Þjóðmál - 24.06.1974, Blaðsíða 4

Þjóðmál - 24.06.1974, Blaðsíða 4
ÞAÐ BER DAUÐANN í SÉR AÐ STANDA EKKI VIÐ FYRIR- HEIT SÍN OG STEFNU BJÖRN: Hverfur frá stuön- ingi við SFV vegna svika þeirra i sameiningarmálinu og svika við verkalýðinn, en skorar á fólk að berjast nú til þrautar fyrir lifi islenskrar jafnaðarstefnu með þvi að styðja Alþýðuflokkinn. hannibai um störfum svika upphl einingarmá þess við Varar við hendi, að manna, á bxði ósigur. HÉR HLJC „Hér hljóta leiðir að skilja,” sagöi Hannibal Valdimarsson I bréfi til þeirra, er nú ráða Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna og framboðsmálum þeirra, um leið og hann sagði af sér öilum trúnaðarstörfum fyrir Samtökin og lagði niður allt starf á þeirra vegum. — Sameiningar- málinu, upphaflegu höfuðmark- miði Samtakanna, hefur fámennur hópur manna, sem sölsað hafa undir sig flestar lykil- stöður I Samtökunum, nú alger- iega kastað fyrir róða, sagði Björn Jónsson i fréttatilkynningu um úrsögn sina úr Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. — Nú stendur fyrir dyrum að heyja baráttu fyrir þvf, að Alþýðu- flokknum veröi tryggð lifvænleg staða i islenskum stjórnmálum Björn Jónsson, forseti ASI ÚR SFV VEGNA STUÐNINGS FLOKKS- STJÓRNAR VIÐ VERKALÝÐS- FJANDSAM- LEGA STEFNU Þann 27. mai s.l. sendi Björn Jónsson, forseti Alþýöusambands íslands, formanni Samtaka frjálslyndra og vinstri manna svohljóðandi bréf: ,,Hr. Hannibal Valdimarsson, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna Bogahlið 8, Reykjavik. Hér með tilkynni ég úrsögn mina úr flokksstjórn SFV, svo og að ég segi af mér formennsku og þátttöku I svonefndri „sameiningarnefnd” og enn- fremur öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, ef einhver eru. Astæðan fyrir framangreindri ákvörðun minni ætti öllum að vera augljós. Æðsta stjórn samtakanna, flokksstjórnin^hefur bæði beint og óbeint veitt vara- formanni flokksins, Magnúsi Torfa Ólafssyni stuðning við ómengaða verkalýðsfjandsam- lega stefnu.sem m.a. lýsir sér i þátttöku hans i framlagningu frv. til laga um „viðnám gegn ’verðbólgu”, þar sem stefnt var að ógildingu allra kjarasamninga verkalýðshreyfingarinnar og siðar i þvi að styðja útgáfu brb. laga um stórfellda kjara- skerðingu með ráni verðlagsbóta á öll laun — lika þeirra sem i dag hafa hvorki til hnifs né skeiðar. Flokksstjórnin hefur einnig látið óátalið, a.m.k., að þessi sama persóna hlypist á brott frá löglega teknum ákvörðunum þing- flokksins, meðan hann var og hét með þrásetu i rikisstjórn, sem flokkurinn hafði lýst vantrausti á og hann hafði verið sviptur umboði til að sitja i. Flokks- stjórnin hefur ennfremur látið óátaliö að sama persóna sviki flokkinn i tryggðum meö þvi að tryggja Ólafi Jóhannessyni möguleika á þingrofi með þeim smánarlega og siðlausa hætti aö þingmenn voru sviptir lögmætu umboði sinu og þjóðin skilin eftir án löggjafarsamkomu — allt I þeim tilgangi fyrst og fremst að torvelda eða útiloka að „Samtökin” hefðu eðlilegt ráörúm til að standa aö kosningum i samræmi við stefnu sina og tilgang, þ.e.a.s. þann að sameina islenska jafnaðarmenn i vörn og sókn fyrir málstað verka- lýðshreyfingar og verkalýðs- samtaka. Hið rökrétta framhald siðasta flokksstjórnarfundar hefur svo orðið það, sem sjá mátti fyrir, að ólögmætur næturfundur kliku Magnúsar Torfa, sem kallaður var fundur framkvæmdastjórnar hrifsaði i sinar hendur miðstjórnarvald i framboðs- málum „Samtakanna” með þeim afleiðingum, að stærsta grund- vallarmáli þeirra, sameiningar- málinu, hefur verið hent fyrir borð, öll tengsl við verkalýðshluta forustunnar verið rofin og slegið hefur verið á framrétta sam- starfshönd Alþýðuflokksins. 1 stað þess raunhæfa samstarfs sem þar stóð „Samtökunum” opið hefur verið hafinn eltinga- leikur við hverskyns hlaupa- stráka og pólitiska óknyttamenn og' þykir þar hvergi of lágt lotið, ef viðkomandi hefur orðið sér úti um einhvern skólalærdómstitil. Kemur þetta berlegast i ljós i makki MTÓ við „fyrirbrigðið” Bjarna Guðnason. Þegar svo er komið er mælirinn vissulega fullur. Þegar það er BBBHHIiinHHBP

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.