Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 6

Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 6
Með öilum mönnum leynist uppsprettulind, sem við köllum ímyndunarafl í daglegu tali, Þessi lind er upphafsstaður allra okkar gerða, þeirra, sem ekki eru einungis byggðar á venju, og með aðstoð hennar erum við sífellt að breyta og vonandi bæta tilveru okkar og ef vel er, tilveru annarra um leið. í þessari grein, sem hér fer á eftir, er bent á þann möguleika að við getum ræktað það í- myndunarafl, sem okkur er gefið. Okkur hættir til að bæla það niður, til þess að aðlagast um hverfi okkar betur og það er mál margra að skólakerfið eigi þar ekki lítinn hlut. Þess er æskt hér, að fundin verði leið til þess að virkja ímyndunarafl allra þorra manna, það sem nú er algerlega ónotað, samfélaginu til heilla. Meö ímyndunarafli okkar „sköpum“ við hugmyndir, eða eins og sagt er í daglegu tali: okkar dettur eitthvað í hug. fmyndunarafl er talinn með- fæddur hæfilciki. Mönnum er gefið það í misjöfnum mæli. Samt sem áður er unnt að til- einka sér afstöðu til sköpunar, sem kalla má sköpunarhegðun, en hún verkar hvetjandi á í- myndunaraflið. M.ö.o. það er unnt að læra sköpun að vissu marki. Grein þessi eftir atferlisfræð- inginn Otto Haseloff fjallar um skilgreiningu og vandamál ný- viðurkenndrar fræði, sem hefur nú mikil áhrif á framleiðslu- og stjómunarkerfi vestrænnar menningar: Nafn greinarinnar Creativity, sem má þýða með ímyndunarafl. Æfa sitt eigið ímyndunarafl. ímyndunarafl, sem fræðigrein hefur komið æ sterkara fram í sviðsljósið á síðustu ámm. Efnahagsmálin, stjórnunarmál- in og tæknin kalla sífellt á meira ímyndunarafl, fleiri nýj- ungar og fleiri hagkvæmar hug- myndir. Enn hefur þó ekki ver- ið skilgreint hvað „ímyndunar- afl“ þýði í raun og vem eða hvaða möguleika hver einstakl- ingur hefur til þess að læra, auka við og æfa kerfisbundið sitt eigið ímyndunarafl. Menn em aðeins sammála um það, að nútímaþjóðfélag og þá ekki síð- ur þjóðfélög framtíðarinnar þurfa á miklum fjölda skapandi fólks að halda, til þess að tryggja framþróun og framfar- ir, eða forða frá ógöngum. Vegna þessarar þarfar þurf- um við að taka ímyndunarafl- ið til gagngerrar athugunar. Allir, sem vilja ráða framúr þeim kröfum, sem okkar sí- breytilegi heimur gerir til okk- ar, hljóta að leggja á þetta áherslu. Hvað felst að baki orðsins. En orðið ímyndunarafl er farið að fá ýmsar meiningar. Sérhver, sem telur sig búa yfir einhverjum sérstökum hæfileik- um, nefnir sig skapandi mann- eskju. Með því leggur sá aðeins til grundvallar jákvæðan hljóm orðsins, en ekki innihald þess. En hvað felst svo að baki orðs- ins? Ýmsar sögusagnir ganga um ímyndunaraflið, eða öllu held- ur um þá, sem taldir eru hafa það í ríkum mæli. Þeir eru til að mynda taldir dálítið undar- legir, fremur listamenn en peningamenn. Þetta skapandi fólk telst ekki geta starfað í hópum, vegna þarfar fyrir frjálsræði. Þá er og sagt, að fátt eitt sé nothæft af því, sem er framleiðsla þessa fólks: hug- myndir. í stuttu máli fólk með mikið imyndunarafl „svífur ofar skýj- um.” Þó skyldi það meðhöndlað varlega . . . „öðru hvoru má hafa not af því.“ Imyndunaraflið er eiginleiki. Eg tel þessar sögusagnir rangar. ímyndunaraflið er ekki bundið við sérstaka menn (t. d. listamenn) eða hópa eins og almennt er talið. Imyndunarafl ið er eiginleiki, sem unnt er að þjálfa. Eiginleiki, sem sér- hver notar, enda þótt sú notkun sé oftastnær ekki bendluð við ímyndunarafl. Sérhver upp- götvun vandamáls og sérhver lausn vandamáls er árangur starfs ímyndunaraflsins. Venjulegur mismunur, sem gerður er milli ímyndunarafls og annarra hugsana, sem tengd eru lausn vandamála, er aðeins til á yfirborðinu. Menn telja al- mennt, að með því að hugsa um eitthvað vandamál séu þeir á raunsæan og vísindalegan hátt að finna lausn þess. En á hinn bóginn ,að notkun ímyndunar- aflsins þurfi a ðbyggjast á ó- raunhæfum, ruglingslegum og leikrænum hugsunum.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.