Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 4

Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐMÁL F-LISTINN í NORÐURLANDI VESTRA FRAMBOÐSMÁL í NORÐ URLANDI VESTRA Mikill ótti hefur nú gripið um ^sig i Norðurlandi vestra eftir að ljóst varð, að vinstri-framsóknar- menn ásamt ýmsum samvinnu- og jafnaðarmönnum sameinuðust um framboð undir heiti Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Ljóst er, að formaður Framsókn- arflokksins, Ólafur Jóhannesson, studdi best og ötulast að tilvist F-listans, með þvi að loka öllum leiðum til öflugs framboðs sins eigin flokks i kjördæminu. Að- gerðir Ólafs Jóhannessonar leiddu af sér klofning, sem mun vara um sinn eða þar til Fram sóknarflokkurinn sér sig knúinn til að taka upp lýðræðislegri vinnubrögð, afneitar miðflokks- stefnunni og tekur upp skýra og ákveðna vinstri stefnu. Lánleysi Ólafs Jóhannessonar er mikið, er hann svo ofan á allt annað tekur konu i þriðja sæti framboðslist- ans, sem hefur starfað með Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna allt frá stofnun þeirra. Er mál manna að Ólafur hafi ætlað sér að koma i veg fyrir framboð F-listans með þessum hætti, en i leiðinni varö Ólafur Jóhannesson að afneita miðstjórnarmönnum flokksins fyrir þessa annars ágætu konu. Alþýðuflokksmenn sjá nú að staða þeirra er vonlaus i kjör- dæminu. Upðbótarþingsætið farið lönd og leið og „heiðarlegar” til- raunir Péturs Péturssonar til við- tækrar þjóðnýtingar i kjördæm- inu aðeins blekkingarvefur eða tilraun til að fá vinstri svip á Al- þýðuflokkinn að nýju. Ekki tókst nú Pétri betur upp en svo, að sárafáir kratar trúðu honum og sumir munu hafa bent honum á, að hann væri kominn svo langt til vinstri, að þar væri ekkert að hafa nema Marx-Leninista. Al- þýðubandalagið væri meira að segja til hægri við slikar sveiflur sem þessar. Endirinn varð auð- vitað sá, að Pétur gerir sér nú vel grein fyrir, að ekkert þýðir að tala til vinstri, en framkvæma til hægri, og mun hann nú, eins og aðrir Alþýðuflokksmenn, sem ekki hafa sagt skilið við flokkinn, ætla að tala til hægri, ivöfðu vinstri slagorðum, ef með þvi tækist að blekkja nokkra vinstri- menn, en vinna siðan baki brotnu til hægri eftir kosningar, ef flokk- urinn fær þá nokkra aðstöðu til þess. t Alþýðubandalaginu rikir tals- verður ótti um að Ragnar Arnalds falli vegna tilkomu F-listans. Það mun vera rétt, að nokkur hópur yfirgefur Ragnar og styður F-list- ann, en fylgi Ragnars i siðustu kosningum var það mikið, að hann þolir vel að sjá af nokkrum atkvæðum til F-listans. Eykon löðrungaði Sjálfstæðis- menn með svo eftirminnilegum hætti nú á dögunum, að lengi verður i minnum haft. Til bar- smiðanna notaði hann Sigriði Guðvarðardóttur, og sá sem fékk þessiósköpyfirsig heitir Halldór Þ. Jónsson, lögfræöingur á Sauö- árkróki, og bróðir Magnúsar frá Mel. Þó flokksaginn sé mikill hjá Sjálfstæðismönnum, er margt sem bendir til þess, að ýmsir flokksmenn sætti sig ekki við þessi vinnubrögð og láti atkvæði sin til annarra framboða, og ekki sist vegna þess að Eykon er óvin- sælasti frambjóðandinn i kjör- dæminu. Enginn vafi er á, að listi Sjifstæðisflokksins hefði orðið mun sterkari með Halldóri Þ. Jónssyni i öðru sætinu, en gæfu- leysiðerekkibarahjá Framsókn. II.1. 