Þjóðmál - 24.06.1974, Blaðsíða 2

Þjóðmál - 24.06.1974, Blaðsíða 2
pjiftimil Útgefandi: Blaðaútgáfan Þjóðmál Reykjavík Ritnefnd: Daníel Kjartansson (ábm.) Jakob Olafsson Valborg Böðvarsdóttir Prentun: Blaðaprent h/f VERKALYÐSSINNAR ÖR SFV MUNU STANDA MEÐ ALÞÝÐUFLOKKNUM í KOSNINGUNUM 30. JÚNÍ Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru upphaflega stofnuð, sem baráttuflokkur fyrir islenska alþýðu. Nú hafa nýir menn tekið við Samtökunum og kastað um leið fyrir borð þeirri verkalýðspólitik, sem Hannibal Valdi- marsson og Björn Jónsson höfðu mótað á sið- ustu árum. Björn Jónsson forseti ASÍ sagði skilið við stjórn ólafs Jóhannessonar vegna þeirra aðgerða, sem vinstri stjórnin hugðist gera og stefnt var gegn hagsmunum og rétti vinnustéttanna i landinu. 1 grein, sem Björn Jónsson skrifar i Þjóðmál i dag segir hann á þessa leið: ,,í þvi ástandi, sem nú hefur skap- ast og er að skapast er næsta augljóst að verkalýðshreyfingin mun eiga i ströngu að striða næstu mánuði við að verja lifskjör sin og atvinnumöguleika.” Siðan segir Björn: ,,Frá sjónarhóli verkalýðshreyfingarinnar varðar það mestu og hlýtur að verða úrslitaatriði að engin kjaraskerðing af neinu tagi verði gerð á kjörum láglaunafólks og ég trúi þvi að um þá stefnu sé unnt að ná fullri samstöðu, að verka- lýðssamtökin beiti öllum sinum styrk til þess að hindra öll slik áform. í öðru lagi hlýtur sú krafa að verða ófrávikjanleg að frjáls samn- ingsréttur verði i öllu virtur og að enar breyt- ingar á kjarasamningum, sem brjóta i bága við þann helga rétt verði gerðar. Þessi réttur er ein helsta uppistaða þess lýðræðis- skipulags, sem hér á, samkvæmt lögum, að rikja og sé að honum vegið er um leið vegið að lýðréttindum og þeirri valdadreifingu, sem skilur okkar þjóðfélag á hinn veigameista hátt frá þeim þjóðháttum, sem einkenna einræðis- rikin.” Að lokum segir forseti ASÍ á þessa leið: ,,Þessi höfuðatriði i meðferð efnahagsmálanna munu skipta sköpum um lifskjör láglaunastétt- anna á næstu timum og þau ráðast annarsveg- ar af faglegum styrk verkalýðshreyfingarinn- ar og hinsvegar af þvi hvern stjórnmálalegan bakhjarl verkalýðshreyfingin eignast á Alþingi i kosningunum 30 júni. Eins og nú er komið” segir Björn Jónsson, ,,fæ ég ekki séð að i þess- um efnum sé eygjanleg nein sterk von fyrir hina mörgu smáu i þjóðfélaginu, alla þá sem eiga efnalega velferð sina undir þvi að völd og áhrif verkalýðssamtakanna verði ekki fótum troðin og að aukin efnahagslegur jöfnuður riki, en sú að flokkur islenskra jafnaðarmanna, Al- þýðuflokkurinn, verði efldur til úrslitaáhrifa á löggjafarþinginu. Þessa bjargföstu skoðun mina”, segir Björn að lokum, ,,byggi ég á þvi að bæði Alþýðubandalagið og SFV undir hinni nýju forustu Magnúsar Torfa hafa á örlaga- stund brugðist verkalýðshreyfingunni gersam- lega eins og öll málsatvik kringum þingrofið og það sem siðan hefur gerst sanna rækilega.” Siðan bendir Björn Jónsson á, að þróunin innan Alþýðuflokksins hafi verið með allt öðrum og betri hætti og hvetur allt verkalýðssinnað fólk og jafnaðarmenn til að fylkja liði um Alþýðu- flokkinn, vinna að eflingu hans og gera sigur flokksins eftirminnilegan i kosningunum 30. júni. FAXI skrifar: lllt er að eiga þræl að foringja Magnús Torfi sveik i samein- ingarmálinu eins og sá einn getur, sem alinn er upp i þrælabúöum kommúnista, upp- eldisstöðinni að Skólavörðustig 19. Hann sveik samstarfsmenn sina og kastaði öllum fyrri stefnumiðum fyrir borð. Hann hljóp undir bagga með rikisstjórninni til þess að tryggja framgang