Þjóðmál - 22.05.1974, Blaðsíða 11

Þjóðmál - 22.05.1974, Blaðsíða 11
ÞJÓÐMÁL 11 ® ÚTBOЮ Tilboð óskast i að leggja hluta aðfærsluæðar hitaveitu til Hafnarfjarðar, þ.e. Hafnarfjarðaræö 1. áfangi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 5.000.- króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 5. júni 1974 kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkifkjuvegi 3 — Sími 25800 Auglýsing um framboðsfrest í Reykjavík Yfirkjörstjórn við Alþingiskosningarnar, sem fram eiga að fara 30. júni n.k., skipa: Páil Lindal borgarlögniaður, Hjörtur Torfason hæstaréttarlögmaður, Jón A. Ólafsson sakadómari, Sigurður Baldursson hæstaréttarlögmaður, Sigurður Guðgeirsson prentari. Framboðslistum skal skilað til oddvita yfirkjörstjórnarinnar, Páls Lindal borgarlögmanns, eigi siðar en miðviku- daginn 29. mai n.k. Fylgja skal tilkynning um, hverjir séu umboðsmenn lista. Yfirkjörstjórn Reykjavikur, 15. maí 1974. 111 Y aktmaður Vaktmann vantar nú þegar til húsvörslu og aðstoðarstarfa i Borgarspitalann. Umsóknir, sem berast skulu fyrir 25. mai n.k., skulu send- ar Sigurði Angantýssyni Borgarspitalanum, sem jafn- framt gefur frekari upplýsingar. Keykjavik, 15. mai 1974. BORGARSPÍTALINN Kjörfundur vegna borgarstjórnarkosninga i Reykja- vík sunnudaginn 26.mai n.k., hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 23.00 þann dag. Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa að- setur i Austurbæjarskólanum, og þar hefst talning atkvæða þegar að loknum kjör- fundi. Yfirkjörstjórn vekur athygli kjósenda á eftirfarandi ákvæði laga nr. 6/1966: ,,Áður en kjósandi fær afhentan kjörseðil, skal hann, ef kjörstjórn óskar þess, sanna hver hann er með þvi að framvisa nafn- skírteini eða á annan fullnægjandi hátt.” Yfirkjörstjórnin i Reykjavik, 20. mai 1974, Björgvin Sigurðsson, Gylfi Thorlacius Guðmundur Vignir Jósefsson. |P Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis á Geðdeild Borgar- spitalans er laus til umsóknar nú þegar. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafé- lags Reykjavikur. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, skulu sendar yfirlækni deildarinnar, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. Reykjavik 16. mai 1974. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. Steinunn - Framhald af bls. 6. sliku i borg, sem á svo mikið af óleystum verkefnum, ,svo sem aðstaða og aðbúnaður margra aldraðra hér i borg. Reykjavikurborg hefur aldrei reist dvalarheimili fyrir aldraða — það er ótrúlegt en satt. Langlegusjúklingar eru eins og á sakaskrá samfélagsins fyrir það að hafa hlotið langvar- andi sjúkdóm eða slys. Fyrir þá er hvergi hús. Svo mætti lengi telja. Ég þarf ekki að rökstyðja það þó auðvelt væri. Það er ljóst um leið og fólk litur að þessum málum. Já verkefni þeirrar borgar- stjórnar sem kjörin verður 26. mai eru margþætt og mikilvæg og höfuðmál að hún beri gæfu til að greina kjarnan frá hism- inu,þegar farið verður að taka ákvörðun um framkvæmdir. Ég treysti þvi að Reykviking- ar fylki sér nú um að veita lista jafnaðarmanna brautargengi. Það er J-listinn borinn fram af Alþýðuflokknum og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Hugsjón jafnaðarstefnunnar á að skipa háan sess i borgar- stjórn Reykjavikur. Og vera sterkasta afl vinstri manna. Kosningaávarp - . Framhald af 12 siðu Utanríkismál Á alþjóðavettvangi ber z%s- landi að marka sjálfstæða utan- rikisstefnu. Samstaða með smáþjóðum og friðaröflum sæmir tslendingum best i sam- félagi þjóðanna. tslendingar eiga að skipa sér i sveit með þeim þjóðum, sem vilja stuðla að þvi að hernaðar- bandalög verði lögð niður og