Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 12

Þjóðmál - 07.06.1974, Blaðsíða 12
Ijíófcmál SKRIFSTOFA F-LISTANS Aðsetur ritstjórnar og afgreiðslu Þjóðmála/ málgagns F-Iistans/ er í Ingólfsstræti 18. Sími blaðsins er 19920. A sama stað er einnig aðsetur SFV-félagsins í Reykja- vík, og er sími þess 27075. Stuðningsmenn F-listans eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna og taka þátt i starfinu. Kristján Thorlacíus: Treystum kaupmátt launanna tryggjum blómlegt atvinnulíf Eitt helsta einkenni Islensks þjóðlífs nú er, að við búum við blómlegt atvinnullf og hver maður, sem fær er til vinnu, hefur næg verkefni. Efnahagsvandinn. Og þó við eigum, eins og sakir standa, við erfiðleika að striða I efnahagsmálum, er að mínum dómi ekki ástæða til að fyllast svartsýni. Þaö er ekki nýtt, að bregðast þurfi við svipuðum erfiðleikum og nú á sviði efna- hagsmála. Þvert á móti hefur meira eða minna verið viö slík- an vanda að glima frá þvi I slö- ustu heimsstyrjöld, eöa yfir þrjá tugi ára. Að horfast í augu við veruleikann Þjóðin og þeir, sem hún velur til þess að hafa forsjá sameigin- legra mála, veröur að fara eins að og einstaklingur, sem stend- ur frammi fyrir erfiðleikum I fjármálum. Fyrst af öilu er að horfast I augu við staðreyndir og leita lausnar I samræmi við það. Þeir, sem þannig taka á málum, finna venjulega lausn, og hafa manndóm til aö leysa málið. Orsakir vandans Orsakir efnahagsvandans eru af fleirum en einum toga spunn- ar. Þar fara saman stórfelldar verðhækkanir á innfluttum vör- um, sem stafa af vaxandi verð bólgu I viðskiptalöndum okkar, og stöðvun verðhækkana og I sumum tilfellum lækkun á verði útflutningsafurða. Við þetta bætast svo innlendar ástæður. En rétt er að leggja áherslu á, að þvi fer fjarri að vandamálin á efnahagssviðinu séu öll af inn- anlandsástæðum. Og enn fjar- stæðukenndara er það, sem sumir halda fram, að efnahags- erfiðleikarnir stafi eingöngu af launahækkunum I siðustu kjarasamningum. Hér verður að horfast I augu við þá stað- reynd, að orsakanna er að leita til ýmissa samverkandi þátta. Sr' . Kristján Thorlacius : . > Kristján Bersi Olafsson: Hvað eru Samtök j afnaðarmanna ? Hvað eru Samtök jafnaðar- manna? Þetta er spurning sem ýmsir hafa spurt að undanförnu, eðli- leg spurning þegar þess er gætt að ofannefnd samtök hafa gert næsta litið til að kynna sig og stefnu sína. Frá okkur hefur ekki annað birst en ein litil fréttatilkynning og fáein um- mæli höfð eftir sumum okkar I fjölmiðlum. Samtök jafnaðarmanna eru félagsskapur manna sem vilja veg jafnaðarstefnunnar meiri i islenskum stjórnmálum en ver- ið hefur um iangt skeið. Stefna okkar kemur best fram i eftir- farandi yfirlýsingu: 1) Við viljum Island sjálfstætt og herstöðvlaust. 2) Kjörorð okkar er: Frelsi, jafnrétti, bræðralag. 3) Við viljum sameina islenska jafnaðarmenn. 4) Takmark okkar er sósial- Flestir okkar sem mynda Samtök jafnaðarmanna hafa áður verið flokksbundnir Al- þýðuflokksmenn eða staðið jjeim flokki nærri og greitt hon- um atkvæði i kosningum. En nú höfum við gefist upp á þeim stuðningi. Alþýöuflokkurinn hefur um alllangt skeið notað fylgi sitt — þar á meðal atkvæði okkar — til að styðja við bakið á stefnu sem við teljum ranga, og við fáum ekki séð að neinnar breytingar á þvl geti verið aö vænta. Þvert á móti hefur bæði framkoma og málflutningur forystumanna Alþýöuflokksins undanfarna mánuði og vikur orðið til aö opna augu okkar enn betur en áður fyrir þvi að Al- þýðuflokkurinn hefur tekið sér varanlega stöðu hægra megin á leikvelli stjórnmálanna og stendur næst Sjálfstæöisflokan- um allra isienskra stjórnmála- flokka. Þegar Samtök frjálslyndra og vinstri manna og Möðruvaila- hreyfingin tóku höndum saman Siðustu kjarasamn- ingar Fyrir slðustu kjarasamninga launþega var mörkuð sú