Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 7

Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 7
ÞJÓÐMÁL 7 að formaður flokksins hefur i orði kveðnu skotið verkum vinstri stjórnar undir dóm þjóð- arinnar með þingrofi og þar með beðið um umboð til nýrrar stjórnar af sömu gerð, keppist Timinn við að verja sporð brú- arinnar yfir á bakka ihaldsins, sbr. leiðara blaðsins 31. mai s.l. Ég vonaðist til, að við ný pólitisk skilyrði i iandinu yrði Framsóknarflokkurinn fær um að skýra stefnu sina og stöðu á ný á upphaflegum grundvelli en þó i samræmi við nýjar félags- legar þarfir. Þess vegna hefur á siðustu missirum orðið marg- vislegur ágreiningur i Fram- sóknarflokknum milli hægri og miðflokksmannanna þar annars vegar og vinstri manna, sem vilja að flokkurinn geri hrein skil milli sin og Sjálfstæðis- flokksins, styrki á ný stöðu sina sem meginafl vinstri fylkingar- innari landinu. Þessi ágreining- ur hefur birst i mörgu á flokks þingum og miðstjórnarfundum, i hermálinu, i byggðamálum, i afstöðu til launaþegasamtaka o.fl. o.fl. sem hér skal ekki talið. Möðruvallahreyfingin er upp- haflega samtök þeirra manna, sem vilja nú að uppboðstiman- um loknum skýra linurnar og knýja Framsóknarflokkinn til þess að taka sér skýra stöðu á upphaflegum hugsjónagrunni sem meginafl vinstri hreyfingar i landinu. Þar var ekki um að ræða neitt frávik frá yfirlýstri meginstefnu flokksins, heldur áherslumun, eins og ritari flokksins hefur réttilega sagt. . Uppboðstimanum i islenskum stjórnmálum á miðri þessari öld lauk með 12 ára ihaldsstjórn, þar sem Alþýðuflokkurinn varð æ minni en þvi þægara ihalds- gagn. Þrátt fyrir það þokaðist Framsóknarflokkurinn varla af miðflokksstöðu sinni. Allar at- rennur hans og Alþýðubanda- lagsins til þess að hnekkja meirihluta ihaldsstjórnarinnar runnu út i sandinn, af þvi að hann skorti hugsjónaafl og vinstri sóknarþrótt til þess að heyja þá baráttu til sigurs. Þeg- ar þjóðinni varð þetta ljóst eftir tvær árangurslausar tilraunir, myndaði hún nýtt vinstra afl i siðustu kosningum og tókst með þvi að ná þeim herslumun, sem Framsóknarflokkinn skorti, til þess að fella „viðreisnarstjórn- ina”. Þetta nýja afl var Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem sló tjöldum sinum i hinu gamalgróna túni Framsóknar- flokksins og hóf á loft hið fyrra merki islenskrar vinstri stefnu með samstarf jafnaðar- og sam- vinnumanna að markmiði, samstarfi sem gæti brotið brú uppboðstimans og skorið niður úr á nýjan leik milli ihalds og fé- lagslegrar vinstri stefnu i stjórnmálum landsins. Reynsla og staðreyndir sýndu, að það var aðeins þessi nýja sókn sem gat brotið tólf ára ihaldsstjórn á bak aftur. Og enn er gengið til kosninga eftir sviptingasama atburði. Og enn liggur það i augum uppi, að þvi aðeins, að þetta nýja afl haldi velli og komi að nokkrum þing- mönnum, verður áframhald á vinstri stjórn i landinu, þvi að hverju mannsbarni er ljóst, að Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag geta ekki náð meiri- hluta saman. úrslit sveitar- stjórnarkosninganna eru m.a. hrópandi vitnisburður um það. Þetta stafar af þvi, að F-listinn — sem Samtökin, vinstri fram- sóknarmenn og vinstri jafnað- armenn standa að — fær m.a. atkvæði fólks, sem ekki mundi kjósa hina flokkana tvo, þótt F- listinn væri ekki i framboði. Hann einn getur fært þá vinstri viðbót, sem til þess dugir að halda áfram vinstri stjórn i landinu. Fái hann enga þing- menn kjörna, tekur ihaldsstjórn við að nýju og uppboðstiminn framlengist um sinn með niður- lægingu sinni og sora i islensk- um stjórnmálum. Þá heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að skapa ihaldsþjóðfélag sitt á Is- landi, en hugsjónir félags- hyggjumanna drepast i dróma. Þetta munu islenskir kjósendur skilja. Eftir það, að Magnús Torfi Ólafsson hafði efnt til uppgjörs, sem skýrði á ný stefnu og grundvöll þessa nýja vinstri afls sem i Samtökunum fólst og hafði gert það mögulegt að skjóta spurningu um nýja vinstri stjórn til