Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 7

Þjóðmál - 21.03.1974, Blaðsíða 7
Þ J O Ð M A L 7 Þýtt og endursagt: Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt Þessi kenning byggist á grund vaUarmisskilningi á ímyndunar- afli. Sérhver skapandi gerð er um leið lausn á vandamáli. Þetta gildir í listum jafnt sem vísindum, tækni jafnt sem stjóm un. ímyndunarafl er ekki bund ið ákveðnum starfsgreinum. Lausn vandamálsins þarf hins vegar ekki alltaf að vera skap- andi. í venjulegu fyrirtæki t. d. em fæstar nýjar lausnir skap- andi. Þetta er engan veginn gaMi, þar sem síendurtekin dag- leg vandamál er unnt að leysa með þekktum lausnum. Sköp- unin byrjar þar sem venjunni sleppir. Fyrsta stig sköpunarinn ar er að finna þessi mörk og ákveða við hverju eigi að bera fram nýjar spumingar en seinna hvemig ný svör skulu hijóða. Grundvöllur allrar framþróunar. Skapandi fólk er einatt tal- ið vera andófsfólk. Ekki aðeins vegna þess, að knyndunaraflið skilar einnig af sér byltingar- kenndum hugmyndum (það heyrir til undantekninga), held ur vegna hins, að hugverk þeirra má flokka undir endur- bótastefnur. Þau stefna að því að breyta því, sem fyrir er. Skapandi fólk sér vandamál, þar sem öllum almenningi finnst allt með felldu. Hugverk þeirra benda á hvaða venjur era orðnar til trafala og verða því sjálf til trafala fyrir hefð- bundinn hugsunarhátt. ímynd- unarafl er því — á andhug- myndafræðilegan máta ■— ætíð grundvöilur allrar framþróun- ar. Þvi flóknari, sem efnahags- og félagskerfin verða, þeim mun erfiðara er að skipuleggja þau, þeim mun meir vex skrifstofu- báknið. Þau reiða sig þvi á þrautreyndar aðferðir, staðna og dragast aftur úr. Fólkið í kerfinu hefur að lokum aðeins eitt hlutverk: að viðhalda kerf- inu. Þetta er auðveld leið, enda er hún almennt í notkun, en hún er um leið hættuleg. Hún lokar augum fólks fyrir vanda- málum, hún orsakar óþarfa spennu manna á meðal og hún dregur úr lífsskilyrðum. Inniheldur allar myndir innsærrar hugsunar. Vegna þessa er m. a. komin fram krafa bandaríska sálfræð- ingsins Joy Paul Guilford ,að virkja ímyndunarafl almennings En til þess að það sé mögulegt þarf að rannsaka ímyndunar- aflið og þróa aðferðir til að auka það og nýta það rétt. 1 skilgreiningu ímyndunar- aflsins felst ekki meðfæddur hæfileiki minnihlutahóps, til þess að „framleiða" meira eða minna nothæfar hugmyndir. ímyndunaraflið inniheldur all- ar myndir innsærrar hugsunar. Það er sú hugsun, sem getur slitið sig lausa frá venjunni, og þar með framleitt eitthvað betra en venjan leyfir. Skapandi hugsun er nauðsynleg, vegna þess að endurbætur á öllum sviðum era nauðsyn, ef ekki á að verða afturför. Þörfin fyrir ímyndunaraflið vex stöðugt, þar sem vandamálin aukast með degi hverjum. Það á við í vís- indum jafnt sem tækni, í stjóm- un jafnt sem stjórnmálum. 59 eðliseinkenni. Rannsókn ímyndunaraflsins er á frumstigi. Hún nær enn aðeins skammt út fyrir lýsingar á því, hvemig ýmsar uppfinn- ingar urðu til. Eins og til dæm- is þegar James Watt fylgdist með dansandi lokinu á tekatli — og fann um leið upp gufu- vélina. Þó er til nokkur þekking um þau eðliseinkenni, sem ákvarða ímyndunaraflið útávið. Guil- ford uppgötvaði í rannsóknum sínum á skapandi fólki 59 eðlis- einkenni, sem eru þýðingarmik- il fyrir sköpunina sjálfa. Þessi eðliseinkenni birtast okkur sem sérkenni einstaklinga. Þau eru bundin hegðun þeirra. Einkenni skapandi fólks. Átta eðlisþættir einkenna eink um skapandi fólk: 1. Hæfileikinn til þess að upp- götva og afmarka vandamál. Fundvísi á mótsagnir, ósam- stæður og þekkingarskort. Og einnig hæfileikinn til þess að geta slitið sig frá venjum og hefðbundnum hugsunarhætti og hegðun. 