þeirrar stefnu, að stjórnvöld geti hve- nær sem hentar afmunum frjálsan samningsrétt vinnu- stéttanna. Fyrir þetta allt upphófst Magnús til foringja i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, sem nú er ekki lengur flokkur verkalýðs heldur flokkur pólitiskra menntamanna, sem nú leggur á það megináherslu að tryggja áframhaldandi áhrif þröngrar embættismannakliku, sem Magnús Torfi hefur sjálfur flækst inn i. Hann var kosinn á þing og gerður að ráðherra meðal annars til þess, að koma á umbótum á þessu stein- runna kerfi. Nú hefur kerfið sjálft innlimað Magnús Torfa og gert hann að persónugerfingi þess andlega dauða og þeirrar stöðnunar, sem einkennt hefur embættismannakerfi þjóðarinn- ar á liðnum árum. Þegar Magnús var gerður að menntamálaráðherra þótti mörgum, sem vel væri af stað farið enda var menntamála- ráðuneytið einmitt höfuðvigi þess rammasta afturhalds og forheimsku, sem um getur i öllu stjórnarkerfinu. En það tók ekki höfuðpaur þess ráðuneytis lang- an tima að átta sig á fyrirbær- inu Magnús Torfa, sem fljótlega verð aö algeru viðundri i augum þjóðarinnar fyrir roluhátt og eiliföarsvefn. Og höfuðpaurinn sá, að nú þurfti aö gera stóra hluti. Það þurfti að skipa nýja grunnskólanefnd. Og þessi nefnd þurfti að sjálfsögðu að vera skipuð hinum hæfustu mönnum. Um vinnubrðgð þess- arar nefndar þarf ekki að ræða. Henni tókst nærri þvi, að ein- dæma snilld, að drepa frum- varpið með fáránlegum og dónalegum málflutningi út um allt land. Það er i sjálfu sér af- rek hvernig nefndinni tókst að forklúðra, jafn ágætu viðfangs- efni, sem skólalöggjöfin er, en auðvitað var verkið allt unnið á skrifborðum I Reykjavik án nokkurrar innsýnar i hin raun- veruiegu vandamál byggðar- laganna. Og nú hefur grunnskólanefnd- in og Njörður P. Njarðvik og aðrirálika menningarvitar hrú- ast utan um Magnús Torfa til að tryggja og efla það mennta- mannavald, sem fótum treður allt réttlæti eftir vild og forsmá- ir rétt einstaklingsins ef hann hikar við að fylkja sér aftan við halarófu forheimskunnar. Það er vissulega timabært að vara almenning við slikum söfnuði, sem valið hefur sér hrokann og mannfyrirlitninguna að aðals- merki. _ Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru upphaflega stofnuð til þess að berjast fyrir frjálsri hugsun og auknu lýð- ræði i þjóðfélaginu. Þau voru einnig stofnuð með það fyrir augum að efla jafnaðarstefnuna i landinu. Samtökin voru fyrst og fremst verkalýðsflokkur og undir forystu Hannibals Valdi- marssonar og Björns Jónssonar var það baráttan fyrir hags- munum hins almenna borgara, sem setti mestan svið á störf flokksins. En nú hefur verkalýðsstefna Samtakanna verið yfirbuguð af „hinni nýju stétt” mennta- manna og embættismanna. Þetta hefur orðið til þess að helstu forystumenn Samtak- anna hafa nú gengið til liðs við Alþýðuflokkinn. Einnig hefur stór hópur manna sem áður fylgdi Samtökunum að málum sagt skilið við SFV og nú er svo komið I félaginu i Reykjavik að þar eru Möðruvellingar allsráð- andi. Verði þeim að góðu. Nú eru kosningar framundan. Úrslitin eru að mörgu leyti tvi- sýn I ýmsum kjördæmum. Nú riður á, að allir þeir, sem efla vilja jafnaðarstefnuna samein- ist um að gera sigur Alþýðu- flokksins sem mestan. Þið, sem áöur voruð i Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna. Látið ekki hina nýju forystumenn Samtakanna komast upp með aö drepa framgang öflugrar jafnaðarstefnu. Fylkjum liði og eflum Alþýðuflokkinn og gerum hann að enn betri Alþýðuflokki en hann hefur nokkurn timan veriö. Gerum