Þjóðmál - 24.06.1974, Blaðsíða 5

Þjóðmál - 24.06.1974, Blaðsíða 5
-: Hverfur úr öli- 1 fyrir SFV vegna iupsliðsins i sam- 'inu og stuðning taupránsaðgerðir. l>vi, að það slys flokkur jafnaðar- 'lþýðuflokkurinn, KARVEL: Hleypur undan merkjum á elleftu stundu. Hafnar allri samvinnu við Ai- þýðuflokkinn og býður sig fram sem móðurskip fyrir Magnús Torfa og tætingslið hans. ómerkir i einu vetfangi öll sln fyrri orð og gerðir. MAGNÚS TORFI: Neitar að falla frá stuðningi við rlkis- stjórn, sem þingflokkur hans flytur vantraust á. Styður ógildingu kjarasamninga með valdboði. Treystir sér ekki til að ná kjöri I Reykjavik en von- ast eftir að komast inn sem uppbótamaður Karvels. ÓLAFUR RAGNAR: Rótsiit- inn og uppflosnaður frama- gosi, sem hleypur um landið á pólitiskum sauðskinnsskóm og hugsar aðeins um eigin upp- hefð. Vonast til þess að kom- ast á þing sem uppbótamaður út á atkvæði Vestfirðinga. ÞAÐ BER DAUÐANN í SÉR AÐ SAM- EINAST ALÞÝÐU- FLOKKNUM TA LEIÐIR AÐ SKILJA bannig, aO verkalýöshreyfingin á Ulandi veröi ekki svipt þeim Uuðningi lýðræöissinnaös flokks, lem Alþýöuflokkurinn einn getur Veitt henni. Sú barátta veröur háö Hpp á llf og dauða, sagöi Björn fónsson I viötali við Alþýöublaöið >ama dag. — Nú þarf aö efla Alþýðuflokk- 'nn meö þessum oröum lagði bar- áttukempan Hannibal Valdimarsson niður vopnin. En þeir menn, sem eiga allan sinn stjórnmálaframa þessum tveimur verkalýðsleiötogum aö þakka, brugöust höfuöstefnumáli Samtakanna á elleftu stundu og snerust til harðarar andstööu viö hagsmuni verkalýösins — þeir svöruðu meö þvi aö fá pólitiskan guðson Hannibals, Karvel Pálmason, til þess aö gerast fremsti dráttarklár sundrungar- eykisins. Honum var fengiö þaö hlutverk aö vera ..móöurskip” fyrir Iektoraflokk Magnúsar Torfa og reyna aö sjá svo um, aö tætingsliðið syðra og eystra kæmi mönnum á þing fyrir atbeina Vestfiröinga. Og Karvel Pálma- son kvaddi verkalýösforingjana, sem hann fram aö þessu haföi átt samleiö með, og sagöi já! Hér á eftir birtast bréf þau, sem Björn Jónsson, forseti Alþýöu- sambands tslands og Hannibal Valdimarsson, fyrrum forseti ASt, sendu frá sér dagana eftir að ljóst var oröiö, aö þeirra eigin flokkur, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, höföu lent i klóm fólks, er haföi yfirlýst aöalstefnu- mál flokksins aö engu. Þessi bréf þurfa aö koma fyrir augu hvers einasta Vestfiröings, þvi þaö er einmitt á Vestfjöröum sem úr þvi verður skoriö, hvort hin rótlausu sundrungaröfl og pólitisku hlaupastrákar eiga að hljóta þau verðlaun fyrir óheilindin, sem þeir sækjast eftir. °rðið höfuðverkefni sigur- vegaranna frá 1971, sem »Samtökin” urðu vegna skeleggs ’bálflutnings i sameiningar- hiálinu og vegna sterkra tengsla við verkalýðssamtökin — að r®gja sundur þá sem ber skylda ttl að standa saman I vörn fyrir alþýðumálstaðinn og nútiðar- og framtiðar- markmiðið er orðið t>að að styðja og, ef getan leyfir, ^ð framlengja lif kaupráns- stjórnar ólafs Jóhannessonar, þá ttlýt ég að biðja að hafa mig Sfsakaðan að ég er ekki lengur Itieð I leiknum á vegum SFV, en ttlýt aö velja mér stöðu sem Samrýmist sannfæringu, Samvisku og skyldum minum við Verkalýðsstéttina. Viröingarfyllst Björn Jónsson í ALÞYÐU- FLOKKINN SVO VERKA- LÝÐS- HREYFINGIN EIGNIST sterkan BAKHJARL tennan sama dag sendi Björn Jönsson frá sér svohljóðandi iféttatilkynningu, þar sem hann hi.a. lýsir þeirri ákvörðun sinni að ganga i Alþýðuflokkinn. ,,Reykjavik 27. mai ’74. Ég hefi I dag sent formanni Samtaka frjálslyndra og