Þjóðmál - 24.06.1974, Side 1

Þjóðmál - 24.06.1974, Side 1
Olögleg útgáfustarfsemi Möðruvellinga, Samtakanna og Samtaka jafnaðarmanna Bjöð þau/ sem gefin voru út 31. maí og 7. |úní sl. (9. og 10. tbl.) af Þjóðmálum eru ólögleg og gefin út í algeru heimildarleysi blað- stjórnar. Blað það, sem hér birtist er því 9. tbl. 4. árg. útgefendur Þ jóðmála SAMTÖKIN BRUGÐUST f SAMEININGARMÁLINU Hver treystir þeim nú? Samtök frjálslyndra og vinstri , manna brugðust i sameiningar- málinu. Þau sviku Alþýðuflokk- inn rétt fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar þegar sameiningarmál- ið var komið á lokastig og þau sviku alla þá, sem af einlægni börðustfyrir stofnun nýs jafnaðar mannaflokks. Nú stendur þetta fólk, sem áður var í Samtökun- um, uppi vonsvikið og furðu lostið vegna þeirra atburða, sem gerst hafa og leiddu til þess að Samtök- in klofnuðu. Þegar grundvallar- stefnumið stjórnmálaflokks hefur þannig verið fótum troðið er ekki von á að öðruvisi fari. Nú standa Samtökin uppi sem tákn þess glundroða, sem nú einkennir is- lenska pólitik. Magnúsi Torfa tókst að gera Samtökin að viðundri i augum al- mennings. Hann og fylgisveinar hans, sem þekktastir eru fyrir að grafa undan sinum eigin stjórnmálaflokki, ættu að sjá sóma sinn í að biðja alþjóð afsök- unar á sameiningarboðskapnum, sem þeir hafa haldið á lofti nú um langt skeið. Það hefur nú komið i ljós að allt tal þessarra pilta um sameiningu var ekkert nema pólitisk brella, sem nota átti til að veiða atkvæði. Þeir menn, sem bregðast sinum eigin samherjum ogþeimgrundvallarstefnumálum, sem þeir hafa barist fyrir, þessir menn eru ekki liklegir til þess að hljóta traust þjóðarinnar. For- ystumenn Samtakanna, sem nú ráða þar ferðinni hafa svo af- dráttarlaust brugðist kjósendum sinum að þeir hefðu átt að sjá sóma sinn i þvi að hverfa af hin- um pólitiska vettvangi og láta aldrei sjá sig framar. En það gerðu þeir ekki. AAaanús Torfi landsfræaur fvr- ir aðaerðarlevsi 1 siðustu alþingiskosningum unnu Samtökin stórsigur. Þessi sigur var unninn undir forystu Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar, hvorttveggja reyndar baráttumanna islenskr- ar alþýðu. I Reykjavik stilltu Samtökin upp þeim Magnúsi Torfa og Bjarna Guðnasyni og komust báðir inn á þing. Bjarni hrökklaðist fljótlega út úr Sam- tökunum og gerði rikisstjórninni mjög erfitt fyrir þannig að hún var nær þvi óstarfhæf siðustu mánuðina áður en þingmenn voru sendir heim. Orlög Magnúsar urðu nokkuð önnur en Bjarna þvi hann hófst fljótlega til mannvirð- inga innan Samtakanna og fékk m.a. það hlutverk að vera ráð- herra fyrir hönd SFV. Flestir I Samtökunum byggðu miklar vonir við Magnús og þeir, sem mest höfðu kvartað um að- gerðarleysi og ranga stefnu i skólamálum urðu nú bjartsýnir. En svo liðu vikurnar hver af ann- arri. Sagt var að Magnús Torfi væri að hugsa sig um og ekki væri hægt að rétta við 14 ára kyrr- stöðu- og óstjórnartimabil i ein- um hvelli. ..Sefur bú, sefur bú?" En svo liðu mánuðirnir og siðan leið fyrsta árið og þá fóru menn að ókyrrast, en spjátrungarnir sögðu: „Sefur þú, sefur þú?” Svo leið annað árið og ennþá svaf Magnús Torfi. Undir það siðasta var svo komið að stjórn SFV i Reykjavik harðneitaði að fá Magnús til að tala á fundum i fé- laginu. Frá honum væri ekkert að hafa hvorki i orði né gjörðum. Pólitiskir andstæðingar voru hættir að gagnrýna þennan mann og almenningur var svona hálft i hvoru farinn að vorkenna þessum manni, sem sagt var að einu sinni hefði afgreitt i bókabúð en nú af- greiddi ekki neitt. Eitt var þó vlst, að gerði Magnús ekki eitthvað stórkostlegt — og það fljótt, beið hans ekkert nema pólitiskur dauðdagi. En svo skeði undrið. Eftir að þingflokkur SFV hafði lýst vantrausti á