Þjóðmál - 22.05.1974, Blaðsíða 4

Þjóðmál - 22.05.1974, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐMÁL |l[cí>mól Otgefandi: Samtök frjólslyndra og vinstri manna Framkvæmdastjóri: Hjörtur Hjartarson Ritnefnd: Einar Hannesson (ábm.), Kán Arnórsson, Margrét Auöunsdóttir, Guömundur Bergsson, Andrés Sigmundsson, Dóra Kristinsdóttir, Ingólfsstræti 18. Sími 19920. Box 1141. Áskriftargjald kr. 50 pr: m: I lausasðlu kr. 30. — Upplag 6000. KOSNINGAÁVARP Á flokksstjórnarfundi SFV og Landsfundi Möðru- vallahreyfingarinnar, sem haldnir voru um siðustu helgi, var samþykkt samhljóða kosningaávarp vegna alþingiskosninganna 30. júni n.k. í þessu ávarpi er mótuð skýr og afdráttarlaus stefna jafn- aðar- og samvinnumanna i mikilvægustu málum þjóðarinnar i dag. 1 efnahagsmálum er lögð megináhersla á nauð- synlegar aðgerðir til að stemma stigu við háska- legri verðbólgu og brjóta verðbólguhugsunarhátt á bak aftur. í þvi skyni verði að stöðva gagnverkandi vixilhækkanir verðlags og kaupgjalds og endur- skoða gildandi visitölukerfi, verðtryggja sparifé og fjárskuldbindingar, draga úr lánsfjárþenslu, end- urskipuleggja rikisframkvæmdir og beita aðhaldi i rikisútgjöldum og erlendum lántökum. Þessar og aðrar aðgerðir séu nauðsynlegar til þess að vernda og bæta kjör hinna lægst launuðu, og um fram- kvæmd efnahagsaðgerða verði að hafa samráð við samtök launþega, framleiðenda til sjávar og sveita og vinnukaupenda. Lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu atvinnulifsins á grundvelli áætlana um þróun ein- stakra atvinnugreina og landshluta, jafnframt þvi sem verðjöfnunarsjóðskerfið verði eflt, og leitað fleiri leiða til sveiflujöfnunar i útflutningstekjum. Bent er á nauðsyn þess að samræma skattkerfi og tryggingakerfi i eitt tekjujöfnunarkerfi, jafnframt þvi sem skattheimta verði gerð einfaldari og skatt- eftirlit hert. Mótuð er mjög ákveðin samþykkt i byggðamál- um, þar sem lagt er til, að árlega verði lagður ákveðinn hundraðshluti af þjóðartekjum i Byggða- sjóð, sem veiti fjármagn til þeirra verkefna, sem brýnust eru hverju sinni til þess að viðhalda og efla byggð i einstökum landshlutum. Jafnframt verði landinu skipt i þróunarsvæði eftir þvi, hver byggða- vandinn er, og aðgerðir á hinum margvislegu svið- um siðan sniðnar að þeirri skiptingu, sem endur- skoðuð verði á fjögurra ára fresti. Sömuleiðis er lögð áhersla á forgang félagslegs framtaks i at- vinnuuppbyggingu landsbyggðarinnar og endur- skipulagningu valdakerfis i rikisins með flutningi opinberra stofnana. í utanrikismálum er lýst samstöðu Islendinga með smáþjóðum og friðaröflum, sem vilja stuðla að þvi, að hernaðarbandalög verði lögð niður. Lögð er áhersla á baráttuna fyrir brottför hersins og þvi lýst yfir, að ef ekki náist samkomulag við Bandarikin um framkvæmd þess stefnumiðs i samræmi við til- lögur rikisstjórnarinnar, skuli varnarsamningnum við Bandarikin sagt upp. 1 ályktunarroðum kosningaávarps SFV og Möðruvallahreyfingarinnar segir svo: ,,f samræmi við framanskráð markmið og stefnu jafnaðar og samvinnu munu aðilarnir að kosning- um loknum beita þeim þingstyrk, sem kjósendur ljá þeim, til að stuðla að þvi, að til valda komist rikis- stjórn, sem tekst á hendur að vinna að framhaldi þeirra framfaramála, sem fráfarandi vinstri stjórn átti ólokið, og ræðst i nýjan áfanga á leið íslendinga til þjóðfélags jafnréttis, mannhelgi og farsældar”. Guðmundur Bergsson: Útgerð og hafnarmál Reykvikingar eiga einhvert besta hafnarstæði i heimi frá náttúrunnar hendi þ.e. svæðið innan eyja. Ekki verður þó séð að við þurfum á þvi að halda næstu árin. En koma verður i veg fyrir að þvi verði spillt, þvi að framtiðarhöfn þarf að hafa i huga. Höfnin er lifæð