vinstri htanna bréf þar sem ég tilkynni örsögn mina úr „Samtökunum” óg að ég segi jafnframt af mér Öllum trúnaðarstörfum, sem ég ttefi gegnt fyrir þau. Jafnframt ttefi ég sótt um inngöngu i Al- ttýðuflokkinn, sem ég mun styðja heilum hug i komandi kosning- Uth til Alþingis og framvegis, eft- ir þvi sem i valdi minu stendur. Astæðurnar fyrir úrsögn minni úr SFV ættu að vera öllum aug- ljósar eins og mál hafa þar þró- ast. Ber bar hæst að „Samtökin” voru i upphafi stofnuð öllu öðru fremur til þess að vinna að sam- einingu allra jafnaðarmanna i einum flokki og unnu stórsigur 1971 i krafti sterkra heitstreng- inga þar um. Þessu upphaflega höfuðmarkmiði hefur fámennur hópur manna, sem sölsað hafa undir sig flestar lykilstöður i „Samtökunum” nú algerlega kastað fyrir róða, en I þess stað ýtt með öllum ráðum og flestum miður heiðarlegum undir mynd- un óábyrgra upphlaupshópa og hafið eltingaleik við hverskonar hlaupastráka og pólitiska óknyttamenn, jafnvel Bjarna Guðnason. Samtimis er slegið á útrétta samstarfshönd Alþýðu- flokksins og svikin við upphaflegt höfuðmálefni þannig fullkomnuð. Hér er þó aðeins hálfsögð saga niðurlægingarinnar. Meirihluti æðstu stjórnar „Samtakanna” hefur látið óátalið og þar með óbeint lagt blessun sina yfir, að varaformaður flokksins, Magnús Torfi ólafsson, sæti áfram i rikis- stjórn, sem réttir aðilar höfðu svipt hann umboði til, en þessi umboðslausa þráseta Magnúsar hefur verið grundvöllur þess að rikisstjórn ólafs Jóhannessonar hefur verið unnt að taka upp og íramfylgja ómengaðri verkalýðs- fjandsamlegri stefnu fyrst með framlagningu „frv. til laga um viðnám gegn verðbólgu” og siðar með útgáfu bráðabirgðalaga um stórfellda kjaraskerðingu og af- nám grundvallaratriða frjálsra kjarasamninga aðila vinnumark- aðarins. Þá hefur sama persóna gert forsætisráðherra mögulegt og stutt að þvi að þing var rofið með siðlausum hætti i þeim til- gangi fyrst og fremst að knésetja sameiningaröfl SFV og Alþýðu- flokksins og torvelda þeim sam- stöðu i kosningum til Alþingis. Þótt margt fleira mætti hér til greina er augljósara en tali taki að klíkan, sem kennd er Magnúsi T. Ólafssyni ber höfuðábyrgðina á margföldum afbrotum rikis- stjórnarinnar gegn verkalýðs- samtökunum og heiðarlegum þingræðislegum stjórnarháttum, en hún ber ekki siður þyngstu ábyrgðina á þvi öngþveitis- og upplausnarástandi sem nú rikir á vinstri væng stjórnmálanna og sem, ef ekki er að gert.hlýtur að valda lýðræðissinnuðum jafnað- armönnum, verkalýðsstéttinni og þjóðinni i heild skaða og skömm. Þannig er auðsætt að ófarir J- listaframboðanna um allt land i sveitarstjórnarkosningunum i gær eiga að mjög miklu eða mestu leyti rót að rekja til þeirrar sterku andúðar, sem allt atferli þessara klofningsmanna hefur vakið og sem eðlilega hefur yfir- færst á „Samtökin” i heild sinni, þar sem réttar stofnanir þeirra hafa ekki haft þrek til að gripa i taumana. Við þær aðstæður, sem nú hafa skapast fæ ég ekki séð að jafnað- armenn og verkalýðssinnar eigi neinn annan kost sæmilegan en þann að hefja nú þegar öflugt við- nám gegn upplausnaröflunum meö þvi að snúa bökum saman til þess að efla og styrkja Alþýðu- flokkinn og gera hann að þvi vigi, sem verkalýðshreyfingin og launastéttirnar geti treyst i erfiðri baráttu komandi ára. Eitt höfuðskilyrða þess að þetta geti tekist er að tengsl flokksins við verkalýðssamtökin verði efld eft- irþvi sem aðstæður frekast leyfa. Ég tel það skyldu mina að leggja minn litla skerf af mörkum til þess að þetta