Þjóðmál - 16.05.1974, Blaðsíða 7

Þjóðmál - 16.05.1974, Blaðsíða 7
ÞJÓÐMÁL 7 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: Þrir AÐSTOÐARLÆKNAR óskast til starfa á GJÖRGÆZLU og SVÆFINGARDEILD frá 1. júni n.k. eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir svæfingardeildar. Umsóknum, er greini aldur, námsferil og fyrri störf, ber að senda stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5. Reykjavik, 10 mai 1974. SKRIFSTOFA R í KISSPITALANN A EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 ÚTBOÐÍ Tilboð óskast i að fullgera húsnæði mötuneytis og skrif- stofa i aðalverkstæði SVR á Kirkjusandi. Innifalið i tilboðinu er ma.: Allt gólfefni, málun húsnæðis, innanhúss, innréttingar, smiði og uppsetning, stigahandrið, hreinlætislagnir og tæki og loftræsilagnir. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 5000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 6. júni 1974, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Hi IÍTB0D Tilboð óskast i girðingarefni (þ.e. vlrnet og stólpa) um- hverfis iþróttasvæðið I Laugardal. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað, föstudaginn 7. júni n.k. kl. 11.00. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 lil ÚTBOÐ Tilboð óskast i að leggja 5. áfanga dreifi- kerfis hitaveitu i Kópavogi. Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri, gegn 5000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 29. mai 1974, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 | ÚTBOÐ Tilboð óskast i byggingu á Fjölbrautarskóla I Breiðholti, 1. áfanga. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 5000.— króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, mivikudaginn 12. júni 1974, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Staða einkaritara hafnarstjóra er laus til umsóknar. Umsóknir sendist hafnarskrifstofunni fyr- ir 24. mai nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna Reykjavikurborgar. HAFNARSTJÓRINN í REYKJAVÍK Flokksstjórnarfundurinn - Framhald af bls 8. skuldabréf eða skuldabréf Framkvæmdasjóðs íslands fyrir a.m.k. 15% ráðstöfunar- fjár. 4. Að lögfest verði skuldbinding allra lifeyrissjóða til að kaupa rikisskuldabréf, skuldabréf Byggingarsjóðs eða Fram- kvæmdasjóðs fyrir allt að 35% af ráðstöfunarfé. Undirbúningur svo viðtækra ráðstafana, sem hér hefur verið vikið að, hlýtur að taka nokkurn tima. A hinn bóginn kallar það ástand, sem nú hefur skapast og stefnir i 60% hækkun launataxta og 42% hækkun framfærslu- kostnaðar á þessu ári frá sið- asta ári samkvæmt áætlunum hagrannsóknadeildar Fram- kvæmdastofnunar rikisins, ef ekkert verður að gert, á skjótar aðgerðir til að koma i veg fyrir alvarlegar truflanir i atvinnulif- inu. Þvi ber brýna nauðsyn til, að gera ráðstafanir, sem skapi hæfilegt svigrúm til undirbún- ings ráðstafana til frambúðar. Fundurinn telur þvi að þegar beri að gripa til ráðstafana, sem sporni gegn frekari verðhækk- unum og komi i veg fyrir vixl- hækkanir kaupgjalds og verð- lags fram til áramóta, jafn- framt öðrum þeim ráðstöfun- um, sem hér er vikið að og gera má án mikils undirbúnings, en undirbúningur sé jafnframt haf- inn að frambúðarráðstöfunum. Fundurinn leggur áherslu á, að samráðs verði leitað við aðila vinnumarkaðarins um þær ráð- stafanir, sem gripið verði til, jafnt bráðabirgðaráðstafanir, sem aðgerðir til frambúðar. Ennfremur telur fundurinn eðlilegt, við þær alvarlegu að- stæður, sem nú rikja, að leitað verði sem viðtækastrar sam- stöðu um allar aðgerðir til lausnar á efnahagsvandamál- um þjóðfélagsins. Ályktun um herstöðvamál. Flokksstjórnarfundur Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna, haldinn i Reykjavik 6. april 1974 telur það eitt af mikil- vægustu verkefnum núverandi rikisstjórnar að tryggja brottför alls erlends herliðs af íslandi. Fundurinn minni á, að i stjórnmálayfirlýsingu þeirri, er samþykkt var einróma á stofn- fundi Samtakanna i nóvember- mánuði 1969 stendur orðrétt: „Samtökin berjast fyrir upp- sögn herverndunarsamningsins og gegn herstöðvum