Þjóðmál - 07.06.1974, Qupperneq 1

Þjóðmál - 07.06.1974, Qupperneq 1
Möðruvallahreyfingin og F-listinn — sjá greinar í opnu Þjóðmál er málgagn F-LISTANS Ritstjórn og afgreiðsla er að Ingólfsstræti 18, simi 19920 4. árg. Föstudagurinn 7. júni io. tbl. MALGAGN F-LISTANS x-F Tryggjum vinstri stjórn x-F Sjómanna- dagurinn Sjómannadagurinn er á sunnudaginn. Þjóðmál óska sjómönnum til hamingju með daginn Framboðs- listinn á Norðurlandi vestra er á bls. 4 Framboðs- listinn á Suðurlandi er á bls. 9 Alþýðuflokkur eða jafnaðarstefna —- hvorl vilja jafnaðarmenn heldur? — Sjá grein bls. 2 Njr skrif- stofa hjá F-listanum í Reykjavík Mánudaginn 10. júni verður opnuð kosn- ingaskrifstof a að Bankastræti 6, simi 27894. bjóða jafn margir flohkar fram í ölliim kjördœniun og 1971: ___________° F-listinn er enn sem fyrr forsenda vinstri stjórnar Hljóti F-listinn ekki verulegan þingstyrk, mun hœgristjórn taka við völdum á ný Linurnar i islenskum stjórnmálum hafa mjög skýrst hina síöustu daga. Nú er ljóst, aö i komandi alþingiskosningum veröur tekist á um þaö, hvort mynda eigi hægristjórn eöa vinstristjórn aö kosningum loknum. Þaö er jafnljóst, aö forsenda þess aö hægt sé aö mynda nýja vinstri stjórn i Iandinu er, aö F-Iistinn hljóti verulegan þingstyrk. Sveitarstjórnakosningarnar undirstrikuöu mjög þá staöreynd, aö Al- þýöubandalagiö og Framsóknarflokkurinn hafa ekki minnstu mögu- leika á aö bæta samanlagt viö sig þingsætum frá þvi sem veriö hefur. Eina leiöin til þess aö koma i veg fyrir hægristjórn er þvi aö efla F-iist- ann svo hann fái kjörna þá þingmenn, sem á vantar til þess aö meiri- hluti sé fyrir nýrri vinstri stjórn eftir kosningarnar. Á þann hátt einan er hægt aö tryggja, aö lýöræöisleg vinstri stefna veröi ráöandi afl viö stjórn landsins. Þetta ættu vinstri menn, hvar I flokki sem þeir hafa áö- ur staöið, aö hafa rikt i huga á kjördag. Jafn margir flokkar nú og 1971 Fimm stjórnmálaöfl standa nú aö framboöum i öllum kjördæmum landsins. Þetta eru jafn margir aðilar og i siöustu alþingiskosningum. Sumir þessara aðila hafa þó tekiö verulegum breytingum á þessum þremur árum, sem liðin eru. A hægri væng stjórnmálanna eru nú tveir flokkar. Sjálfstæðisflokk- urinn er enn sem fyrr meginvigi ihaldsaflanna, en Alþýðuflokkurinn biðlar nú mjög til stóra bróður og hefur gefið til kynna, beint og óbeint, að hann stefni að stjórnarsamstarfi til hægri ef þingmeirihluti verði fyrir sliku samstarfi. t miðjunni er Framsóknarflokkurinn, sem nú lýtur forystu manna sem hugsa um það öðru fremur að ná sem bestum samningum, hvort sem það er til hægri eöa vinstri, en fylgja I reynd engri grundvallar- stefnu. A vinstri væng stjórnmálanna eru einnig tvö stjórnmálaöfl. Alþýðu- bandalagið, sem er yst til vinstri, og sú stjórnmálafylking lýðræðis- sinnaðra jafnaöar- og samvinnumanna, sem stendur að F-listanum i þessum kosningum. F-listinn er forsenda nýrrar vinstristjórnar Forsenda þess, að ný vinstri stjórn verði mynduð eftir kosningar, er að F-listinn fái verulegan þingstyrk. Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkurinn hafa enga möguleika á að bæta sameiginlega við sig þingmönnum, hvað þá að ná hreinum meirihluta á Alþingi —en til þess þyrftuþessirflokkarað halda öllum þeim þingsætum, sem þeir nú hafa, og bæta við sig fimm nýjum þingmönnum. Úrslit sveitarstjórnakosninganna sýndu þaö og sönnuöu endaniega, aö hvorki Framsóknarflokkurinn né Alþýöubandalagiö hafa bætt viö sig fylgi. Framsóknarflokkurinn tapaði þvert á móti bæði fylgi og bæjarfull- trúum, og mun augljóslega tapa enn frekar i þingkosningunum. Og Al- þýðubandalagið, sem bjóst við verulegri fylgisaukningu, tapaði einnig fylgi þegar á heildarúrslitin yfir landið er litið. F-listinn er þvi i sömu stööu nú og fyrir siðustu Alþingiskosningar hvað þetta snertir. Fái hann verulegan þingstyrk er tryggt aö ný og öflugri vinstri stjórn mun setjast aö völdum i landinu. Hljóti F-listinn hins vegar litiö fylgi, er jafnaugijóst, aö hægri stjórn tekur við. Hver eru einkenni hœgri stefhu i verki? Atvinnuleysi, gengishrun og styrjöld við launþega Þeir stjórnmála- menn á íslandi, sem hugsa um það öllu öðru fremur, að sinn flokkur hafi sem besta aðstöðu á markaðstorgi stjórn- málanna, sé sem upp- boðshæfastur, halda þvi gjarnan fram um þessar mundir, að þeir viti engan greinamun á vinstri og hægri i stjórnmálunum. | Þeir fullyrða, að það sé ekkert til lengur, sem heiti hægri stefna eða vinstri stefna. Hefur þetta gengið svo langt, að jafnvel forsætisráð- herra i rikisstjórn, sem sjálf hefur nefnt sig „vinstri stjórn”, lýsir sliku yfir. En hvað svo sem hinir æfðu stjórnmálamenn fullyrða um þessi efni, til þess eins að eiga auðveldara með að starfa til hægri eða vinstri eftir þvi sem kaupin gerast best fá eyrinni, þá gerir allur almenningur sér góða grein fyrir þeim mikla mun, sem er á hægristefnu og vinstristefnu i islenskum stjórn- málum. Enda eiga kjósendur að ýmsu leyti auðvelt með að gera sér grein fyrir þessu nú, þvi skammt er siðan hægri rikis- stjórn sat hér að völdum i nokkuð á annan áratug. Og hver voru einkenni þeirrar hægristefnu i reynd? Þau voru þessi: Verulegt atvinnuleysi, sem m.a. leiddi til landflótta. 5-6 þúsund manna voru atvinnu- lausir þegar verst lét, og á annað þúsund fengu sér vinnu erlendis. Hrikalegar gengisfellingar, stundum svo miklar, að erlendur gjaldeyrir hækkaði um 100% á einu ári. Stöðugt strið við verkalýðs- hreyfinguna, sem varð aö gripa til verkfallsvopnsins i nauðvörn. Afleiðingin var m.a. heimsmet i verkföllum. Mikil innlend veröbólga, sem ásamt öðrum efnahagsráðstöf- unum, gerði kauphækkanir að engu þannig, að kaupmáttur timakaups Dagsbrúnarmanns i dagvinnu var i lok hægri- stjórnartimabilsins jafn litill og við upphaf þess. Þetta voru nokkur meginein- kenni hægristjórnar Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins. Nú stefna þc-ssir flokkar beint i nýja hægri stjórn. Það kemur greinilega i ljós i forystugrein Alþýðublaðs- ins s.l. laugardag, þar sem segir að eina leiðin til þess að koma i veg fyrir áframhaldandi vinstri stjórn sé að styðja Alþýðuflokk- inn. Hækjan fylgir þvi enn sem fyrr húsbónda sinum, og það er vist engin ástæða til að ætla annað en að húsbóndinn verði gjafmildur að venju og láni þau atkvæði, sem þarf, til þess að Gylfi og kumpánar hans komist á þing. En kjósendur skyldu hafa reynslu „viðreisnaráranna” i liuga, þegar þeir velta þvi fyrir sér, hvort rétt sé aö kjósa hægriflokkana. Þaö getur sérhver sjándi niaður virt fyrir sér einkenni hægri stefnu I verki. Þeir, sein hægriflokkana kjósa, gera sér þá um leið vel grein fyrir þvi, hvað þeir eru aö kjósa yfir sig. P-LISTINN - FORSENDA VINSTRI STJÓRNAR!

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.