Þjóðmál - 16.05.1974, Blaðsíða 8

Þjóðmál - 16.05.1974, Blaðsíða 8
Flokksstjórn- arfundur SFV ályktaði um efnahagsmál og herstöðvarmál o Hcíönál KOSNINGASKRIFSTOFUR J—listans í Reykjavík # Laugavegur 33 Símar: 28718 og 28756 Opið kl. 10-22 Nokkrir flokksstjórnarmanna Flokksstjórnarfund- ur SFV var haldinn laugardaginn 6. april s.l. Dagskrárefni fund- arins voru efnahags- mál og herstöðvarmál. Umræður urðu miklar á fundinum og eftirfar- andi ályktanir gerðar: Ályktun um efnahagsmál. Mikill sjávarafli, aukning framleiðslutlkja og hátt verðlag erlendis hafa til þessa búið Is- lendingum jafngóð lifskjör og best þekkjast með öðrum þjóð- um. Menntaðri nútimaþjóð hefði þvi, vegna hagstæðra ytri skilyrða, átt að vera viðráðan- legtað treysta þannig efnahags- grundvöll sinn, að hún þyldi á- föll i efnahagsmálum, án þess að gripa þyrfti til stórfelldra að- gerða. Ljóst var framan af sumri 1973, að forystulið A.S.l. og launþegasamtakanna skildi til fullnustu aðstæður efnahagslifs- ins, þegar samtökin mótuðu stefnu sina i væntanlegum kjarasamningum með hugtök- unum „Launajöfnuður”, sem merkti hækkun lægstu launa, og „varnarbarátta”, sem merkti að aðrir en fólk i lægstu launa- flokkunum yrði, við rikjandi og fvrirsiáanlegar aðstæður, að sætta sig við að halda sinu og reyna að auka raungildi þess m.a. með skattkerfisbreyting- um. Þessa stefnu studdi SFV af heilum huga, þar sem hún sýndi skilning og raunsætt mat verka- lýðs- og launþegasamtakanna á efnahagsástandinu. Nú siöustu mánuði hafa orðið alvarleg umskipti i efnahags- málum þjóðarinnar. Innflutn- ingsverðlag hækkar stöðugt, oliuverð hefur margfaldast, en verðlag helstu útflutningsaf- urða fer nú lækkandi eftir langt hækkunarskeið. Það er þvi áhyggjuefni, að raunsæ stefna verkalýðs- og launþegasamtak- anna i launamálum skildi á sið- ari stigum samningsgerðar virt að vettugi, þegar undan eru skildir samningar B.S.R.B. og rammasamningur A.S.I., þann- ig að meiri ójöfnuður rikir nú á launamarkaði en áður, og stærri holskeflur vixlhækkana verð- lags og kaupgjalds munu skella yfir á árinu en dæmi eru um, verði ekkert að gert. Við blasir háskaleg verðbólguþróun, þar sem þjóðin eyðir meiru en aflað er, þróun, sem stefnir i hættu at- vinnulifi og atvinnuöryggi, gjaldeyrisvarasjóði og láns- trausti þjóðarinnar erlendis, velmegun og hagvexti i nánustu framtið. Verði ekki við þessar aðstæður tafarlaust hafnar áhrifarikar aðgerðir af hálfu rikisvaldsins, kemur fljótlega til stöðvunar framleiðslufyrir- tækja um allt land og stórfellds atvinnuleysis. Mikilvægt er, að samkomulag geti náðst um að tryggja fram- kvæmd á raunsærri megin- stefnu verkalýðs- og launþega- samtaka i kjaramálum, svo að ávinningur kjarabaráttunnar haldist til frambúðar, samfara jafnvægi i efnahagsmálum, en eyðist ekki i þeim eldi verðbólg- unnar, sem sjálfvirkar vixl- hækkanir kaupgjalds og verð- lags hafa i för með sér. Þess vegna ber að haga aðgerðum þannig, að þar sem óhjákvæmi- legt er, að þær verki til lækkun- ar á ráðstöfunarfé almennings, verði höfuðáhersla lögð á, að slik lækkun hafi áhrif til kjara- jöfnunar. í þessu sambandi hlýtur endurskoðun visitölu- kerfisins sérstaklega að koma til athugunar, svo og lækkun há- launa og gróða einstaklinga og fyrirtækja. Frumskilyrði þess, að ráð- stafanir gegn verðbólgu beri varanlegan árangur er, að brot- inn verði á bak aftur verðbólgu- hugsunarháttur i þjóðfélaginu. Orræði, sem gripa verður til i þvi efni eru m.a.: 1. Að auka sparnað, með þvi m.a. að koma á verðtrygg- ingu sparifjár og allra fjár- skuldbindinga. 2. Að draga úr útlánum, fresta opinberum og öðrum meiri- háttar framkvæmdum og draga úr rfkisgjöldum svo sem kostur er. 3. Aö lögfest verði skuldbinding allra lánastofnana og trygg- ingarfélaga til að kaupa rikis- Framhald á bls. 7. # Síðumúli 11 Símar: 85112 og 85124 Opið kl. 18-22 0 Vesturbergi 45 Simi: 73820 Opið kl. 18-22 Skrifstofur Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8-10 Simar: 15020 og 16724 Skrifstofa SFV-félagsins Ingólfsstrœti 18 Sími:27075 J-LISTINN LISTI JAFNAÐARMANNA Alþýðuflokkurinn Samtök frjálslyndra og vinstri manna Björn Jónsson Karvel Pálmason Halldór S. Magnússon Magnús R. Guðmundsson Kári Arnórsson

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.