þjóðarinnar, þótti mér og mörgum öðrum vinstri framsóknarmönnum einsýnt, að þeir yrðu að ganga til samstarfs við þetta afl i þvi verki að skjóta stoðum undir nýja og traustari vinstri stjórn. Með þvi væri hugsjónum Fram- sóknarflokksins og stöðu i vinstri fylkingu landsins best þjónað. Að sömu niðurstöðu komust vinstri jafnaðarmenn i Alþýðufiokknum. Á þessum for- sendum, á þessari höfuðnauð- syn vinstri manna i landinu er kosningasamstarfið um F-list- ann grundvallað. Þar er eina von um nýja vinstri stjórn fólg- in. Þeir sem vilja slika stjórn af heilum hug hljóta þvi að tryggja þeim lista þingmenn. Annars svikja þeir sjálfa sig og kjósa yfir sig ihaldsstjórn. Þótt mál hafi skipast eins og nú horfir, tel ég mig trúan hug- sjónum Framsóknarflokksins, og þótt full samleið sé ekki i þessum kosningum, vona ég að þróun mála verði með þeim hætti, að ég geti siðar átt heima i Framsóknarflokknum eftir að korgur uppboðstimans er fram runninn, sem vonandi verður á næstu árum, og staða flokksins sem annars arms vinstri fylk- ingarinnar er skýr á ný. En i þetta sinn hlýt ég að ganga þá einu leið, sem fær er til nýrrar vinstri stjórnar, þvi að von um hana gef ég ekki á bátinn fyrirfram og sætti mig ekki við að ihaldinu séu afhent völdin átakalaust fyrir kosning- ar, en það yrði ef vinstrimenn ákvæðu að styðja ekki F-listann til þingfylgis. Þegar ég er að meta öll þessi mál i huganum, kemur mér oft i hug Gisli Magnússon i Eyhild- arholti. Hann er nú aldraður maður en hefur i hálfa öld barist fyrir hugsjónum Framsóknar- flokksins og undir merkjum hans. 1 minum augum er hann fánaberi. Hann er ritfær svo að af ber, og þær eru orðnar marg- ar greinarnar, sem hann hefur skrifað i Timann, þar sem hann hefur varið og sótt málstað fé- lagshyggjumanna en veitt sér- gróðamönnum og ihaldi þungar ádrepur. Þær greinar hefur þjóðin lesið með aðdáun sakir málsnilli og málafylgju. Siðla liðins vetrar, þegar herstöðva- málið var i mestri deiglu og svo- nefndir 170-menningar lögðu fastast að forsætisráðherra að hafa að engu skýra stefnusam- þykkt flokksþings hans, hitti Gisli i Holti aldraðan fyrrver- andi þingmann Framsóknar- flokksins i anddyri Hótel Sögu, oghannsagði viðGisla: — Nú er svo komið, að ég get liklega ekki kosið Framsóknarflokkinn i þetta sinn, Gisli minn. — Það get ég nú vist þvi miður ekki heldur, svaraði Gisli. Báðum var nokkuð þungt i huga. Og nú er Gisli i Holti, fánaberi hugsjóna Framsóknarflokksins og skeleggur málsvari i hálfa öld, á F-lista i heimakjördæmi sinu. Halda menn, að hann sé „genginn af trúnni”? Halda menn, að hann hafi svikið hug- sjónir Framsóknarflokksins? Halda menn að hann geri þetta af ungæðishætti eða að nauð- synjalausu? Nei, Gisli i Holti er enn samur við sig, en dæmi hans er lýsandi tákn um það, sem gerst hefur og hvernig mál standa. Hann vill aðeins vinstri stjórn i landinu, vill að Fram- sóknarflokkurinn haldi stöðu sinni og skýrri vinstri stefnu, og hann gerir það, sem hann telur nauðsynlegt til þess. Þetta er mergurinn málsins um afstöðu vinstri framsóknar- manna i þessum kosningum. Þeir skilja hvað þeir verða að gera til þess að tryggja hugsjón- um Fram sóknarflokksins brautargengi i nýrri vinstri stjórn, og að vilja það, er að tryggja F-listanum þingstyrk en afhenda ekki ihaldinu völdin aftur með þvi að neita honum um fulltingi til að verða sá herslumunur, sem hina flokk- ana vantar i nýja og traustari vinstri stjórn. Og hér sem oftast fyrr er vilji allt, sem þarf — að vilja nýja og styrkari vinstri stjórn. ? um stefnumál innan FramsóknarfL Hnum 3 í apríl sem samþykktar voru ýmsar tillögur, sem fólu i sér beinar árásir á vinstrimenn innan flokksins. Var þar beitt „airæði meirihlutans” i öllum málum. Það kom greinilega fram i þeim tillögum, sem felldar voru, um hvaða grundvallarmálefni ágreining- urinn innan flokksins stóð — hvaða stefnu forysta flokksins taldi, að ekki mætti samþykkja innan hans. 1 stórum dráttum eru meginstefnumálin, sem um var deilt, þessi: a) Forystuhlutverk Framsóknar- flokksins meðal islenskra vinstri- manna. Möðruvallahreyfingin taldi Framsóknarflokkinn hafa verið og eig að vera forystuflokk vinstri manna en forysta flokksins vill, að hann sé mið- flokkur, sem semji til hægri og vinstri eftir þvi sem kaupin gerast best á eyrinni hverju sinni. Möðruvallahreyfingin lagði fram eftirfarandi tillögu: „1 samræmi við grundvallarstefnu Framsóknar- flokksins itrekar miðstjórnin stuðning sinn við núverandi rikisstjórn. Það er meginskylda forystu flokksins og þingflokks aö tryggja áframhaldandi rikisstjórn vinstriflokkanna. Miðstjórnin telur, að við lok þessa kjörtimabils eigi Framsóknarflokkurinn að ganga tilkosninga með kjörorðið: Afram vinstri stjórn — ekki hægri stjórn”. Þessa tillögu mátti ekki samþykkja. Henni var þvi visað frá. b) Afdráttarlaus stefna i varnarmálunum. Flokksþing Fram- sóknarflokksins hafa mótað eindregna stefnu um brottför hersins, en forysta flokksins hefur allt vinstristjórnartima- bilið verið mjög treg til að taka , afgerandi afstöðu i málinu. Möðruvallahreyfingin fluttiá miðstjórnarfundinum i april eftirfarandi tillögu: „Miðstjórn Framsóknarflokksins telur nauðsynlegt, að nú þegar verði ákveðið, að varnarsamningnum við Bandarikin verði sagt upp i siðasta lagi 1. júni 1974, hafi endurskoðunarviðræðurnarnar þá ekki ieitt til samkomulags um brottför hersins. Það samkomulag skal alls ekki ganga skemur i átt til algers afnáms herstöðva á Islandi en núverandi tillögur rikis- stjórnarinnar. Miðstjórnin felur þvi þingflokknum að flytja nú þegar á Alþingi tillögu um heimild fyrir rikis- stjórnina til uppsagnar samningsins i siöasta lagi 1. júni, og tryggja að tillagan verði afgreidd á yfirstand- andi þingi”. Þessi tillaga var felld. c) Stórhuga stefna i byggðamálum. Það hefur verið eitt af mikilvægustu baráttumálum Möðruvallahreyfingar- innar að knýja fram þá byggðastefnu, sem megni að skapa hér á landi þjöð- félag jafnaðar og búsetudreifingar. t þvi skyni hefur verið mótuð itarleg byggðastefna, sem ekki fékk hljóm- grunn hjá ráðamönnum Framsóknar- flokksins. A miðstjórnarfundinum i april flutti Mööruvalla- hreyfingin itarlegar tillögur i byggðamálum. Þær tillögur voru i flestum atriðum svipaðar þeirri stefnu, sem F-listinn berst nú fyrir i þeim málum. Þessar tillögur mátti ekki samþykkja I miðstjórn Framsóknarflokksins. Þeim var þvi visað frá. d) Efling samvinnustefnu og félags- legs framtaks. Möðruvallalireyfingin hefur lagt áherslu á samvinnustefnuna og flutt um það tillögur, að félagslegs framtak njóti forgangs i atvinnu- byggingu landsbyggðarinnar, enda hefur reynslan sýnt það. að fyrirtæki íólksins sjálfs hafa reynst hinum dreifðu byggðum heilladrýgst. Þessa grundvallarstefnu hefur ekki mátt samþykkja i miðstjórn Framsóknarflokksins. c) Náiö samráð við hreyfingar launþega og bænda. Möðruvalla- hreyfingin hefur ávallt lagt mikla áherslu á nauðsyn þess, að landinu sé stjórnað i nánu samráði við samtök launþega og bænda, enda ekki hægt að tala um „stjórn hinna vinnandi stétta” nema um slikt sé að ræða. Á miðstjórnarfundinum var flutt tillaga um þetta efni, þar sem visað var til ákvæða málefnasamnings rikis- stjórnarinnar um samráð við alþýðu- samtökin, og ákveðið, að slikt samráð skyldi eiga sér stað varðandi allar aðgerðir i efnahagsmálum. Þessi tillaga var felld. Þessistutta upptalning sýnir greinilega, að málefna- ágreiningurinn snýst um stærstu mál vinstri manna i dag, um vinstra samstarf, um brottför hersins, um samvinnu við alþýðusamtökin og um stórhuga byggða- stefnu. Þeir vildu stríð Samtimis sýndu ráðamenn flokksins með ýmsum þeim tillögum sem samþykktar voru, að þeir vildu vega hart að vinstrimönnum innan flokksins, en gera bandalag við hægri arminn. Þannig var til dæmis tillaga, þar sem lýst var andstöðu við þá stefnu, sem 170-mennigarnir boðuðu — þ.e. að svikja ætti stefnuna i herstöðvamálinu — felld á miðstjórnarfundinum. Framhald á bls. 9

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.