borgarinnar: um hana fer 20-30% af hráefni, sem berst á land, unnið og flutt út og um 80% af öllum innflutn- ingi landsmanna. bað er þvi ekki úr vegi að hafnarmálum sé sómi sýndur, enda hefur hér verið útgerð frá þvi að land byggðist og hér hefur verið og er stærsti útgerðarbær landsins. Frá Reykjavik hófst togaraút- gerð og héðan mun verða heppi- legra að gera út togara en báta þó þeir eigi að sjálfsögðu rétt á sér enda var hér um tima blóm- leg bátaútgerð. Það hlýtur að vera krafa þeirra, sem hér búa og þá sér- staklega þeirra, sem við útgerð og sjómennsku fást, að hafnar- málin verði tekin til meðferðar og færð til betri vegar. Tengja ætti Viðey við land og gera þar listigarð fyrir borgarbúa. Þar gæti farið saman að fá gott úti- vistarsvæði og sýna Viðey þann sóma, sem henni ber, enda er hún viða fléttuð inn i sögu Reykjavikur og þjóðarinnar i heild. Fiskihöfn Ákveðinn hluti hafnarinnar, sem nú er til t.d. Vesturhöfnin, verði algjörlega tekin fyrir bátaflotann, i stað þess að hún sé fyllt af farmskipum og skip- um, sem liggja i viðgerð þannig að þeir, sem þurfa að landa fiski, eru oft i vandræðum að fá bryggjupláss. Fiskvinnslustöðvar verði reistar á svæði, sem næst höfn- inni, svo sem frystihús, saltfisk- verkun og niðurstaða þannig að ekki þurfi að aka fiskinum á opnum bifreiðum bæinn á enda. Löndunartæki færi fiskinn t.d. kassafisk og fleira beint úr skipi i frystihúsin þar, sem því verður við komið. Sömuleiðis fullunn- inn kassaðan fisk beint i frysti- skipin, sem sigla með hann til annarra landa. Fiskigeymsla Komið verði upp fiskigeymslu i Reykjavik þar sem smærri skip geti safna saman fiski utan af landi i gáma til hleðslu i þau skip, sem sigla með hann úr landi, þvi að oft er erfitt að at- hafna sig i hinum ýmsu höfnum úti á land fyrir hin stærri skip, ef vond eru veður. Neyslufiskur tryggður Byggð verði dreifingarstöð eða notað i þessu skyni núver- andi frystihús BÚR, þegar nýtt hefur verið reist, undir dreifing- ar- og geymslustöð fyrir neysiu- fisk handa borgarbúum. BÚR eignist nýtt frystihús i stað þess gamla, sem orðið er úr sér gengið og stenst ekki kröfur timans og kostar offjár að end- urreisa. BÚR eignist nokkra 400-500 tonna togara, sem hafa sýnt að þeir eru einhver heppilegustu tæki til hráefnisöflunar fyrir frystihús, að allra dómi, sem reynt hafa. Byggð verði dráttarbraut eða (þurrkvi), sem geti tekið úpp öll islenskskip svo að viðgerðir geti farið fram i landinu. Koma þarf upp sjómanna- heimili i Reykjavik þar sem menn gætu dvalið i hafnarfrium sinum, enda er oft margt að- komumanna á skipum i höfn- inni. Þetta er i örfáum orðum nokkrar ábendingar um helstu mál, sem þarf að gera á næst- unni. Vart verður hægt að styðja svo við útgerðar- og hafnarmál Reykjavikur að ekki sé minnst á hvernig ekki á að standa að hafnargerð. Gleggsta dæmið um það, er Sundahöfn þar sem ráðist var i milljónafram- kvæmdir i hafnargerð, án þess að nokkuð væri gert i landi til að nýta höfnina, enda var hún ónotuð I mörg ár. Enginn vegur var að höfninni og er ekki enn, svæðið kringum höfnina eitt for- arsvað i rigningu og moldar- mökkur i þurrkatið og roki. Ekkert hús hafði verið reist, þegar höfnin var tilbúin. Það var fyrst á þessu ári, sem hægt var að segja að farmskipin gætu umskipað vörum i höfninni þvi núna er fyrst hægt að segja að framkvæmdir séu i alvöru hafn- ar á hafnarsvæðinu. Sjómannaheimili J-LISTA FAGNAÐUR VERÐUR HALDINN í GLÆSIBÆ MIÐVIKUDAGINN 22. MAÍ KL. 21. Ávörp flytja Einar Þorsteinn Ásgeirsson og Guðmundur Magnússon. SKEMMTIATRIÐI — DANS. Kynnir verður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Alþýðuflokkurinn — S.F.V.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.