Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 6

Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐMÁL Andrés Kristjánsson: Að vilja vinstri stjórn Undanfarna daga hafa kunn- ingjar verið að spyrja mig á förnum vegi: Ert þú hættur að vera framsóknarmaður? Ertu genginn af trúnni? Hvers vegna ertu að ganga gegn Framsókn- arflokknum og stefnumálum hans? Hvað er þessi Möðru- vallahreyfing og hver er ágrein- ingur hennar við Framsóknar- flokkinn? Þetta eru vafalaust eðlilegar spurningar, en viðhlitandi svör við þeim eru nokkuð löng saga, sem ég ætla þó að reyna að segja i sem fæstum orðum og biðja Þjóðmál fyrir þau orð til þeirra, sem hafa svipaðar spurningar i huga. Þegar ég gekk i Framsóknar- flokkinn innan við tvitugt skömmu eftir 1930 lék hvorki mér né öðrum vafi á þvi, að hann væri annar armurinn á vinstri fylkingunni i stjórnmál- um landsins. Hinn armurinn var Alþýðuflokkurinn, sterkur, rót- tækur og vigreifur i þá daga. Það var sjálfsagður hlutur, að þessir tveir flokkar sæktu fram hlið við hlið og stjórnuðu saman i nafni alþýðu landsins til sjávar og sveita. Kjörorðið: Allt er betra en ihaldið, var hvorki veilt né hálft i þá daga, og það var i hugum okkar ungu mannanna hlægileg fjarstæða, að þessir tveir flokkar, annar hvor eða báðir, færu i stjórnarflatsæng með ihaldinu. Þar voru skilin i islenskum stjórnmálum. Sam- vinna og jafnaðarstefna voru systur i okkar augum, og sam- göngur milli flokka þeirra eðli- legar og sjálfsagðar. Þegar Jör- undur Brynjólfsson fluttist úr Reykjavik i sveit þótti engum mikið, miklu fremur sjálf- sagður hlutur, að hann færi um leið úr Alþýðuflokknum i Fram- sóknarflokkinn. Slik vistferli voru engin hugsjónaskipti i þá daga. Þessir tveir flokkar áttu sér mikla sigurgöngu saman, og af- rek þeirra i framförum landsins og þjóðfélagsins urðu fyrsta stórsókn þjóðarinnar eftir sjálf- stæðisheimtina. En siðan hall- aði undan fæti. Alþýðuflokkur- inn riðiaðist, og Framsóknar- flokkurinn hlaut einnig umtals- verð áföll. Kommúnistar komu að baki vinstri fylkingunni, og tvistruðu liði. Þá hófst uppboðs- timinn i islenskum stjórnmál- um, þegar vinstri flokkarnir voru á boðstólum fyrir ihaldið i stjórnarsæng. Sá timi varð langur og ströng þolraun fyrir Framsóknarflokkinn. Hann stóð allt frá lýðveldisstofnun fram á sjöunda tug aldarinnar. A uppboðstimanum breyttist Framsóknarflokkurinn mjög. Hugsjónafræðingar hans tóku að kalla hann miðflokk og rök- skýra stöðu hans þannig til þess að finna afsökum fyrir sam- stjórn hans með ihaldi, kalla hann miðflokk, sem gæti unnið jafnt með flokkum til hægri og vinstri. Innviðir flokksins sjálfs breyttust nokkuð. í hann komu menn, sem höfðu meiri auga- stað á einkagróða, hlutafélögum og sérgæsku en félagslegum úr- ræðum. Striðið ól anda gróða- hyggjunnar, svo að menn misstu sjónar á félagslegum markmiðum. Þessi nýja stétt Framsóknarflokksins jók þar völd og áhrif sin. Aðrar breytingar urðu einnig. Alþýðuflokkurinn hélt áfram að koðna niður, en Alþýðubanda- lagið varð stór flokkur sem tók við hlutverki Alþýðuflokksins, varð hvorki róttækari né bylt- ingarsinnaðri en Alþýðuflokk- urinn hafði verið, og kommún- ístar urðu aðeins smáhópur i út- jaðri hans. Þar með er enn skipt um svið i islenskum stjórnmálum. Upp- boðstiminn ætti að vera að baki, og hreinar linur að geta mynd- ast á ný milli fhalds og vinstri fylkingar. En Framsóknar- flokkurinn virtist ófær um að taka sér stöðu á hinum upphaf- lega vettvangi sem annar arm- ur vinstri fylkingarinnar i land- inu, þar sem hrein vatnaskil yrðu milli hennar og ihaldsins. Þegar aftur komu skilyrði til sliks, virtist hann skorta hug- sjónaafl til þess, og áhrif „nýju stéttarinnar” i flokknum voru of mikil til þess. Þetta hafa orðið mér og mörgum öðrum mikil og sár vonbrigði. Ég hef haldið þvi fram, að skera ætti niður úr milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, svo að engum blandaðist hugur um, að þar væru vatnaskilin i íslenskri pólitik, og samstjórn þessara flokka um rikisstjórn ætti ekki að eiga sér stað nema á þjóð- stjórnargrundvelli sem neyðar- ráðstöfun á sérstökum vand- ræða- og hættutimum. En for- ysta og málgagn flokksins hefur haldið áfram að skýra og boða miðflokksstöðuna frá uppboðs- timanum, halda opnum leiðum til hægra samstarfs. Jafnvel nú i þessari kosningabaráttu, eftir wmm Hvers vegiia stendur Möðruvallahreyfingin að F-listanum? Það er vegna grundvallarágreining Framsóknarforystan hafnaði meginstefnumálum Möðruvallahreyfingarinnar á miðstjórnarfun Ein spurning, sem brennur á vörum margra vinstri- sinnaðra kjósenda, ekki sist þeirra, sem fylgt hafa Framsóknarflokknum i kosningum hingað