Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 2

Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐMÁ'L A siðustu árum hefur átt sér stað umtalsverð bréyting á at- vinnulifi útgerðarstaðanna viðs vegar um landið. Með stór- felldri aukningu fiskiskipaflot- ans og uppbyggingu hraðfrysti- húsanna hefur atvinnulif sjáv- arþorpanna tekið stórstigum framförum, þannig að viða, þar sem atvinnuleysi var árvisst um lengri eða skemrnri tima, er nú skortur á vinnuafli. Þessi um- sköpun atvinnulifsins hefur átt sér stað fyrir beina tilstuðlan rikisvaldsins. Endurnýjun fiski- skipaflotans, m.a. með kaupum fjölda skuttogara, hefur orðið möguleg vegna þess að lán til fiskiskipakaupa hafa verið hækkuð, lánstimi lengdur og vextir lækkaðir, auk þess sem sérstök fyrirgreiðsla hefur verið veitt i nokkrum tilvikum vegna sérstakra byggðasjónarmiða. Uppbygging hraðfrystihúsanna hefur orðið veruleg siðustu ár og er enn haldið áfram samkvæmt sérstakri áætlun, hraðfrysti- húsaáætlun. Fiskiskipaflotinn. Togarafloti landsmanna hafði ekkert verið endurnýjaður um langan tima en siðan árið 1971 hafa 53 skuttogarar af ýms- um stærðum verið keyptir til landsins eða smiðaðir innan- lands. Þessir skuttogarar eru dreifðir um land allt, viðast að- eins einn á hverjum stað. Nokk- uð hefur verið gagnrýnt að svo margir togarar væru keyptir á skömmum tima i stað þess að endurnýjunin ætti sér stað á lengri tima. Astæðan fyrir þessu stóra stökki er hins vegar sú, að svo lengi hafði verið vanrækt að stuðla að endurnýjun flotans, að þegar loksins var af hálfu rikis- valdsins veitt fyrirgreiðsla sem dugði, hlaut niðurstaðan að verða sú sem varð. Þau sjáv- arpláss sem vildu breytingu frá kyrrstöðu og atvinnuleysi til nægrar atvinnu og uppbygging- ar hlutu að hefja útgerð skuttog- ara, sem með stöðugri hráefnis- öflun fyrir frystihús staðarins, geta tryggt stöðuga atvinnu. Þeir, sem segja að takmarka hefði átt fyrirgreiðslu af hálfu rikisvaldsins við færri skip i einu, verða þá að benda á hvaða skuttogara hefði ekki átt að heimila kaup á. Ekki er nokkur vafi á, að það verður erfitt. í framhaldi af áætlun, sem áætlanadeild Framkvæmda- stofnunar rikisins gerði um skuttogarakaup, virinur deildin nú að fiskiskipaáætlun fyrir næstu ár, þar sem leitast er við Mikil uppbygging bœði í útgerð og hraðfrystiiðnaði að áætla endurnýjunarþörf fiskiskipaflotans allt frá litlum trillum til stórra togara. Með slikum vinnubrögðum er auðvelduð öll ákvarðanataka opinberra aðila um fyrirgreiðsl- ur vegna fiskiskipakaupa. Hraðfrystihúsaáætlun Eitt fyrsta verkefni áætlana- deildar Framkvæmdastofnunar rikisins þegar hún var stofnsett árið 1972, og forgangsverkefni æ slðan er hraðfrystihúsaáætlun. t upphafi beindist áætlunar- starfið að þvi að safna upplýs- ingum um áform frystihúsanna sjálfra ásamt öflun og úr- vinnslu gagna frá ýmsum aðil- um um uppbyggingarþörf hrað- frystiiðnaðarins. Siðara stig áætlanagerðarinnar var svo að meta þau áform, sem uppi voru og bera þau saman við mat á af kastagetu i samræmi við afla horfur. Ennfremur að raða verkefnum i forgangsröð eftir mati á þörf uppbyggingar. Hraðfrystihúsaáætlun er nú fullmótuð, en hún nær yfir ára- bilið frá 1971 til 1976. Þess ber að geta að framkvæmdum á árinu 1973 var að verulegu leiti hagað i samræmi við áætlanagerðina á vinnslustigi henhar. Með þessari áætlanagerð, sem unnin hefur verið i samráði og samvinnu við alla þá aðila, sem málið varðar hefur tekist að tryggja að upppbygging hraðfrystiiðnaðarins væri að mestu i samræmi við möguleika til hráefnisöflunar og vinnuafl á hverjum stað. Fyrirgreiðsla opinberra sjóða hefur verið við það miðuð að uppbyggingin gæti átt sér stað á eðlilegu árabili og hefur verið mismunandi með tilliti til áherslunnar sem á hef- ur verið lögð eftir byggða jafnvægissjónarmiðum, og stöðu fyrirtækjanna. Hér fer á eftir tafla yfir framkvæmdir og framkvæmda- áform árin 1971—1976 um upp- byggingu hraðfrystihúsanna. Framtiðarverkefni Afram þarf að vinna að fiski- skipaáætlun og endurskoðun hraðfrystiáætlunar. Opinbera fyrirgreiðslu ber að miða við það að framkvæmdir séu i sam- ræmi við þarfir samkvæmt þessum