megi takast, að upp- lausnar- og klofningsöflin verði kveðin niður og verkalýðsstéttin eignist sterkan pólitiskan bak- hjarl, sem við hlið launþegasam- takanna geti tryggt árangursrika baráttu fyrir mannsæmandi framtið islenskra vinnustétta. Björn Jónsson” Björn Jónsson er nú félagi i Al- þýðuflokknum og skipar 3. sæti á framboðslista hans i Reykjavik. Hannibal Valdimarsson, formaður SFV: ♦ ÞAÐ BER DAUÐANN I SER I STJORN- MÁLUM AÐ SVÍKJAST FRÁ STEFNU- MARKI SÍNU OG FYRIR- HEITUM Aðeins einum sólarhring siöar en Björn Jónsson, forseti ASÍ, kvaddi Samtök Frjálslyndra og vinstri manna, ritaði Hannibal Valdimarsson varaformanni „Samtakanna”, Magnúsi Torfa Ólafssyni bréf þaö, sem hér fer á eftir, las Hannibal þá um kvöldið- bréfið upp á fundi i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna i Reykjavik og gekk af fundinum að lestrinum loknum: „Menntamálaráöherra Magnús Torfi Ólafsson Varaformaður Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, Safa- mýri 46, Reykjavik. Reykjavik, 28. mai 1974. Með bréfi þessu afhendi ég þér sem varaformanni Samtaka frjálslyndra og vinstri manna all- an veg og vanda af formennsku i Samtökunum og dreg mig i hlé frá öllum trúnaðarstörfum og trúnaðarumboðum, sem for- mannsstarfinu hafa verið og eru tengd. Astæðurnar eru meðal annars þessar: Þú hefur ásamt öðrum fengið þvi ráðið að horfið hefur verið a.m.k. um sinn frá þvi höfuð- markmiði Samtakanna að sam- eina jafnaðarmenn i einum flokki. Einnig hefur verið hafnað þvi skrefi sem nú var hægt að stiga i sameiningarátt, með samstarfi við Alþýðuflokkinn i þessum al- þingiskosningum. Lá þó fyrir sameiginleg grundvallarstefna og samþykki við dægurmála- stefnu Samtakanna i öllum atriðum, nema einu, þar sem skoðanablæbrigði voru áskilin. Þú sagðir i blaðagrein, að það bæri dauðann i sér, að sameinast Alþýðuflokknum. En ég segi annað: Það ber dauöann i sér f stjórnmálum að svikjast frá stefnumarki sinu og fyrirheitum. 1 sameiningarmálinu er nú hlaupið eftir hrævareldum. Þú ákvaðst að eerast með- flutningsmaður að frumvarpinu um efnahagsmál, þótt samráð- herra þinn, sem jafnfram var for- seti Alþýðusambands tslands, teldi það slika árás á samnings- rétt frjálsra verkalýðs- hreyfingar, að hann gæti með engu móti átt aðild að flutningi þess. Þú átt nú hlutdeild aö setningu bráðabirgðalaga um mjög mikla kjaraskerðingu launþega og fáránlegar niðurgreiðslusjón- hverfingar, sem allir sjá i gegn- um sem grófa blekkingu. Þú virðir að vettugi ákvörðun þingflokksins, er hann vegna á- greinings um efnahagsmálin, samþykkti. 1. Að staðfesta lausnarbeiðni Björns Jónssonar. 2. Aö þingflokkurinn gæti ekki lengur átt aðild að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar. 3. Aðhann afturkallöi tilnefningu ráðherra sinna — og 4. Að þingflokkurinn bæri ekki lengur traust til rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar og skoraði þvi á hann að biðjast þegar lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Eins og til að undirstrika, að þú mætir einskis óskir og vilja allra i þingflokknum, — að þér einum undanteknum — hélst þú þér sem fastast i brikur ráðherrastólsins og lést þig hafa það að taka við — bæta á þig — ráðherraembættum Björns Jónssonar, þrátt fyrir það, sem á undan var gengið. Þrátt fyrir að þriggja flokka rikisstjórn ólafs Jóhannessonar, eins og allar sambræðslustjórnir siðari áratuga, væri byggð á hátíðlegu drengskaparloforði um, Framhald á bls. 6.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.