sigur A-listans að sigri Islenzkrar alþýðu. Fram til sigurs. Valborg Böövarsdóttir, fóstra: Vaxandi fjölskylduvandamál þjóðfélagsins í dag Nú þegar við göngum að kjör- borðinu þann 30. júni ber okkur að ihuga vel og vandlega hvað það er, sem við viljum og hvað er okkur efst i huga. Við islend- ingar erum sjálfstæð þjóð og sjálfstæðar persónur, sem land- ið byggja. Þess vegna erum við einhuga um að vilja bjarga okk- ur sjálf og komast áfram af eig- in rammleik. Við viljum eignast okkar eigin Ibúðir og ekki vera upp á aðra komin með eitt eða neitt. Þess vegna ber okkur að stuöla að þvi að allir geti eignast eigiðhúsnæði og það á þann hátt að við þurfum ekki að hálfdrepa okkur á vinnu öll okkar beztu æviár og jafnframt að vanrækja heimilið og börnin til þess að þetta sé hægt. Við gerum miklar kröfur og býggjum fint og flott og sam- keppnin er gifurleg, jafnvel þótt við viljum ekki viðurkenna það með sjálfum okkur. Væri ekki hægt að leysa þetta húsnæðis- vandamál okkar á einhvern auöveldari hátt? Gætu ekki stjórnmálamennirnir okkar, arkitektar eða einhverjir, sem völdin hafa fundið einhverja lausn? Hvernig á t.d. ungt fólk sem byrjar búskap að kljúfa þetta? Af hverju verða t.d. allir þessir hjónaskilnaðir? Vegna þess að „streitan” er svo mikil að fólk hreinlega gefst upp. Það er ekki nóg þó fólk geti kannski fengið húsnæðismálalán með okurvöxtum, sem það svo margborgar upp. Það verður að finna einhverja aðra lausn. Það verður að byggja ódýrara eða lána meira i byggingunum með thgkvæmari vöxtum og yfir lengri tima, eins og tiðkast i ná- grannalöndum okkar. Hérna kemst ekkert annað að en vinna og aftur vinna. Fólk tekur sér helzt ekki sumarfri öðru visi en svo, að það sé þá að vinna eitt- hvað annað i Ibúðum sinum eða þá einhverja aukavinnu til að standa undir kostnaðinum við ibúöina. Þetta er orðið all- skuggalegt ástand, svo ekki sé meira sagt. En hvað á að gera? Ekki vill fólk leigja allt sitt lif og láta henda sér frá einum staðn- um i annan, ef það þá fær leigt. Eigi fólk börn, a.m.k. fleiri en svona tvö til þrjú, þá vill enginn leigja þvi. Kona nokkur, sem hringdi útaf ibúð, sem var til leigu og sagði að þau hjónin væru með tvö börn fékk þetta svar: „Nei heyrðu góða min, það er nú einum of mikið. Hefði það verið eitt þá væri það nú sök sér.” Svona er nú ástandið i dag, þvi miður. Og þetta er nátt- úrlega ekki eingöngu ungt fólk, þvi hafi fólk verið svo óheppið að geta ekki byggt eða komizt yfir Ibúð I byrjun hjúskaparins, þá er það ekki auðveldara eftir að börnunum fjölgar og þau stækka. Við, sem erum alþýðufólk og viljum að allir geti komizt áfram og verði sjálfbjarga, hvetjum okkar forystumenn til að finna lausn á þessu máli, þvi það er virkilega öfugþróun i þjóðfélaginu, ef allir þurfa að vinna svo mikið að þeir megi ekki vera að þvi að hugsa um sin heimili og ala upp sin börn. Börnin fara mikils á mis, ef móðirin eða foreldrarnir mega ekki vara að þvi að sinna þeim meðan þau eru að alast upp, sérstaklega fyrstu æviárin. Móðirin ætti að hugsa sig vel um áður en hún fer út að vinna frá börnunum sinum, meðan þau eru að mótast fyrstu árin. Nú á ég náttúrlega við það, að hún fari að vinna allan daginn yfir lengri tima. Þvi öll börn hafa gott af þvi að vera t.d. á leik- skóla hluta úr degi og móðirin jafnvel gott af tilbreytingunni lika. En að ætla að ala börnin sin upp á stofnunum eða á flæk- ingi alla tið, það er alveg von- laust og sum börnin biða þess Framhald á bls. 6.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.