Þjóðmál - 22.05.1974, Síða 1

Þjóðmál - 22.05.1974, Síða 1
Útg. Samtök frjálslyndra og vinstri manna 4. árg. Miðvikudagurinn 22. mai 1974 8. tbi. Reykvíkingar, — fylkið ykkur um J-lista jafnaðarmanna Þrjá jafnaðarmenn í borgarstjórn Aukið lýðræði Bæjarútgerð verði efld Björgvin Steinunn Guðmundur Einar AVARP GÓÐIR REYKVÍKINGAR í borgarstjórnarkosningunum þann 26. mai n.k. bjóða Alþýðuflokk- urinn i Reykjavik og Samtök frjálslyndra og vinstri manna i Reykja- vik fram sameiginlegan framboðslista. Með þvi vilja þessir tveir jafn- aðarmannaflokkar gefa lýðræðissinnuðum jafnaðarmönnum í höfuð- borginni tækifæri til þess að ganga i einni fylkingu til kosninganna og skapa nýtt afl jafnaðarmanna i borgarstjórn Reykjavikur. Jafnaðarmenn í Reykjavík ættu auðveldlega að geta tekið forystuna á vinstri væng borgarmála Reykjavikur, ef þeir fylkja sér saman um hið sameiginlega jafnaðarmannaframboð Alþýðuflokksins og SFV. Þessir tveir flokkar hafa nú 2 borgarfulltrúa, en miðað við úrslit borgarstjórnarkosninganna 1970 hefðu þeir fengið 3 fulltrúa kjörna með sameiginlegu framboði þá. Mikil nauðsyn er á þvi að efla félagshyggju og afl samhjálpar eins og lista jafnaðarmanna við borgarstjórnarkosningarnar sem brátt fara fram. • • Öskjuhlíð verði útivistarsvæði Tryggjum öldruðum starfsdvöl Jafnaðarmenn forustuafl í borgarstjórn Alþingiskosningarnar; Grundvöllur að víðtæku vinstra samstarfi Á flokksstjórnarfundi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og Landsfundi Möðruvallahreyfingarinnar 19. mai var samþykkt samhljóða kosningaávarp vegna alþingiskosn- inganna 30. júni n.k. Á fundi flokksstjórnar SFV var samþykkt eftirfarandi ályktun um framboðsmál: „Flokksstjórn SFV ályktar að mæla með þvi við kjör- dæmisráð samtakanna að hvarvetna verði boðið fram í nafni samtakanna við alþingiskosningarnar 30. júni n.k. Kjör- dæmin hafi hins vegar frjálsar hendur að þvi er varðar sam- starf við samtök eða einstaklinga, sem taka vilja þátt i slik- um framboðum”. í framhaldi af þessu hefur nú verið kjörin sex manna fram- kvæmdanefnd SFV og Möðruvallahreyfingar vegna málefna- legrar samstöðu og samstarfs við alþingiskosningarnar 30. júni. í nefndinni eiga sæti: Elias Snæland Jónsson, Halldór S. Magnússon, Haraldur Henrýsson, Kristján Thorlacius, Magnús Torfi ólafsson, ólafur Ragnar Grimsson. Á fyrsta fundi framkvæmdanefndarinnar skipti hún með sér verkum þannig, að Magnús Torfi ólafsson var kjörinn formaður, ólafur Ragnar Grimsson varaformaður og Har- aldur Henrýsson ritari.

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.