Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 5

Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 5
ÞJÓÐMÁL 5 Friðgeir Björnsson, sem skipar ejsta sœn F-listans i ISordurlandskjördœmi vestra: F-listinn — nýtt vopn Síðan þing var rofið hafa átt sér stað þó nokkrar sviptingar á vett- vangi stjórnmálanna. Þær hafa m.a. leitt til þess, að nýjar linur hafa skorið islenska flokkaskip- an. Sú sameining, sem rætt hafði veriðum og stefnt að á milli Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna og Alþýðuflokksins, fékk ekki hljómgrunn innan SFV þeg- ar til kastanna kom. Var tæpast að undra, þótt ekki þætti mönnum fýsilegt að taka höndum saman við flokk, sem sýnir það jafnt i stjórn og stjórnarandstöðu, að vart gengur hnifurinn milli for- ystuhans og Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar hefur tekist ágætt samstarf um kosningabandalag á milli SFV og Möðruvallahreyf- ingarinnar, og ennfremur með Samtökum jafnaðarmanna i Reykjavik og Reykjanesi. Hvað er Möðruvallahreyfingin? Möðruvallahreyfingin er sam- tök manna yngri sem eldri, sem velflestir hafa starfað i Fram- sóknarflokknum til þessa og bar- ist þar fyrir ákveðinni stefnumót- un, sem gert hefði það skýrt, ef fram hefði náðst, að Framsókn- arflokkurinn vildi ótvirætt vera forystuflokkur vinstra fólksins i landinu, en ekki miðflokkur, eins og forysta flokksins telur hann eiga að vera. Möðruvallahreyfingin hefur viljað láta það koma ákveðið fram i stefnu og störfum Fram- sóknarflokksins, að skilin á milli hægri og vinstri i islenskum stjórnmálum lægju á milli Fram- sóknarflokksins, og Sjálfstæðis- flokksins en ekki um Framsókn- arfl. miðjan eða vinstra megin við hann. Þetta er i raun það, sem deilur hafa staðið um innan Framsóknarflokksins, en þær deilur hafa siðan tekið á sig myndir i mismunandi afstöðu til einstakra málaflokka s.s. byggðamála, varnarmála.afstöðu til samvinnuhreyfingarinnar, samtaka launþega og bænda, skipulagsmála flokksins sjálfs og fleiri mála. A siðasta miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins kom skýrt i ljós, að enginn vilji var hjá for- ystu Framsóknarflokksins og fylgismönnum hennar að taka til greina nein þau sjónarmið, sem Möðruvallahreyfingin setti fram, heldur voru nær allar okkar til- lögur skornar niður. Eflaust má halda þvi fram með nokkrum rétti, að þarna hafi ver- ið um lýðræðisleg vinnubrögð að ræða, þar sem ekki hafi náðst meirihluti fyrir tillögum okkar. En þá þurfa menn heldur ekki að vera hissa, þegar slik útilokun- arpólitik er rekin, þótt menn leiti annað um stuðning við málstað sinn. Hvað átti að taka til bragðs? Þegar alþingiskosningar blöstu við, átti Möðruvallahreyfingin um þrjá kosti að velja. Hinn fyrsti var að fljóta með Framsóknar- flokknum áhrifalaus um það hvaða stefnu flokkurinn tæki i kosningunum og að þeim loknum. Annar var að efna til sjálfstæðra framboða og hinn þriðji að leita samstarfs um framboð við aðra aðila. Samstarfsleiðin þótti álitlegust þar sem auðvelt reyndisl að ná fullri málefnasamstöðu með SFV og hefur nú leitt til hins sameigin- lega framboðs. Nú kann ýmsum að þýkja, að við, sem starfað höfum I Framsóknarflokknum, sumir um langan aldur, höfum valið ranga leið og brugðist trúnaði við Fram- sóknarflokkinn sem slikan. Þvi er til að svara, að fyrir okkur eru stjórnmál ekki trúarbrögð og snúast ekki um þá, sem teknir eru i guðatölu hverju sinni né heldur þá flokka, sem einhvern tima hafa verið stofnaðir. Stjórnmál eru að okkar dómi barátta fyrir málefnum, þau eru átök um það, hvernig skuli móta og byggja upp samfélög manna. Stjórnmálaflokkar eru fyrst og fremst vopn i þeirri baráttu, en ekki það, sem baráttan snýst um. Okkur þótti Framsóknarflokk- urinn vera farinn að bita illa i baráttunni fyrir þjóðfélagsskoð- unum okkar. Og þegar hið gamla vopn er tekið að digna, þá er að smiða nýtt. Nýtt framboð Hið nýja vopn er sameiginlegt framboð Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Möðruvallahreyf- ingarinnar og Samtaka jafnaðar- manna. Þeir