herveldi afvopnist. Ahersla er lögð á baráttuna fyrir brottför hersins. Náist ekki samkomulag við Bandarikin um framkvæmd þess stefnumiðs i samræmi við tillögur rikis- stjórnar Islands, skal varnar- samningnum sagt upp. Efla ber i hvivetna þátttöku tslands i samstarfi Norður- landa. Auka ber þátttöku íslands i starfi Sameinuðu þjóðanna. Is- lendingum ber að kappkosta efl- ingu alþjóðlegs samstarfs á öll- um sviðum, m.a. með þvi að bjóða alþjóðlegum stofnunum aðsetur á tslandi. Áiyktunarorð I samræmi við framanskráð markmið og stefnu jafnaðar og ssmvinnu munu aðilarnir að kosningum loknum beita þeim þingstyrk, sem kjósendur ljá þeim til að stuðla að þvi að til valda komist rikisstjórn, sem tekst á hendur að vinna að framhaldi þeirra framfara- mála, sem fráfarandi vinstri stjórn átti ólokið og ræðst i nýj- an áfanga á leið tslendinga til þjóðfélags jafnréttis, mannhelgi og farsældar. Leiðrétting 1 grein Hannibals Valdi- marssonar i siðasta blaði urðu vond mistök i prófarkalestri. Um leið og við biðjumst vel- virðingar viljum við koma á framfæri eftirfarandi leiðrétt- ingum: 1. Við fyrstu greinaskil var setningin: Stöðvun i atvinnu- lifinu, ef ekki er að gætt, en átti að vera að gert. 2. I fjórða dálki, fjórðu linu að ofan, er upphaf setningar á þessa leið: ,,Og Björn Jónsson tilkynnti, að hann gæti,” — jpn siðan koma þrjár linur, sem er ofaukið á þessum stað og eiga að falla burt. Siðan kemur framhald setningarinnar, eins og það á að vera.---„samt sem áður ekki orðið meðflutn- ingsmaður o.s.frv. 3.14. dálki, 10. linu að neðan standa orðin: ,,----á ekki nema eitt úrræði”. Þar vantar eina linu, sem fallið hefur nið- ur og átti að vera þannig: — — og þetta eina úrræði, gat ekk- ert annað verið o.s.frv. Auglýsing frá Yfirkjörstjórninni i Reykjaneskjördæmi Við Alþingiskosningarnar 30. júni n.k. hef- ur yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis að- setur i Hafnarfirði og veitir viðtöku fram- boðslistum i Skiphóli i Hafnarfirði, að kvöldi 29. þ.m. frá kl. 20—24, en þá rennur framboðsfrestur út. Á kjördegi verður aðsetur yfirkjörstjórn- ar i Lækjarskóla, simar 50585 og 51285. Hafnarfirði, 15. mai 1974 Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis Björn lngvarsson, (formaður) Guðjón Steingrimsson, Hallgrimur Pétursson, Tómas Tómasson, Þormóður Pálsson. Auglýsing um skoðun bifreiða i lögsagnarumdæmi Keflavíkur, Gullbringusýslu og Grinda- vikur. Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aðalskoðun bifreiða 1974 hefst fimmtudaginn 16. mai n.k. og verður framhaldið sem hér greinir: fimmtudaginn 16. mai Ö-1 til Ö-75 föstudaginn 17. mai Ö-76 til Ö-150 mánudaginn 20. mai 0-151 til Ö-225 þriðjudaginn 21. mai Ö-226 til Ö-300 miðvikudaginn 22. mai Ö-301 til Ö-375 föstudaginn 24. mai Ö-376 til Ö-450 mánudaginn 27. mai Ö-451 til Ö-525 þriðjudaginn 28. mai Ö-526 til Ö-600 miðvikudaginn 29. mai Ö-601 til Ö-675 fimmtudaginn 30. mai Ö-676 til Ö-750 föstudaginn 31. mai Ö-751 til Ö-825 Siðar verður auglýst um framhald aðal- skoðunar. Bifreiðareigendum ber að koma með bifreiðar sinar til bifreiða- eftirlitsins og fer skoðun fram að Hafnar- götu 90, alla virka daga frá kl. 9.00—16.30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- birgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiða leggja fram fullgiid ökuskirteini. Sýna ber skil- riki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreiða séu i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki ein- hver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Keflavik, Gullbringu- sýslu og Grindavik. Alfreð Gislason.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.