áætlunum. Jafnframt ber brýna nauðsyn til þess að rekstrargrundvöllur þessara þýðingarmiklu atvinnugreina sé tryggður. Eitt mikilvægasta tækið, sem beita ber til þess að svo geti orðið er að efla verð- jöfnunarsjóðskerfið og huga um leið að fleiri leiðum til sveiflu- jöfnunar I útflutningstekjum. Við getum ekki ráðið við þær sveiflur, sem verða á verðlagi útflutningsafurða okkar á er- lendum mörkuðum, en við get- um dregið úr áhrifum þeirra á efnahagslif þjóðarinnar með öflugum verðjöfnunarsjóðum. Efling verðjöfnunarkerfisins er forsenda þess að unnt sé að skapa festu og jafnvægi i efna- hagsmálum. Ilalldór S. Magnússon HRADPRYSTIHtlSAA/CTLUN ■ Framkvætndlr ok framkvæmdaáform 1971-1976 - SklptlnK eftlr árum. Verðlag hvers árs í mlll.lónum króna. Landshlutayflrllt. 1971 ok fyrr 1972 1973 1974 1975 1976 or síðar Samtals Landið allt 532.8 634,7 1.089.2 1.338,1 1.010,9 479.7 5.085,4 Suðurland 50,9 63,2 71,3 67,8 75,3 44,3 372,8 Reykjanes 263,0 197,8 245,8 238,0 179,4 130,4 1.254,4 Reykjavík 20,9 23,7 105,0 140,4 183,9 37,1 511,0 Vesturland 44,8 90,2 142,0 11-3,3 101,5 48,8 540,6 Vestfirðir 62,0 103,6 138,5 166,8 161,0 88,4 720,3 Norðurland vestra 1,9 15,1 62,5 140,5 97,0 38,0 355,0 Norðurland eystra 66,3 34,8 102,6 153,7 25,0 2,1 384,5 Austurland 23,0 106,3 221,5 317,6 187,8 90,6 946,8 Njörður P. JSjarðvík: Alþýðuflokkur eða jafnaðarstefna Hvort vilja jafnaðarmenn heldur? Forysta Alþýðuflokksins hefur haldið þvi fram i angistaráróðri sínum i fjölmiðlum undanfarna daga að hætta sé á að Alþýðu- flokkurinn kunni að þurrkast út i næstu kosningum, og þar með standi jafnaðarstefnan uppi mál- svarslaus i þessu landi. Við skul- um athuga þessar fullyrðingar svolitið nánar. Það er auðvitað rétt, og blasir við samkvæmt úrslitum bæjar- stjórnarkosninganna, að Alþýðu- flokkurinn getur tæpast af eigin rammleik fengið nokkurn kjör- dæmakjörinn þingmann. En svo hefur reyndar áður staðið á fyrir þessum raunamædda stjórn- málaflokki. Þá hlupu vinir hans ihaldsmenn undir bagga og fleyttu honum inn yfir þröskuld Alþingis. Ætli þetta geti ekki komiðfyrir aftur? Róðurinn er að visu þyngri nú. Það er ekki nema rökrétt afleiðing af löngu fóst- bræðralagi við ihaldið að fylgi Al- þýðuflokksins fer dvinandi með hverjum kosningum á fætur öðr- um. Fólk virðist eiga dálitið erfitt með að skilja að flokkur sem samkvæmt stefnuskrá þykist ætla að koma á lýðræðissósialisma skuli helst treysta á Sjálfstæðis- flokkinn til að hrinda jafnaðar- stefnunni i framkvæmd. Ég er liklega ekki nógu þjálfaður i pólit- ik til að skilja svona starfsaðferð- ir. Ég hef áður lýst yfir i grein i Alþýðublaðinu fyrir nokkrum ár- um að ég væri vantrúaður a að leiðin til sósialisma lægi um bæj- arhlað ihaldsins. Siðan hef ég heldur styrkst i þeirri vantrú. Það breytir hins vegar engu um það, að Sjálfstæðisflokkurinn kunni að sjá sér hag i þvi að tryggja Al- þýðuflokknum þingsæti með láns- atkvæðum i þeirri veiku von að hægt sé að tylla einhverri liftóru i viðreisnargreyið, þótt þrjú ár séu nú liðin siðan það geispaði gol- unni. Og úr þvi að Alþýðuflokkur- inn virðist nú helst vera orðinn að einhvers konar bakdyrum ihalds- ins, þvi skyldi Sjálfstæðisflokkur- inn þá ekki hleypa þvi fólki inn bakdyramegin sem veigrar sér ennþá við að ganga inn um aðal- dyrnar? Þá er hin fullyrðingin, að jafn- aðarstefnan standi uppi mál- svarslaus ef Alþýðuflokkurinn þurrkast út. Með þvi er vitaskuld verið að segja að Aiþýðuflokkur- inn sé nú málsvari jafnaðar- stefnu. Verk Alþýðuflokksins tala allt öðru máli. Hann hefur ham- ast gegn vinstri stjórn i landinu allt hvað af tekur að þvi er virðist með það eitt markmið að reyna að mynda á ný stjórn með ihald- inu. Engum dettur i hug að vinstri stjórnin hafi verið gallalaus, og efnahagsvandi blasir við. Spurn- ingin snýst þá m.a. um það hvort sá vandi verði leystur með hags- muni launþega i huga eða at- vinnurekenda. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn eiga að leysa þann vanda, þá leik- ur tæpast vafi á hvaða hagsmunir verða ofan á. Viðreisnarverkin tala enn sinu máli. Og þar sem Framhald á bls. 8.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.