stefna af stærstu heildarsamtökum launþega, Alþýðusambandi Is- lands og Bandalagi starfs- manna rikis og bæja, að launa- hækkanir til láglaunamanna skyldu hafa algeran forgang. Ct úr þessum samningum kom veruleg almenn launa- hækkun. En ekki þýðir að draga fjöður yfir, að það slys, sem varö I sambandi viö samninga nokkurra stéttarfélaga á frjálsa vinnumarkaðinum, olli þvl, að láglaunafólkiö fékk ekki þann forgang I síðustu kjarasamning- um, sem því bar, og þetta ber sérstaklega að harma. Að treysta kaupmátt iauna Afram verður það þvl bar- áttumál að bæta kjör láglauna- manna. En brýnast af öllu nú er aö gera ráðstafanir til þess að treysta kaupmátt launanna, og undir merkjum skýrrar vinstri stefnu, stefnu jafnaðar og sam- vinnu, fannst okkur I Samtökum jafnaðarmanna ekkert áhorfs- mál, hvar við ættum heima. Þarna voru risin stjórnmála- samtök, sem gætu hafið á loft fána vinstri sinnaðrar jafnaðar- stefnu, þann fána sem Alþýðu- flokkurinn hafði lokað inni i skáp til að brúka á tyllidögum en hlift við daglegri notkun. Við gengum til liðs við hina nýju samfylkingu, og við trúum þvi, að hún geti, ef vei tekst til, orðið upphafið að nýsköpun i Islensk- um stjórnmálum, nýjum vinstri sinnuðum flokki jafnaðar- og samvinnumanna. Samtök jafnaðarmanna eru sem slik ekki stjórnmálaflokk- ur. Það er algjörlega rangt þeg- ar þvi er haldið fram að með stofnun þeirra hafi verið aukið á flokkafjöldann I landinu. Sam- tök jafnaöarmanna eru hluti af stærri heild, stuðningsliöi F-list- ans, þau eru aðeins ein þeirra kvisia sem I sameiningu geta Kristján Bersi ólafsson oröið að myndarlegu fljóti, ef vel er að verki staðið. Linur eru nú skýrari I Islensk- um stjórnmálum en oft áður. Kosningarnar 30. júni snúast fyrst og fremst um það, hvort vinstri stefna eigi að verða snar þáttur I stjórnmálastefnu næsta kjörtimabils eða hvort aftur skuli haldið til hægri. Það verð- ur fyrst og fremst undir gengi F- listans komið, hvort ofan á verður. þetta er sérstaklega áríöandi fyrir fólk með lágar tekjur. Það er stefna þeirra, sem standa að framboði F-listans að aðild rlkisvaldsins að kjara- ákvörðunum miðist við það að bæta kjör hinna lægst launuðu og að sjónarmið félagslegs rétt- lætis fái að ráða. Frjáls samningsréttur. Vernda verður frjálsan samn- ingsrétt þeirra samtaka laun- þega, sem þegar hafa hann, jafnframt þvl, sem samtök opinberra starfsmanna verða að fá jafnrétti við aðra um samningsrétt. Af hálfu ríkisvaldsins verður að hafa fullt samráð við laun- þegasamtökin um lausn á efna- hagsmálunum. Það er einnig forsenda fyrir þvi, að sú lausn, sem valin verður, standist I reynd. I þeim málurn má ekki eiga sér stað valdbeiting stjórn- valda. Það eitt er sæmandi I þeim efnum að hafa þar samráð við almannasamtökin og það eitt er iíklegt til árangurs. Stjórnmála- umrœður í útvarpinu Ákveðið hefur verið/ að kosningabaráttan í sjónvarpi og hljóðvarpi fari fram með eftir- greindum hætti. Flokkakynning i hljóðvarpi verður send út mánudags og þriðjudagskvöld, 10. og 11. júni. Hver flokkur fær 15 minútur tii umráða. Flokkakynning i sjónvarpi verður send út n.k. miðviku- dagskvöld og föstudagskvöld, þ.e. 12. og 14. júní. Hver flokkur hefur þar 30 minútur til umráða. Miðvikudagskvöldið 19. júni verða forystu menn þeirra flokka, sem bjóða fram i öllum kjördæmum, spurðir. Hver listi fær 20 minútur til umráða, en þættir þessir eru sendir beint. Miðvikudaginn 26. júnl fer fram hringborðsumræöa i sjónvarpi milli formanna stjórnmálaflokkanna. Þessi umræða mun standa i eina og hálfa klukkustund, en verður tekin upp á band og send strax á eftir út i hljóðvarpi. Föstudaginn 28. júni fer svo fram almenn stjórnmálaum- ræða með eldhúsdagssniðinu i hljóðvarpinu. VID VILJUM RÓTTÆKA BYGGÐASTEFNU

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.