sem hræddastir eru um, að framboðið taki spón úr aski sin- um, hafa reynt að hræða menn með þvi að segja að að baki þess stæðu sundurlaus ósamstæð öfl, og þvi væri i hæsta máta óskyn- samlegt að greiða þvi atkvæði. Þvi er til að svara, að hér er um að ræða framboð á grundvelli málefna, en ekki framboð, sem haldið er saman af flokksbönd- um. Flokksbönd eru engin trygg- ing fyrir sterku framboði, það eru málefnin, sem ráða þvi, hvort framboð er sterkt eða ekki. Mál- efnastaða hins sameiginlega framboðs er sterk, og þvi þarf engu að kviða. Sem dæmi um veikt framboð, enda þótt þvi sé haldið saman af flokksböndum, má nefna framboð Framsóknar- flokksins i Reykjavik. Þar er i öðru sæti, utanrikisráðherra Ein- ar Agústsson, sem sagst hefur ætla að láta herinn fara. I fjórða sæti á sama lista er maður að nafni Kristján Friðriksson, sem beitt hefur sér fyrir undirskrift- um i þvi skyni að skora á utan- rikisráðherra að svikja þá stefnu. Þannig mætti tina til dæmi úr hverjum flokki á fætur öðrum. Áfram vinstri stjórn. Það var mikið fagnaðarefni, þegar vinstri stjórn var mynduð á Islandi 1971. Vinstri stjórnin tók við af stjórn, sem var löngu orðin dáðlaus og úr sér gengin. Vinstri stjórnin hefur látið margt gott af sér leiða, en ýmislegt hefur þó farið úrskeiðis. Slikt breytir þó engu um, að takmarkið er og hlýtur að vera, að vinstri stjórn Friðhelgi einstaklingsins fótumtroðin? Heyrst hefur, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 26. mai notað undirskriftargögn „Var- ins lands” óspart sem eins kon- ar spjaldskrá tii kosningasmöl- unar, a.m.k. i Reykjavik. Það fylgdi sögunni, að nú væri verið að senda gögnin út á land til þess, að ekkert kjördæmi færi varhluta af þessum vinnubrögð- um i baráttunni fyrir alþingis- konsingarnar. Hafi þessar fregnir við rök að styðjast, er hér um að ræða ein- hverja grófustu og ósvifnustu misnotkun á undirskriftum, sem dæmi eru um i landinu. Þar með væri engu likara en að með herferð „Varins lands” hafi opinber kosning verið tekin upp á nýjan leik á Islandi, og „kjör- gögnin” siðan notuð til þess að belgja út kosningaspjaldskrár Sjálfstæðisflokksins. t flestum siðmenntuðum löndum munu vera til lög, er vernda almenn- ing gegn slikri misnotkun sem þessari. Það fyrirtæki „Varins lands” áð láta tölvusetja skjal- gögn sin að undirskrifendum gjörsamlega forspurðum sýnir glöggt, að full ástæða er til að setja slik verndarákvæði um persónulega friðhelgi manna i islenska löggjöf. Það er stað- reynd, að slikar vélunnar skrár með persónulegum upplýsing- um um einstaklinga geta boðið heim svæsinni misnotkun. í þessu sambandi er vert að spyrja forvigismenn „Varins lands” og Sjálfstæðisflokkinn, sem þeir eru flestir tengdir, eft- irfarandi spurninga: 1. Hvers vegna voru undir- skriftargögnin tölvusett án vitundar og leyfis undirskrif- enda? Hvers vegna voru list- arnir ckki innsiglaðir að lok- inni talningu, án afritunar á nöfnum, og afhentir öruggum aðila til geymslu —- eða hrein- lega eyðilagðir? 2. Telur Sjálfstæðisflokkurinn sig þcss umkominn að lita svo á, aö þeir 'kjósendur sem af ýmsum ástæðum skrifuðu undir yfiriýsingu „Varins iands” — oft vegna mikils þrýstings frá utanaðkomandi áhrifaaðilum —hafi þar með i raun lýst yfir einhvers konar stuðningi við Sjálfstæðis- fiokkiún? Og telur Sjálf- stæðisflokkurinn sig hafa rétt til að beita sér gagnvart kjós- endum, eins og svo hafi ver- ið? 3. Er það rétt, að nafnaskrár „Varins lands” hafi verið not- aðar til að hafa áhrif á sveitarstjórnarkosningarnar 26. mai, a.m.k. i Reykjavik? 4. Er það rétt, að i sama skyni sé nú unnið að þvi að nota þessar nafnaskrár hvarvetna á landinu i kosningabarátt- unni fyrir alþingiskosning- arnar 30. júni? Kjósendur um land allt munu fylgjast með þvi, að þessum spurningum verði svarað án undandráttar. A.