Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 9

Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 9
ÞJÓÐMÁL 9 F-listi á Suðurlandi 1. Efsta sæti á F-listanum i Suðurlandskjördæmi skipar Arnór Karlsson bóndi á Bóli i Biskupstungum og kennari við Lýðháskólann i Skálholti. Arnór er fæddur 9. júlf 1935 að Efstadal i Laugardal, sonur Karls Jónsson- ar bónda þar og siðar I Gýgjar- hólskoti, Biskupstungum og konu hans Sigþrúðar Guðnadóttur, sem látin er fyrir sjö árum. Arnór er af merkum ættum eins og sjá má á þvi að Einar Arnórsson ráð- herra var ömmubróðir hans, móðir hans og Asgrimur Jónsson listmálari voru systkinabörn og loks er hann sjötti maður frá bróður Fjalla-Eyvindar. Arnór er ókvæntur. Nám að loknum barnaskóla stundaði Arnór i Iþróttaskólanum i Haukadal og skólunum á Laugarvatni, en þaðan lauk hann stúdentsprófi 1958. Var siðan eitt ár við nám i dýralækningum i Þýskalandi en hætti þá námi og sneri sér að búskap og hefur siðan búið að Bóli. Aður en Arnór hóf framhaldsnám og á námsárunum stundaði hann margvisleg störf, búskap og byggingavinnu, vinnslu sjávarafla og sjó- mennsku. Á búskaparárunum hefur hann verið fenginn til að kenna við ýmsa skóla I sýslunni, nú siðast við lýðháskólann i Skál- holti. Arnór hefur starfað mjög mikið að félagsmálum: i ungmenna- félagshreyfingunni, búnaðar- félagi og búnaðarsambandi, og i samvinnufélögunum. Hann hefur einnig átt sæti i hreppsnefnd Biskupstungnahrepps s.l. 4 ár, svo að eitthvað sé nefnt. Arnór gekk i F.U.F. i Arnes- sýslu skömmu eftir að hann hóf búskap og siðar i Framsóknar- félagi Árnessýslu. Hann hefur gegnt ýmsum störfum á vegum flokksfélaganna og var m.a. formaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins i Suður- landskjördæmi i eitt ár. Arnór hefur jafnan verið vinstri- framsóknarmaður og tók þátt i stofnun Möðruvallahreyfingar- innar s.l. sumar og var kjörinn i framkvæmdastjórn hennar. 2. 1 2. sæti á F-listanum i Suðurlandskjördæmi er Vésteinn ólason lektor. Hann er fæddur á Höfn i Hornafirði 1939 af aust- firskum og skaftfellskum ættum, en alinn upp i Villingaholti i Flóa. Hann stundaði framhaldskóla nám á Skógum og Laugarvatni, varð stúdent 1959 og magister i is- lenskum fræðum 1968. Á námsár- unum stundaði Vésteinn kennslu, m.a i Vestmannaeyjum i eitt ár. Að námi loknu hefur hann verið kennari við háskólana i Kaup- mannahöfn og Reykjavik. Hann hefur skrifað allmikið i blöð og timarit og starfað fyrir útvarp og sjónvarp. Vésteinn hefur alltaf starfað mikið að félagsmálum, sat t.d. i stúdentaráði H.l. eitt ár. Hann skipaði annað sæti á I-listanum I Reykjavik 1967 og var þvi vara- maður Hannibals Valdimarsson- ar kjörtimabilið 1967-1971 og hef- ur fullan hug á að vera vara- þingmaður næsta kjörtimabil. Hann var kjörinn i framkvæmda- stjórn SFV á landsfundi 1972. Vésteinn er kvæntur Unni Jónsdóttur frá Vestmannaeyjum og eiga þau tvö börn. 3.Þriðja sæti F-listans skipar Arnþór Helgason úr Vestmanna- eyjum. Hann er fæddur i Vest- mannaeyjum 1952 og er þar enn búsettur, þótt hann hafi orðið að dveljast i Reykjavik siðustu ár vegna náms sins. Arnþór varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik árið 1972. Hann hefur starfað allmikið i Blindrafélaginu og situr nú i stjórn þess. Arnþór varð þjóðkunnur svo að segja á einu kvöldi fyrir Eyjapistil sem hann stjórnaði ásamt Gisla bróð- ur sinum með mikilli prýði. Arnþór er ókvæntur. 