2. Streituþrek yfir meðallagi. Hæfileikinn til að komast yfir innri baráttu. Skapandi fólk yfirstígur vel hrakfarirnar og gefst ekki upp. 3. Hæfileikinn til að fram- leiða fjölda hugdetta (samfell- ur/andstæður, tákn og hug- myndir), sem svar við vanda- málum, sem fengist er við. Þetta má kall auhagnmyd má kalla hugmyndaflæði. 4. Breytanleiki. Hæfileikinn til að skoða þekkingu og reynslu frá ýmsum sjónarhom- um. Til að skipta um skoðun og taka niðurstöður gildar, sem ekki var búist við. 5. Starfsorka yfir meðallagi: Skapandi fólk fæst aftur og aft- ur við sama vandamálið. Þess á milli glidir fyrir það ýmsar millilausnir, sem síðan er kast- að á glæ, er endanleg lausn er fundin. 6. Hæfileiki til að dæma um mögulega lausn vandamáls fyr- irfram. 7. Breið þekking á mörgum sviðum. Þekkingarinnar er aflað vegna áhuga á sköpun, en sköp- unin verður ekki til vegna þekkingarinnar. 8. Hæfileikinn til að gera Mynd 1: Skýrandi sköpun. Augndropi. Mynd 2: Endursköpun. Spaghetti-vinda. Mynd 3: Uppfinningasköpun. Svíns-egg. Mynd 4: Grundvallarsköpun. Tónverk. Jóhanns Sebastian Bach. fundna lausn skiljanlega, koma henni í viðræðuhorf. Þetta er vitaskuld skilyrði fyrir því að lausn verði framkvæmd og við- urkennd. Og aðeins þessu skil- yrði uppfylltu verður fram- leiðsla sköpunarmáttarins að fé- lagslegum þætti. Það er nánast óhugsandi að öll þessi átta einkenni komi fram hjá einum einstakling. En það skýrir etv. hve snillingar era fátíðir í mannkynssögunni. Fimm sköpunarstig. Imyndunaraflið er ekki aðeins margvíslegs eðlis, heldur birtist einnig í mismunandi stigum. Sál fræðingar benda á fimm sköp- unarstig: 1. Skýrandi sköpun. Hug- myndir sem bundnar era við kringumstæður hverju sinni. Skyndihugmyndir eins og orða- leikir, fyndin merkingabreglun orða og leikræn hegðun fyllt nákvæmni og áhrifamætti. mætti. 2. Framleiðandi sköpun. Hug verk, sem byggja á því, sem þegar er til án teljandi breyt- inga. Sem dæmi má nefna gæða aukningu á framleiðsluvöra. 3. Endursköpun. Endurhugs- un eða breyting verka og hluta, sem leiðir til þess að þau fá nýtt hlutverk, nýja þýðingu. Sem dæmi má nefna þekkingu, sem færð er til milli fræðigreina og varpar nýju ljósi á þær. 4. Uppfinningasköpun. Gerð nýrra verka, sem breyta því, sem fyrir er í grundvallaratrið- um. Dæmi: Uppfinning mótors- ins og uppgötvun penicillíns. 5. Grundvallarsköpun. Hæsta þrep ímyndunaraflsins, er bend- ir á nýjar byltingarkenndar leiðir. Þær geta orsakað þjóð- félagsleg áhrif, sem vara í ár- hundrað. Dæmi um þetta er afstæðiskenning Einsteins og sálgreining Freuds. Sameining margra eðliseinkenna. Fyrsta stig ímyndunaraflsins er algengt, en fimmta þrepið er hins vegar undantekning. Við athugun þrepanna verður ljóst, að ímyndunaraflið byggist á sameiningu margra eðlisein- kenna ekki bara á einum ein- stökum meðfæddum hæfileika. Aftur og aftur er spurt: Byggist ímyndunarafl á mikilli greind? Því er ekki unnt að Framhald á bls. 9

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.