hér á landi”. Stefna samtakanna i herstöðvarmálinu er þvi skýr og ótviræð. Allir stjórnarflokkarn- irhafa brottför hersins á stefnu- skrá sinni og rikisstjórnin hét þvi I málefnasamningi sinum að herinn skyldi af landi brott. Með samkomulagi þvi, er rikisstjórnarflokkarnir gerðu með sér um herstöðvamálið 21. mars s.l., hillir undir efndir á þessu heiti rikisstjórnarinnar. Fundurinn getur eftir atvik- um fallist á þetta samkomulag, enda er samkvæmt þvi gert ráð fyrir brottflutningi alls herliðs af landinu, og itrekar fyrri sam- þykktir af hálfu SFV að hér skuli ekki vera erlendur her. J-listinn - Framhald af bls. T Helga Guðmundsdóttir, verka- kona, 12. Margrét Ahðunsdóttir, fyrrv. form. Sóknar, 13. Emanúel Morthens, forstjóri, 14. Valborg Böðvarsdóttir, fóstra, 15. Guðmundur Sigur- þórsson, fulltrúi, 16. Arni Markússon, verkstjóri, 18. Jón Ivarsson, verslunarmaður, 18. Kári Arnórsson, skólastjóri, 19. Gylfi örn Guðmundsson, skrif- stofumaður, 20. Kristján Guð- mundsson, bifreiðarstjóri, 21. Birgir Þorvaldsson, iðnrekandi, 22. Jón Otti Jónsson, prentari, 23. Guðni Guðmundsson, rektor, 24. Eggert H. Kristjánsson, yfir- póstafgrm., 25. Katrin Smári, húsmóðir, 26. Daniel Kjartans- son, verslunarmaður, 27. Jón Ágústsson, prentari, 28. Sigrið- ur Hannesdóttir, húsmóðir, 29., Sigfús Bjarnason, starfsm. Sjóm.fél. Reykjavikur, 30. Al- freð Gislason, læknir (fyrrv. borgarfulltrúi) TILKYNNING TIL SÖLUSKATTSGREIÐENDA Vegna breytinga á lögum um söluskatt, er hér með vakin sérstök athygli á nokkrum ákvæðum laga og reglugerða um sölu- skatt. NÚMERAÐIR REIKNINGAR: Sérhver sala eða afhending á vörum, verðmætum og þjónustu skal skráð i fyrirfram tölu- settar frumbækur eða reikninga, sem skulu bera greinilega með sér, hvort sölu- skattur er innifalinn i heildarf járhæð eða ekki. SJÓÐVÉLAR: (stimpilkassar). Stað- greiðslusala smásöluverslana er undan- þegin nótuskyldu, en sé hún ekki færð á númeraðar nótur eða reikninga, skal hún annað hvort stimpluð inn i lokaðar sjóð- vélar eða færð á sérstök tölusett dagsölu- yfirlit. BóKHALD: Bókhaldi skal þannig hagað, að rekja megi, á hverjum tima, fjárhæðir á söluskattskýrslum til þeirra reikninga i bókhaldinu og annarra gagna, sem sölu- skattskýrslur eiga að byggjast á. VIÐURLÖG: Sé söluskattur ekki greiddur á tilskildum tima, sætir aðili viðurlögum, i stað dráttarvaxta áður, sem eru 2% fyrir hvern byrjaðan dag eftir eindaga allt að 10%, en siðan 11/2% á mánuði til viðbótar, talið frá 16. næsta mánaðar eftir eindaga. ÁÆTLUN Á SKATTI: Söluskattur þeirra, sem ekki skila fullnægjandi söluskatt- skýrslu á tilskildum tima, verður áætlað- ur. Einnig er heimilt að áætla söluskatt aðila, ef i ljós kemur, að söluskattskýrsla styðst ekki við tilskilið bókhald skv. bók- haldslögum og lögum og reglugerð um söluskatt. ÖNNUR ATRIÐI: Söluskattskyldum aðil- um er bent á, að kynna sér rækilega lög og reglugerðir um söluskatt og er sérstak- lega bent á nýmæli söluskattslaga og ákvæði IV. kafla reglugerðar nr. 69/1970 um söluskatt um tilhögun bókhalds, reikn- inga og önnur fylgigögn, sem liggja eiga söluskattskýrslum til grundvallar. FJÁRMÁLARAÐUNEYTIÐ, 13. mail974. Læknaritari Staða læknaritara við Lyflækningadeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Góð vélritunarkunnátta áskilin. Starfs- reynsla æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningi borgar- starfsmanna. Umsóknir skulu sendar skrifstofustjóra Borgarspitalans fyrir 25. mai n.k. Reykjavik, 15. mai 1974. BORGARSPÍTALINN Styrkur til náms i talkennslu Menntamálaráðuneytið hefur i hyggju að veita á þessu ári styrk handa kennara, sem vill sérhæfa sig i talkennslu vangefinna. Styrkfjárhæðin nemur allt að 275.000,- krón- um. Sú kvöð fylgir styrknum, að kennarinn starfi a.m.k. þrjú ár að námi loknu við talkennslu i stofnunum fyrir vangefna. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir 15. júni nk., ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Menntainálaráðuneytið, 7. mai 1974.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.