Þjóðmál - 24.06.1974, Blaðsíða 3

Þjóðmál - 24.06.1974, Blaðsíða 3
HALLDÓR $. MAGNÚSSON OG MÖÐRUVELLINGAR ÆTLUÐU AÐ SÖLSA UNDIR SIG BLAÐIÐ ÞJOÐMAL I aprllmánuði 1973 varð það að samkomulagi milli SFV I Vestmannaeyjum og fram- kvæmdastjórnar SFV að blaðið Þjóðmál yrði gefið út I Reykja- vlk á ábyrgð framkvæmda- stjórnarinnar en I samvinnu við Vestmannaeyjafélagið, sem hafði gefið blaðið út til þess tíma, en Bragi Jósepsson hafði komiö blaðinu á fót snemma á árinu 1970. Ástæðan fyrir þessu samkomulagi var tvlþætt. í fyrsta lagi höfðu Samtökin þá nýlega tapað út úr höndunum aðalmálgagni sínu Nýju Landi. 1 ööru lagi, að því er varðar út- gáfuna i Vestmannaeyjum, rendist erfitt um vik vegna þeirra áhrifa sem gosið hafði á alla hluti. Þessi bráðabirgða- lausn var þvi báðum aðilum hagkvæm. Eftir að blaðið fór að koma út I Reykjavik á vegum fram- kvæmdastjórnarinnar var skip- uð sérstök ritnefnd og voru tveir fulltrúar tilnefndir af Vest- mannaeyjafélaginu og tveir af framkvæmdastjórn SFV. Nokkru seinna var bætt við tveimur fulltrúum I ritnefndina og voru þeir tilnefndir af félag- inu I Reykjavik. Auk ritnefndar og framkvæmdastjóra blaðsins tók Bragi Jósepsson virkan þátt I stefnumótun blaðsins og al- mennum störfum með rit- nefndarmönnum. Hinn 31. mal sl. komu Þjóð- mál út með nokkuð óvenjuleg- um hætti. Ritnefndarmenn höfðu reyndar ekki verið boðað- ir á fund en framkvæmdastjórn SFV hafði ákveöið, svona með sjálfri sér, að best væri að losa sig við ritnefndina og Vest- mannaeyjafélagið og leggja endanlegt eignarhald á blaðið. Framkvæmdastjórnin vatt sér þvl i það, að ráða ritstjóra og skipa nýja ritnefnd. Þá var einnig ákveðið að blaðið skyldi gefið út af Samtökunum I sam- vinnu við Möðruvellinga og Samtök Jafnaðarmanna (Njörð P. Njarðvik og Kristján Bersa). Þegar um þetta fréttist til Vestmannaeyja að forystumenn Samtakanna hefðu þannig ætlað að sölsa blaðið undir sig þótti mörgum sem foringjarnir hefðu illa launað blaðlánið og sam- starfið, sem hafði þó gengið nokkuð vel að flestra dómi. Á fundi sem haldinn var I Vest- mannaeyjum 5. júni var sam- þykkt harðorð tillaga þar sem framkvæmdastjórn var fyir- varalaust svift rétti til útgáfu blaðsins. Tillagan var á þessa leið: „Samtök frjálslyndra og vinstri manna I Vestmannaeyj- um lýsa furðu sinni á þeirri óbil- girni, sem framkvæmdastjórn SFV hefur sýnt, með þvi að leggja niður ritnefnd Þjóðmála fyrirvaralaust, skipa slðan aöra og halda áfram útgáfu blaðsins I samvinnu við nýja aðila án nokkurs samráðs við SFV I Vestmannaeyjum. Samtökin I Vestmannaeyjum afturkalla þvi fyrirvaralaust þá heimild, sem framkvæmdastjórn SFV hefur haft til útgáfu Þjóðmála.” 1 framhaldi af þessari sam- þykkt var kjörin þriggja manna útgáfunefnd til þess að hafa á hendi frekari aðgerðir I málinu. Daginn eftir að þessi fundur var haldinn skrifaði formaður SFV I Vestmannaeyjum og for- maður útgáfunefndar félagsins Magnúsi Torfa Ólafssyni for- manni Samtakanna bréf, en þar segir meðal annars á þessa leið: „A fundi, sem halainn var i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna I Vestmannaeyj- um, miðvikudaginn 5, júni sl. var samþykkt að afturkalla fyrirvaralaust þá heimild, sem framkvæmdastjórn Samtak- anna hefur haft til útgáfu Þjóðmála.” Þá hafði formaður SFV I Vestmannaeyjum og útgáfu- nefnd félagsins rætt um það við Braga Jósepsson hvort ekki væri unnt að stofna til blaðaút- gáfu um Þjóðmál þannig að blaðiö túlkað áfram það yfir- lýsta markmið að berjast fyrir eflingu jafnaðarstefnunnar á Is- landi. 