær starfsefndir og skiluðu þær áliti á II. ráðstefnunni. Þessar ályktanir fylgja hér með eins og II.. ráðstefnan gekk endanlega frá þeim. Ráðstefnuna sóttu 70 manns: Miðstjórn ASÍ og vara- menn í miðstjórn, fulltrúar allra sérsambanda og svæðasambanda og nokkurra stærstu félaga er beina aðild hafa að ASÍ. Allar þrjár ályktnair ráðstefnunnar eins og þær nú liggja fyrir voru samþykktar einróma. Að lokum kaus ráðstefnan 30 manna samninganefnd og fylgja nöfn nefndarmanna á sérblaði. Samn- inganefndi skipti þannig með sér verkum að ráðstefnunni lokinni, að eftirtaldir 7 menn skipa framkvæmdanefnd: Eðvarð Sig- urðsson, (orm.), Benedikt Davíðs son, Björn Bjarnason, Guðmund- ur H. Garðarsson, Jón Ásgeirs- son, Magnús Geirsson og Snorri Jónsson. Skattanefnd: Guðmudur J. Guðmundsson, Björn Þórhalls- son og Þórólfur Daníelsson." Var endirinn í upphafi skoðaður. Á timabilinu milli ráðstefn- anna i Reykholti og Reykjavík áttu verkalýðsleiðtogamir að vera búnir að ræða þessar til- lögur innan sinna stéttarfélaga við meðlimina og leggja síðan fram breytingartillögur. Þannig var haldið af stað. En var endirinn í upphafi skoðaður? Það held ég ekki. Það hefur mikið verið í tízku hjá vinstri hreyfingunni í land- inu, bæði faglegri og pólitískri, að kanna og finna nýjar leiðir í baráttu fyrir bættum kjörum verkafólks. Þessar nýju leiðir hafa nánast orðið að blindgötum, sem forustan síðan hefur staðið föst í. — Hún hefur flægst í sínu eigin neti. Hvernig á að skipta? Ég skal lítillega gera grein fyrir hvað ég á við. Ekki er um það deilt að við erum að skipta „kökunni", hvað á að koma í hlut hins vinnandi manns og hvernig eigi að standa að því að skiptigin sé sem rétt- mætust. Er það nú líklegt að hiinn vinnandi maður nái sínum hlut út úr slíkri samingagerð og ráð- stefnuhaldi sem lýst er hér að framan? Nei, — það er kosinn þrjátíu manna nefnd, eins og áður er getið — hvaða áhrif getur verka maður t.m. á Isafirði eða Nes- kaupstað haft í þessari nefnd? Tökum dæmi: Það var mjög hagstætt atvinnuástand, nóg at- vinna — loðnuvertíð gðð. Ef verkafólk á Neskaupstað hefði farið með sína samninga, þá hefði það að sjálfsögðu boðað vinnustöðvun þegar hagstæðast var að ná samningum. Svona hefði þetta getað orðið. — En loðnan var víst ekki komin til ísafjarðar. Þar af leiðandi gátu þessir hópar ekki átt samleið. Þrjátíu-manna nefndin hefði ekki getað tengt þá saman. Reiknað og reiknað. Hvers vegna ekki? Nefndin var alltaf að leita að nýjum leiðum á Loftleiða-hótelinu. Sú hjörð, $em þar hélt til, líktist einna mest fjárhóp, þar sem erfitt var að sjá hver forustu- sauðurinn var. Nei, — auðvitað hefði átt að meta ástandið — haga sér síðan samkvæmt því. En svo kemur til veslings þjóðarskútan og menn fyllast ábyrgðarkennd, koma með töfrasprota og slá á allt saman og það heitir nú ýmsum nöfnum: — Kjararannsóknar- nefd, Framkvæmdastofnun, Hag- rannsóknarnefnd. Það er reikn- að og reiknað, pappirinn berst með ógnar hraða frá spreng- lærðum hagfræðingum — og þjóðarbúið þolir ekki svona mikla kauphækkun. Tölvan kemur með sinn útreikning. Síðan koma skattamálin. Þau voru með í kröfunum. Aftur er reiknað af enn meira kappi og tölvan kemur með sina útreikn- inga. Þeir eru vandlega skoðað- ir — og þar kemur lausnin. Fjármálaráðherra má ekki missa svona mikið úr kassanum sín- um, svo að hann kom með lausn- Framhald á bls. 8 Það er vel gert sem við gerum sjálfar Póstsendum Hannyrðavörur frá Jenný prýða heimilið Skolavoróustig vill segja fra HATTA- 0G HAIvlNYRÐAVERZLUNIN Jenný á Skólavörðustíg 13a - Sími 19746 - Pósthólf 58 - Raykjavfk Styrkir vegna nýjunga f starfi æskulýðsfélaga. Æskulýðsráð Reykjavíkur veitir nokkra styrki til þeirra æskulýðsfélaga, er hyggja á nýjungar í starfi sínu í ár. Umsóknir um slíka styrki, með ítarlegri greinargerð um hina fyrirhuguðu íiI- raun eða nýbreytni, óskast sendar fram- kvæmdastjóra ráðsins, Fríkirkjuvegi 1 1, fyrir 10. apríl næstkomandi. Æskulýðsráð Reykjavikur Simi 15937 ÆSKULYÐSRÁÐ

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.