1. Friðgeir Björnsson er Suöur- Þingeyingur i föðurætt, fæddur 18. október 1940 I Presthvammi i Aðaldal. Hann er Vestur-Hún- vetningur i móðurætt, en afi hans Björn Stefánsson bjó á Hvoli i Vesturhópi. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1963, en var siðan við nám i ensku og félagsfræði i Bandarikjunum i eitt ár. Lauk siðan embættisprófi i lögfræði 1970. Var jarðýtumaður á sumrin á námsárum. Friðgeir hefur verið fulltrúi yfirborgardómarans i Reykjavik siðan 1970, en 1971—1972 var hann framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins. Hefur átt sæti i miðstjórn F'ramsóknar- flokksins og framkvæmdastjórn, ennfremur i blaðastjórn Timans. Friðgeir er kvæntur Margréti Guðlaugsdóttur Guðmundssonar frá Sunnuhlið i Vatnsdal og eiga þau tvær dætur. 2. Magnús H. Gislason, Frostastöðum. Fæddur að Frostastöðum, 25. mars, 1918. Foreldrar: Gisli Magnússon bóndi i Eyhildarholti og kona hans, Guðrún Sveinsdóttir. Stundaði nám i Hólaskóla, héraðsskólanum á Laugarvatni, Samvinnuskólanuin og Garð- yrkjuskóla rikisins að Reykjum i öifusi. Bóndi á Frostastöðum frá 1946. Hefur tekið mikinn þátt i fé- lagsmálum. Formaður ung- mennafélagsins Hegra i Hegra- nesi um árabil og síðar ung- mennafélagsins Glóðafeykis i Akrahreppi. Sat um skeið i stjórn Ungmennasam bands Skaga- fjarðar. Setið i hreppsnefnd Akrahrepps, I stjórnum Búnaðar- félags Akrahrepps, hestamanna- félagsins Stiganda og karlakórs- ins Heimis. Er fyrsti varamaður i stjórn Kaupfélags Skagfirðinga og gegnir nú fræðslufulltrúastörf- um fyrir félagið. Var fyrsti for- maður Felags ungra Framsókn- armanna. Hefur nokkrum sinnum setið á Alþingi sem fyrsti vara- þingmaður F'ramsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra. Hefur verið formaður Framsókn- arfélags Skagfirðinga. Stundaði blaðamennsku við Timann á ár- unum 1958—1961. — Kona: Jó- hanna G. Þórarinsdóttir Jóhanns- sonar bónda á Rip i Hegranesi og konu hans Ólafar Guðmunds- dóttur ölafssonar frá Ási i Hcgra- nesi og eiga þau 4 börn. 3. Þorvaldur G. Jónsson er fædd- ur á Kúludalsá við Akranes 30. júli 1940. Fluttist ungur að Innra- Hólmi i sömu sveit og átti þar heima til ársins 1969. Er nú bú- settur að Guðrúnarstöðum i Vatnsdal. Búfræðipróf frá Hvanneyri 1961 og Kandidatspróf frá framhaldsdeild á Hvanneýri 1965. Starfaði að loknu námi sem ráöunautur i Borgarfirði, en siðan sem verslunarmaður i Reykja- vik. Kennari við Flensborgar- skóla i Hafnarfirði 1969—1970. Starfaðí um skeið hjá Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins. Rit- stjóri B ú n a ð a r b 1 a ð s i n s 1966—1969. Kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur úr Hafnarfirði. 4. Andri fsaksson, Kópavogi. Fæddur 1939. Ættaður úr Skaga- firði og Loðmundarfirði. Dvaldist ungur langdvölum á Norðurlandi. Stundaði háskólanám i Frakk- landi og Bandarikjunum, próf i sálarfræði og uppeldisfræði. For- stöðumaður Skólarannsókna i menntamálaráðuneytinu 1966— 1973, og stjórnaði þar ma. viötæku nýjunga- og tilrauna- starfi i sambandi við endurskoð- un námsefnis og kennsluhátta i barna- og gagnfræðaskólum. Prófessor i uppeldisfræði við Há- skóla íslands siðan sumarið 1973. Hefur starfáð verulega að ýmsum alþjóða- og félagsmálum, þ.á.m. Herferð gegn hungri og málefn- um námsmanna. 