1 framhaldi af þeim við- ræðum var slðan gengið frá stofnun Blaðaútgáfunnar Þjóð- mál, en I stjórn hennar eru auk Braga Jósepssonar tveir full- trúar tilnefndir af SFV I Vest- mannaeyjum. Nokkrar umræður og blaða- skrif spunnust út af þessu máli I fjölmiðlum og mun flestum hafa þótt, sem hin nýja Möðruvalla- forysta skeytti litið um lýð- ræðisleg vinnubrögð eða al- menna kurteysi. Hinn 12. júnl sl. skrifaði fram- kvæmdastjóri SFV, Halldór S. Magnússon bréf út af þessu máli, enda mun Magnús Torfi þá hafa verið orðinn uggandi um afdrif málsins. 1 bréfi sinu til Braga Jósepssonar segir Halldór að framkvæmdastjórn- in vilji komast að samkomulagi til þess að komast hjá málaferl- um og leggur til að: „Fram- kvæmdastjórn SFV hætti útgáfu blaðs undir náfninu Þjóðmál frá og með 1. júli 1974” Slðan segir: „Framkvæmdastjórnin væntir þess hins vegar að ekki verði reynt að fá sett lögb'ann við út- gáfu hennar á blaöi með natninu Þjóðmál fram að þeim tíma”. Það næsta, sem gerðist svo I þessumáli var það, að stjórn Blaöaútgáfunnar Þjóðmál á- kvað að halda áfram útgáfu blaðsins Þjóðmál og kaus þriggja manna ritnefnd, en hana skipa: Daníel Kjartans- son, verslunarmaður, Jakob Ólafsson, raftæknifræðingur og Valborg Böðvarsdóttir, fóstra. Stjórn útgáfunnar taldi ekki á- stæðu til að óska eftir lögbanni á framkvæmdastjórn SFV vegna ólöglegrar útgáfu þeirra á blað- inu, að áskyldi sér fullan rétt I þvi máli slðar. Siðan hefur það gerst að framkvæmdastjórn SFV hefur breytt nafni blaðsins I Ný Þjóðmál og er sú aðgerð þessara manna i fullu samræmi við aðra snillimennskr. I fari þeirra og hegðun. 1 gær, sunnudaginn 23. júni, rétt fyrir kvöldmatarleytið, hringdi Halldór S. Magnússon I Braga Jósepsson og tjáði honum að framkvæmdastjórn SFV hefði samþykkt að óska eftir þvi að lögbann yrði sett á þetta blað. Þegar þetta er ritað er þvl undir hælinn lagt hvort þetta blað sér nokkurn timan dagsins ljós. Þessir atburðir og þróun þessa máls minnir okkur illilega á þá bitru staðreynd að ritfrelsi er ekki sjálfsögð mannréttind i ■ augum allra manna. Forystu- menn Samtakanna hafa nú af- hjúpað sitt rétta andlit. x-A (IR HOROUfH. V. KOSNINGA- SKRIFSTOFA A-listinn í Norður- landskjördæmi vestra hefur opnað tvær kosningaskrif stof ur: Á Siglufirði: Kosningaskrifstof an er i Borgarkaffi. Sími hennar er: 96-71402 Á Sauðárkróki: Kosningaskrifstofan er að Hólavegi 31. Simi hennar er 95-5313. Stuðningsfólk A- listans er beðið að hafa samband við skrif- stof urnar. Tilkynning um framboðslista í Reykjaneskjördæmi við Alþingiskosningarnar 30. júní 1974 A — listi Alþýðuflokksins 1. Jón Armann Héðinssnn.fyrrv. alþingism. Kópavogsbraut 103, Kópavogi. 2. Karl Steinar Guðnason, form. Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, Heiðarbrún 8, Keflavlk. 3. Kjartan Jóhannsson, verkfræöingur, ölduslóö 27, Hafnarfirði. 4. Hrafnkell Asgeirsson, hæstaréttarlögmaöur, Miövangi 5, Hafnarfiröi. 5. ólafur Björnsson, útgerðarmaður, Heiðarbrún 9, Keflavlk. 6. óttar Yngvason, héraösdómslögmaður, Bræðratungu 5, Kópavogi. 7. óskar Halldórsson, húsgagnabólstrari, Sunnuflöt 13, Garðahreppi. 8. Haukur Ragnarsson, tilraunastjóri, Mógilsá, Kjalarneshreppi. 9. Ragnar Guðleifsson, kennari, Mánagötu 11, Keflavlk. 10. Emil Jónsson, fyrrv. ráðherra, Kirkjuvegi 7, Hafnarfirði. B — listl Framsóknarflokksins 1. Jón Skaftason, fyrrum alþingismaður, Sunnubraut 8, Kópavogi. 2. Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri, Brekkubraut 5, Keflavlk. 3. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir bæjarfulltrúi, Smyrlahrauni 34, Hafnarfirði. 