4. Baldur Árnason er fæddur þann 3. febrúar 1922. Hann hóf búskap að Torfastöðum i Fljóts- hlið, Rang, árið 1948 og hefur búið þar siðan. Kona Baldurs er Anna Sigriður Sigurjónsdóttir og eiga þau fimm börn. 5.sæti F-listans I Suðurlands- kjördæmi skipar Hildur Jónsdótt- ir úr Vestmannaeyjum. Hún er fædd I Eyjum 1935 og lauk gagn- fræðaprófi þaðan, en stundaði siðan nám i handavinnu, fyrst i Osló og siðan við Kennaraskóla Islands. Lauk kennaraprófi 1957. Hún hefur siðan verið handa- vinnukennari við gagnfræðaskól- ann og barnaskólann i Vest- mannaeyjum. Siðustu ár hefur hún verið formaður Sjálfsbjargar i Vestmannaeyjum og setið i stjórn landssamtakanna og unnið að málefnum þeirra. Hildur er gift Daniel Traustasyni skip- stjóra á Kóp og eiga þau þrjú börn. 6. Sigurjón Bergsson er fædd- ur á Selfossi þann 13. ágúst 1944. Lærði simvirkjun árin 1963-1966. Sigurjón er giftur Pálinu Tómasdóttur frá Otradal við Arnarfjörð. Eiga þau þrjú börn og búa að Stekkholti 5 á Selfossi. 7. Guðmundur Wiium Ste- fánsson, trésmiður, Hveragerði. 8. Sigurður Sigfússon, útibús- stjóri, Laugarvatni. 9. Sigurveig Sigurðardóttir, hjúkrunarkona, Laugarvatni. 10. Sigmundur Stefánsson, viðskiptafræðingur, Arabæ, -Gaulverjabæjarhreppi. 11. Halldór Hafsteinsson. bilamálari, Selfossi. 12. Ármann Ægir Magnússon, iðnnemi, Hveragerði Listi SFV,, Möðruvalla- hreyfingarinnar og Samtaka jafnaðar- manna er F-listinn Skrifstofa SFV-félagsins í Reykjavík Þeir, sem vilja leggja hönd á plóginn i sambandi við störf fram að kosningum, geri starfsmanni félagsins, Sigurlaugu Guðmundsdóttur viðvart um það i sima 27075 eða komi í Ingólfsstræti 18. Möðruvallahreyfingin og F-listinn Framhald af bls. 7. Sömuleiðis tillaga um, að farið yrði eftir áskorunum kjördæmisþinganna um viðræður innan flokksins til þess að jafna ágreininginn ef hægt væri. Og einnig tillaga um, að Timinn, sem vera á málgagn samvinnu- manna, yrði á ný skeleggt baráttutæki fyrir fram- sóknarmenn og ávallt óháð fjármagni einkabrasksins. Það kom þvi fram i allri afgreiðslu mála, að ráða- menn flokksins vildu ekkert samkomulag við'M'öðru vallahreyfinguna, heldur þvert á móti strið. Forustan beitti meirihluta sinum til þess að berja niður allar tillögur vinstrimanna og tilkynnti þeim þannig, að ekkert tillit yrði tekið til stefnumála þeirra. F-listinn berst fyrir stefnumiðum Möðruvallah reyfi ngarinnar Þessi staða blasti við þegar alþingi var skyndilega rofið og ákveðið að ganga til alþingiskosninga 30. júni næstkomandi. Möðruvallahreyfingin liafði þá um það að velja, að halda áfram starfi sínu innan Fram- sóknarflokksins án þess að hafa þar nein áhrif, og eftir að stefnumál hennar höfðu verið felld, eða leita til kjósenda á grundvelli þeirra stefnu mála. Möðruvallahreyfingin valdi siðari kostinn og þá jafnframt, að leita til kjósenda með SFV og Samtökum jafnaðarmanna, þar sem um algjöra málefnasam- stöðu var að ræða á milli þessara þriggja aðila. Enda kemur skýrt I Ijós við Icstur kosningaávarps F-listans, að þar er stefnan i þeim málum, sem Möðruvaila- hreyfingin hefur mest borið fyrir brjósti, skýr og ein- dregin. Það auðveldaði Möðruvallahreyfingunni ennfrekar Þetta val, að fyrir liggur, að án verulegs þingstyrks F-listans verður engin vinstristjórn mynduð hér á landi. F-listinn er þvi forsenda vinstristjórnar. Það fer þvi saman, að F-listinn berst fyrir þeim stefnumálum, sent Möðruvallahrey fingin hefur á oddinum, og að F-listinn er forsenda þess, að hægt sé að mynda rikisstjorn, sem framkvæmir þá stefnu. Þetta verða allir vinstrisinnaðir kjósendur að gera ser göða grein fyrir i kosningunum 30. júni næstkomandi. Sérstaklega verða allir þeir stuðnings- inenn Framsóknarflokksins, sem vilja vinstristjórn og viiistristefnu, aðgera sér þetta ljóst. Það eru þeir, sem ráða þvi öðrum fremur hvort vinstristjórn eða hægri- stjórn tekur við á lslandi eftir 30. júni. Þeir, sem vilja vinstristjórn, kjósa þvi F-Iistann.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.