5. Lára Asgeirsdóttir er fædd i Reykjavik 14. nóv. 1940, dóttir hjónanna Ásgeirs Einarssonar, dýralæknis og Láru Sigurbjörns- dóttur i Asi Gislasonar. Lauk prófi frá Kvennaskólanum i Reykjavik 1957 og húsmæðra- kennaraprófi frá Húsmæðra- kennaraskóla Islands 1962. Var næsta skólaár skólastjóri Hús- mæðraskólans á Hallormsstað og aftur 1968—69. Hefur stundað kennslu og prófdómarastörf flesta vetur. Dvaldi við nám i Englandi og Sviss. Var hótelstjóri á Hallormsstað 1963 og Eiðum 1964 og 1966. Maður hennar er sira Ágúst Sigurðsson, prestur á Mælifelli i Skagafirði, og eiga þau tvö börn. Frú Guðrún er stöðvar- stjóri simstöðvarinnar á Mæli- felli. 10. Gisli Magnússon Eyhildar- holti. Fæddur að Frostastöðum i Blönduhlið, Skagafirði, 25. marz, 1893. Foreldrar: Magnús H. Gisl- ason bóndi og hreppstjóri þar og kona hans, Kristin Guðmunds- dóttir. Gagnfræðingur frá Menntaskóla Reykjavikur 1910. Búfræðingur frá Hólum 1911. Stundaði búnaðarnám i Noregi og Skotlandi 1912—1914 og kynnti sér einkum sauðf járrækt. Bóndi i Ey- hildarholti i Hegranesi frá 1923. Hefur gegnt fjölmörgum trúnað- arstörfum fyrir sveit sina og hér- að. Hreppsnefndarmaður um áratugaskeið, lengstum oddviti. Sýslunefndarmaður frá 1942. Atti sæti i yfirskattanefnd sýslunnar frá 1934 og þar til hún var lögð niður. í stjórn Kaupfélags Skag- firðinga frá 1939 og er nú formað- ur hennar. Formaður skólanefnd- ar Ripurskólahverfis um skeið og kennari i Hegranesi 1936—1938. Kirkjuorganleikari um langt ára- bil. Prófdómari við Hólaskóla i 20 ár. Fulltrúi á Búnaðarþingi frá 1962. Hefur tekið mikinn þátt i störfum Fjórðungssambands Norðlendinga. Formaður Fram- sóknarfélags Skagfirðinga i meira en 30 ár. Atti lengi sæti i Miðstjórn Framsóknarflokksins. Hefur ritað fjölda greina i blöð og timarit. Kvæntur Guðrúnu Stefani Sveinsdóttur Eirikssonar, bónda og fræðimanns frá Skata- stöðum i Austurdal, Skagafirði. Eiga þau 11 börn á lifi, öll búsett i Skagafirði. x-F 7. Sölvi Sveinsson Skagfirðinga- braut 15, Sauðárkróki. Aldur 24 ára. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vor- ið 1970. Stundar nú nám i islensku og sagnfræði við Háskóla Islands. Ókvæntur. 8. Olfar Sveinsson f. 7. nóv. 1943, foreldrar Sveinn Sveinsson og Sigriður Friðriksdóttir, Ingveld- arstöðum Reykjaströnd. Bóndi Ingveldarstöðum Reykjaströnd Skagafirði. Kjörinn i hreppsnefnd Skarðshrepps 1966, oddviti hreppsnefndar frá 1970. 1 stjórn Búnaðarfélags Skarðshrepps frá 1965. Formaður Félags ungra framsóknarmanna i Skagafirði ■ frá 1972. Kosinn I stjórn Kjör- dæmissambands framsóknar- manna i Norðurlandskjördæmi vestra 1970, hefur verið gjaldkeri Kjördæmissambandsins frá sama tima. 9. Hörður Ingimarsson simvirki er fæddur 1. september 1943 á Halldórsstöðum á Langholti. Fluttist 1945 með foreldrum sin- um Engilráð Sigurðardóttir og Ingimari Bogasyni til Sauðár- króks og hefur átt þar heimili sið- an. Stundaði öll algeng störf til sjávar og sveita jafnhliða námi. Frá 1964 við störf hjá Landsima íslands viba um land, nú umsjón- armaður á 95 svæði. I stjórn FUF I Skagafirði siðustu tvö ár. Kona Margrét J. Gunnarsdóttir, og eiga þau tvær dætur. 6. Pétur Arnar Péturssoner fædd ur 21. okt. 1950 á Blönduósi og al- inn þar upp. Hann lauk burtfarar- prófi frá Samvinnuskólanum i Bifröst I vor. Er nú verslunar- stjóri hjá Kaupfélagi A-Hún. á Blönduósi. Pétur er ókvæntur.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.