4. Haukur Nielsson, bóndi, Helgafelli, Mosfellssveit. 5. Friðrik Georgsson, tollvörður, Háaleiti 29, Keflavlk. 6. Hörður Vilhjálmsson, viðskiptafræðingur, Hegranesi 30, Garðahreppi. 7. Jón Grétar Sigurðsson, héraðsdómslögmaður, Melabraut 3, Seltjarnarnesi. 8. Halldór Ingvason, kennari, Asabraut 2, Grindavlk. 9. Ingólfur Andrésson, sjómaöur, Vailargötu 8, Sandgeröi. 10. Hiimar Pétursson, skrifstofumaður, Sólvallagötu 34, Keflavik. D — listi Sjólfstæðisflokksins 1. Matthlas A. Mathiesen, hæstaréttarlögmaður, Hringbraut 59, Hafnarfiröi. 2. Oddur ólafsson, læknir, Hamraborg, Mosfellssveit. 3. ólafur G. Einarsson, oddviti, Stekkjarflöt 14, Garöahreppi. 4. Axel Jónsson, bæjarfulltrúi, Nýbýlavegi 26 B, Kópavogi. 5. Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastj. Hllöarvegi 3, Ytri-Njarðvlk. 6. Guðfinna Helgadóttir, nemi, Melgeröi 28, Kópavogi. 7. Eðvarð Júliusson, skipstjóri, Mánagötu 13, Grindavik. 8. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Miðbraut 29, Seltjarnarnesi. 9. Jón ólafsson, bóndi, Brautarholti, Kjalarnesi. 10. Tómas Tómasson, sparisjóösstjóri, Skólavegi 34, Keflavlk. F — listi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1. Halldór S. Magnússon, viöskiptafræöingur, Smáraflöt 30, Garðahreppi. 2. Ellas Snæiand Jónsson, ritstjóri, Lundarbrekku 12, Kópavogi. 3. Sigurður Einarsson, tannsmiöur, Lundarbrekku 4, Kópavogi. 4. Halldóra Sveinbjörnsdóttir, húsfrú, Hringbraut 106, Reykjavík. 5. Sigurjón I. Hilarlusson, kennari, Hjallabrekku 15, Kópavogi. 6. Kristján Bcrsi óiafsson, skólastjóri, Austurgötu 23, Hafnarfiröi. 7. Hannes H. Jónsson, iðnverkamaður, Lyngási, Mosfellssveit. 8. Hannes Einarsson, trésmiður, Asgarði 10, Keflavík. 9. Jón A. Bjarnason, ljósmyndari, Lundarbrekku 8, Kópavogi. 10. Eyjólfur Eysteinsson, forstöðumaöur, Miðtúni 8, Keflavik. G — listi Alþýðubandalagsins 1. Gils Guömundsson, fyrrv. alþingismaöur, Laufásv. 64, Rvlk. 2. Geir Gunnarsson, fyrrv. alþingismaöur, Þúfubarði 2, Hafnarfirði. 3. Karl G. Sigurbergsson, skipstjóri, Hólabraut 11, Keflavík. 4. ólafur R. Einarsson, menntaskólakennari, Þverbrekku 2, Kópavogi. 5. Erna Guömundsdóttir, húsmóðir, Hringbraut 30, Hafnarfirði. 6. Hallgrimur Sæmundsson, kennari, Goðatúni 10, Garðahreppi. 7. Helgi ólafsson, skipstjóri, Leynisbrún 2, Grindavik. 8. Svandls Skúladóttir, fóstra. Bræðratungu 25, Kópavogi. 9. Hafsteinn Einarsson, kompásasmiður, Bjargi, Seltjarnarnesi. 10. Magnús Lárusson, húsgagnasmiður, Markholti 11, Mosfellssveit. P — listi Lýðræðisflokksins 1. Freysteinn Þorbergsson, f.v. skólastjóri, Oldutúni 18, Hafnarfirði. 2. Björn Baldursson.laganemi, Bakkavör 9, Seltjarnarnesi. 3. Haukur Kristjánsson, skipstjóri, Þúfubarði 11, Hafnarfirði. R — listi Fylkingarinnar — Baráttusamtaka sósíalista 1. Guðmundur Hallvarðsson, verkam. Auðbrekku 21, Kópavogi. 2. Baldur Andrésson, póstmaður, Vesturbergi 94, Reykjavik. 3. Gestur ólafsson, háskólanemi, Digranesvegi 77, Kópavogi. 4. Eriingur Hansson, kennari, Hjalla, Kjós. 5. Agnar Kristinsson, verkamaður, Asgaröi 3, Keflavik. 6. Stefán Hjálmarsson, háskólanemi, Alfhólsvegi 30a, Kópavogi. 7. Kári Tryggvason, iðnnemi, Sólvallagötu 30, Keflavik. 8. Kristin Unnsteinsdóttir, bókavörður, Reynimel 84, Rvik. 9. Lára Pálsdóttir, háskólanemi, Mávanesi 24, Garðahreppi. 10. Kristján Eyfjörö Guðmundsson, sjómaöur, Merkurgötu 13, Hafnarfirði. Hafnarfirði 31. mai 1974 Yfirkjörstjórnin i Reykjaneskjördæmi Björn Ingvarsson Guðjón Steingrimsson Hallgrimur Pétursson Halldór Pálsson Þormóður Pálsson o

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.