rikisstjórnina neitaði Magnús Torfi að yfirgefa stólinn sinn, sem þingflokkurinn hafði þó skotið undir hann. Auð- vitað vissi Magnús vel að rikis- stjórnin var þegar dauð. Hún var búin að vera dauðvona I lengri tima og algerlega ófær til að leysa þau vandamál, sem við blöstu. AAaqnús Torfi braut allar ieikrealur Magnús reyndi svo að fá menn til að halda að hann hefði tekið þessa ákvörðun af þegnskap við rikisstjórnina, en það var nú öðru nær. Hann vissi eins og reyndar allir aðrir, að hann þurfti að gera eitthvað stórt til að bjarga Magnúsi Torfa. Hann þurfti lifs- nauðsynlega að komast i sviðs- ljósið og honum tókst það svo sannarlega. Hann braut allar pólitiskar leikreglur með þvi að sitja áfram i rikisstjórn, sem hans eigin flokkur hafði lýst van- trausti á. Slikir hlutir gerast ekki oft. Magnús Torfi hefur sannað það fyrir alþjóð að hann fer ein- ungis að lögum þegar það hentar. Réttlæti þessa manns takmarkast ekki af landslögum eða siðferðis- legu hátterni heldur af þeim til- gangi sem Magnús Torfi sjálfur sér i rás viðburðanna. Barótta aean verkalyös- hrevfinqunni Magnúsi Torfa tókst að fram- lengja lif rikisstjórnarinnar, sem var þegar orðin svo óvinsæl að vinstri menn fóru hjá sér, þegar um var rætt. Þessi rikisstjórn var fyrir löngu búin að missa stjórn á efnahagsmálunum og kórónaði svo allt með þvi, að hefja harða baráttu gegn verkalýðshreyfing- unni með því að vinna að þvi að ó- gilda löglega-gerða kjarasamn- inga. Þegar þannig var komið málum sá Magnús Torfi sér leik á borði. Sá leikur var að svikja i sameiningarmálinu, hlaupast á brott frá fyrirheitum sinum og stefnu til þess eins að hljóta við- urkenningu hjá upplausnaröflum þjóðfélagsins, tætingsliði úr Framsóknarflokknum og laumu- kommúnistum sem smeygt höfðu sér inn fyrir dyr hjá Samtökun- um. Og nú var þessi aðgerðalausi og tvistigandi maður orðinn foringi Samtakanna i staðinn fyrir Hannibal Valdimarsson. Þar með amhald á bls. 6. Gefum sundrungaröflunum verðuga ráðningu: Tryggið Birni Jónssyni öruggt þingsæti Kosningarnar 30. júni snúast fyrst og fremst um það hvort is- lenskir kjósendur vilja stuðia að áframhaldandi glundroða, ráð- leysi og tvistigungshætti eða hvort þcir viija sterka og tiiþrifa- mikla rikisstjórn. í baráttusæti Aiþýðufiokksins i Reykjavik er nú forseti Alþýðu- sambands islands, Björn Jóns- son, sem af mikilii festu og á- ræðni neitaði að taka þátt í þeim svivirðilegu aðgerðum, sem „vinstri stjórnin” stefndi gegn verkalýöshreyfingunni. Björn Jónsson hcfur margoft sýnt það og sannað fyrir islensk- um kjósendum að hann er trausts þeirra verður. Samskipti hans við kommúnista á undanförnum ár- um og ekki sist nú i vinstri stjórn- inni hafa fullvissaö hann um að Alþýðubandalagið cr nú orðiö hið argasta ihald og svartasta aftur- hald, sem til er á tslandi i dag. Almenningur krefst meiri festu i íslenskum stjórnmálum. Fólk er orðið þreytt á sundrungaröfiun- um og það treystir alls ekki þeim mönnum, sem svikust undan merkjum úr Framsóknarflokkn- um eða Alþýðuflokknum. Þvi sið- ur mun það treysta núverandi forystuliði SFV, sem lagði megin- áherslu á að grafa undan öðrum flokkum og semja við klofnings- hópa fremur en að ganga heiðar- lega til leiks og vinna að sam- vinnu við stjórnmálaflokk, sem gekk heill til leiks. Með þvi að kjósa nú A-listann fá þessi sundrungaröfl verðuga ráðningu og það er þjóðarnauð- syn að svo verði. Reykviskir kjósendur munu þvi fylkja sér um A-listann og senda forseta Alþýðusainbands tslands á þing og tryggja þar meö grund- völl fyrir öruggri rfkisstjórn, sem mun standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks og stuðla jafn- framt að aukinni þjóðarhagsæld og framförum.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.