til, er þessi: Hvers vegna hefur Möðruvalla- hreyfingin ákveðið að styðja F-listann i þessum alþingiskosningum? Svarið við þessari spurningu er tviþætt. í fyrsta lagi er það vegna þess, að barátta Möðruvallahreyfingarinnar fyrir skýrri vinstristefnu Framsóknar- flokksins hefur verið barin niður innan flokksins af forystu hans. í öðru lagi er það vegna þess, að eina leiðin til þess að reyna að tryggja þing- meirihluta fyrir nýja vinstri stjórn I landinu að þingkosningunum loknum, er að auka fylgi F-listans sem mest. a) Forystuhlutverk Framsóknar- flokksins i málefnum vinstri- hreyfingarinnar. b) Skýra og ótviræða stefnu i herstöðvamálinu. c) Skýra og stórhuga stefnu í byggða- málum — stefnu, sem megnaði að snúa við byggðaröskun undanfarandi áratuga. Jafnframt lögðu vinstrisinnaðir framsóknarmenn áherslu á ýmis önnur mál, svo sem aukið og beinna lýðræði innan flokksins. Möðruvallahreyfingin ákvað að berjast fyrir þessari stefnu innan flokksins og láta reyna á það, hvort for- ysta hans væri virkilega staðráðin i þvi að kveða vinstristefnu innan flokksins niður. Flokksmenn vilja viðrœður Hér á eftir verður i stórum dráttum gerð grein fyrir þessum tveimur þáttum, og höfuðáhersla lögð á að greina frá þeim alvarlega málefnaágreiningi, sem þróast hefur innan Framsóknarflokksins á undan- förnum árum, og sem tekist var á um af fullri hörku á siöasta miðstjórnarfundi flokksins. 1 þessum málum mættu vinstriframsóknarmenn mikilli andstöðu. Tillögur þeirra voru felldar við atkvæðagreiðslur. Þar með varö ljóst, að ráðamenn flokksins ætluðu nú að fara aðrar leiðir en flokksþing haföi markaö og vinstrisinnaðir flokksmenn vildu fara. Andsvar við þessari þróun var Skýrri stefnu flokksþings hafnað á miðstjórnarfundi 1973 myndun Möðruvallahreyfingar en forystan vísar því á bug Þegar á siðastliðnu hausti var öllum flokksmönnum orðið það ljóst, að um alvarlegan málefnaágreining var að ræða innan flokksins. Það var þvi eðiilegt, að flokksmenn viða um land legðu á það nokkra áherslu, að reynt yrði að jafna þennan ágreining. Þessi vilji flokksmanna kom mjög greinilega I ljós á ýmsum kjördæmisþingum framsóknarmanna s.l. haust. Á þremur þeirra —á Austuriandi, Suðurlandi og i Reykjaneskjördæmi — voru samþykktar sérstakar ályktanir um þessi mál, sem sendar voru forystu flokksins. Þessar ályktanir voru mjög á einn veg, og gaf ályktun Austfirðinga, sem uröu fyrstir til, nokkuð tóninn. Þar var þvi lýst yfir, að þingið teidi það skyldu fiokksstjórnarinnar að efna til viðræðna innan flokksins til þess að reyna að leysa ágreiningsmálin innan hans. Ungir framsóknarmenn tóku þessum samþykktum kjördæmisþinganna vel, og töldu þær sýna umhyggju flokksmanna fyrir flokknum, jafnframt þvi, sem bent væri á þá staðreynd, að þvi aðeins að forysta flokksins beitti sér fyrir viðræðum um málin, væri einhver von til þess aö samkomulag næðist. Máléfnaágreiningurinn innan Framsóknarflokksins hefur vaxiö stig af stigi á undanförnum árum, en til alvarlegra árekstra kom fyrst á miðstjórnarfundi flokksins vorið 1973. Þar lögðu vinstrisinnaðir framsóknarmenn mikla áhersiu á, að hin skýra stefna síðasta flokksþings Framsóknarflokksins i veigamiklum málum yrði staðfest og útfærð. Þar lögðu þeir megináherslu á þessi mál: Þessi afstaða ráðamanna flokksins komu vinstri mönnum innan hans nokkuð á óvart, enda hafði flokkurinn forystu fyrir vinstri stjórn. Hins vegar var ljóst, að ekki mátti láta merki vinstristefnu niður falla innan flokksins, og þvi var unnið að þvi, að efla samstöðu milli eldri og yngri manna á vinstri væng flokksins. Þannig varð Mörðuvallahreyfingin til á fundi norður á Akureyri 26. ágúst 1973. Nokkru síðar sendi Möðruvallahreyfingin frá sér stefnuávarp, þar sem hún skilgreinir hlutverk sitt og markar stefnu sina i öllum helstu málum þjóðfé- lagsins. Þar var mótuð sú skýra og afdráttarlausa vinstristefna, sem Mööruvallahreyfingin taldi að væri málefnagrundvöllur Framsóknarflokksins — grund- völlur, sem foringjar flokksins vildu ekki I reynd hlýta. Það kom hins vegar fljótlega I Ijós, að forysta flokksins hafði engan áhuga á slikum viðræðum, né yfirleitt á samkomulagi innan flokksins, og urðu mála- lok þau, að ráðamenn flokksins visuðu tiimælum kjördæmisþinganna á bug. Sýndu þeir þar enn hvert þeir vildu stefna I málefnum Framsóknarflokksins. Allar tillögur vinstrimanna felldar á miðstjórnarfundinum 1974 Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var i april 1974, hélt forysta flokksins siðan fast við þá stefnu sina að fella eða visa frá öllum tillögum, sem Möðruvallahreyfingin lagöi fram, jafnframt þvi

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.