í. Friðgeir Björnsson. sitji áfram við völd i landinu. Vinstri menn mega ekki glata úr höndum sér tækifæri til að sýna hvaða þjóðfélag þeir vilja að verði á tslandi. Þeim þarf að gef- ast rýmri timi til að koma stefnu- málum sinum i framkvæmd, þannig að fyrir hendi séu skýrir valkostir, þegar menn gera upp hug sinn gagnvart þeirri spurn- ingu, hvort menn vilji hægri eða vinstri stjórn i landinu. Hins vegar blasir við, að endur- bæta þarf ýmislegt i fari vinstri stjórnarinnar, einkum fjármála- stjórnina, sem nokkuð hefur gengið úr skorðum. Hið sameiginlega framboð gengur til kosninganna undir kjörorðinu — áfram vinstri stjórn, betri vinstri stjórn — A sama hátt og kosningasigur Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna var forsenda fyrir mynd- un vinstri stjórnar 1971, er sigur F-listans nú forsenda fyrir þvi, að vinstri stjórn verði áfram i land- inu. Þetta liggur i augum uppi og verður ekki hrakið. Framsóknar- flokkurinn hefur enga möguleika á þvi að vinna ný þingsæti enda hefur hann sifellt tapað fylgi i undanförnum kosningum. Al- þýðubandalagið kann að vinna þaðupp,sem Framsókn tapar, en tæpast verður það meira. Þá stendur sú staðreynd óhögguð, áð F-listinn þarf að koma að a.m.k. 5 þingmönnum til þess að myndun vinstri stjórnar sé möguleg. Þetta er vel hægt ef vel er unnið. Norðurlandskjördæmi vestra 1 siðustu þingkosningum buðu Samtök frjálslyndra og vinstri manna ekki fram i Norðurlands- kjördæmi vestra. Þvi er ekki vit- að svo glöggt, hversu marga stuðningsmenn Samtökin eiga i kjördæminu. Engin ástæða virð ist til annars en ætla, að styrkur þeirra sé svipaður og i öðrum kjördæmum landsins. Við þetta bætist siðan sú staðreynd, að Möðruvallahreyfingin á sér sterk itök i kjördæminu. Framboð F- listans hefur fengið góðar undir- tektir og ber að þakka það sér- staklega. Þvi er full ástæða fyrir stuðningsmenn F-listans að vera bjartsýna,enda má leiða að þvi verulegar likur, ef vel tekst til með kosninguna, að uppbótar- maður nái kjöri af F-listanum i Norðurlandskjördæmi vestra. Nauðsynlegt er, að menn átti sig á þessari staðreynd, áður en til kosninganna kemur. Nýir menn Nú kunna menn að segja, að lit- ið vit sé i þvi að setja efstan á lista, mann sem ekki er búsettur i kjördæminu og liklega með tak- markaða þekkingu á sérmálum þess. Þvi er til aðsvara, að sé litið til annarra framboðslista I kjör- dæminu, er ástandið svipað hvað búsetuna snertir. Nýir menn koma oft með nýja sýn yfir hin staðbundnu vanda- mál, enda segir máltækið, að glöggt sé gests augað. Það fer ekki hjá þvi, að ýmiss konar togstreita vill oft rikja um málefni héraðanna, og þeir sem fyrir hafa setið eru oft meira og minna flæktir i þá togstreitu og eiga þvi erfiðara um lausn mál- anna en ella. Nýir menn eiga ekki við þann vanda að etja og geta þess vegna orðið að meira liði óbundnir af fyrri orðum og gerð- um. Menntamálaráðuneytið, 30. mai 1974. Styrkur til sérfræði- þjálfunar í Bretlandi Breska sendiráðið i Reykjavik befur tjáð islenskuiii stjórnvöldum, að samtök breskra iðnrekenda, C’on- federation of British Industry, inuni gefa islenskuin verkfræðingi eða tæknifræðingi kost á styrk til sér- náms og þjálfunar á vegum iðnfyrirtækja I Bretlandi. Umsækjendur skulu hafa lokið fullnaðarprófi i verk- fræði cða tæknifræði og hafa næga kunnáttu i enskri tungu. Þeir skulu að jafnaði ekki vera eldri en 35 ára. Um er að ræða tvenns konar styrki: Annars vegar fyrir menn, er nýlega hafa lokið prófi og hafa hug á að afla sér hagnýtrar starfsreynslu. Eru þeir styrkir veittir til 1 til 1 og 1/2 árs og nema 1008 sterlingspundum á ári, auk þess sem að öðru jöfnu er greiddur ferðakostnaður til og frá Bretlandi. Hins vegar eru styrkir ætlaðir mönnum, sem hafa ekki minna en 5 ára starfsreynslu að loknu prófi og hafa hug á að afla sér þjálfunar á sér- greindu tæknisviði. Þeir styrkir eru veittir til 4-12 mán- aða og nema 1236 sterlingspundum á ári, en ferða- kostnaður er ekki greiddur. Umsóknir á tilskildum eyðublöðum skuiu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, l'yrir 20. júni n.k. Llmsóknareyðublöð, ásamt nánari upplýsingum um styrkinn, fást i ráðuneytinu. mm

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.