Þjóðmál - 24.06.1974, Blaðsíða 6

Þjóðmál - 24.06.1974, Blaðsíða 6
Hannibal_____________________5 að þingrofsvaldi forsætisrdðherra skyldi ekki beitt, nema með sam- þykki allra stjórnarflokkanna, heldur skyldi stjórnin segja af sér.ef samstarfið slitnaði — hefur þú gert Ólafi Jóhannessyni kleift að rjúfa þing með þeim löglausa hætti, að þjóðin er nú án lög- gjafarsamkomu og þingræðið laat til hliðar um sinn. Auk þess hefur þessi atburða- rás nú leitt til þess, að Samtökin fá ekki eðlilegt ráörúm til aö- gerða i sameiningarmálinu, svo sem æskilegt og nauðsynlegt var, og orðið hefði, ef kosningar bæru að með venjulegum og eðlilegum hætti. bá hefur þú upp á sfðkastiö ásamt þröngum hópi manna byggt starf þitt og aðgerðir á á- kvörðunum flokksstjórnarfundar, sem undir lokin var ekki ályktunarfær, enda flestir flokks- stjórnarmenn utan af landi farnir af fundi. — Slíkt er hvorki traustur né gæfulegur grunnur til að byggja á örlagarikar ákvarðanir. Og í framhaldi af þessu hafið þið svo á næturfundi kosið framkvæmdanefnd til að stjórna framboðsmálum Samtak- anna ásamt með Möðruvalla- hreyfingunni og hópi mennta- manna úr Alþýðuflokknum. Að sjálfsögðu tókst þú að þér formennsku og leiðsögn þessarar kosningastjórnarog hef ég aðeins heyrt um störf hennar af viðtölum við þig á fjölmiðlum. Hlýt ég að sjálfsögðu að árna þér og ykkur öllum, sem þessa vegi hafa valið og þessum vinnu- brögðum beitt, allra heilla og góðs gengis. En hér hljóta leiðir að skilja. Hálærðir menntamenn, sem ekki þurfa svo lágt að lúta að lita á sjónarmiö verkalýössam- taka, né virða þau nokkurs i stefnumótun sinni og stjórnmála- ákvörðunum, — ráða nú ferðinni og halda um stýrið i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna.. Formennskan er fengin þér i hendurmeð þessum linum ásamt þökkum fyrir það, sem þakkar er vert frá liðnum árum. En ég er enn sem áður þeirrar skoðunar, að tsland þurfi að eignast sterk- an, sameinaðan flokk jafnaðar- manna, hvernig sem stjórnmálin annars veltast og velkjast. — Að þvi, að svo megi verða, vil ég enn vinna. Með vinsemd, Hannibal Valdimarsson Fjölskylduvandamál 2 aldrei bætur, þvi þau þola alls ekki álagið, sem er þvi samfara aö vera alltaf innan um fjölda fólks og geta í rauninni aldrei verið I friði. Nú finnst eflaust sumum skrýtið að ég skuli skrifa þetta, sem er fóstra og vinn á barna- heimili. En það er einmitt á- stæðan, þvi ég hef kynnst þessu svo mikið I gegnum sarfið. Ég vil þó taka fram að það, sem ég hef verið að ræða um á aðallega við um börn, sem alart upp á barnaheimilum, kannski frá eins árs aldri eða fyrr og framúr svo lengi, sem þeim er unnt að dveljast á þessum heimilum. Nú munu margir spyrja, hvað á ég að gera? ég er ein með barnið, ég hef engin önnur ráð. Þetta er i mörgum tilfellum rétt. Þess vegna þyrftum við einnig að koma upp fleiri fjöl- skylduheimilum þar sem eru færri börn og þau geti þar af leiöandi alist upp á svipaðan hátt og á venjulegum heimilum. Og svo er einnig annað vanda- mál, sem nú blasir við, þar sem æ fleiri börn alast upp hjá móð- urinni eingöngu. Þau fara oft á tiðum algjörlega á mis við föður sinn, og þau missa mikið ef þau hafa ekkert af fööur sinum að segja, eða þá öðrum manni, sem kemur I föðurstað, einkum þó strákarnir þó missirinn sé mik- ill hjá báðum. Við tökum á okkur mikla á- byrgð foreldrarnir, þegar viö sviftum barnið öðruhverju for- eldrinu og riftum heimilinu.. Og ég vil leyfa mér að segja, að I mörgum tilfellum er það mikil fljótfærni og ansi mikil eigin- girni, sem áreiöanlega margir sjá eftir og átta sig á, en bara of seint... Við getum ekki hugsað bara um okkur sjálf eftir að við erum búin að eignast börn og stofna heimili. Nú ætla ég ekki að hafa þessi orð min lengri, en ég vona að einhverjar úrbætur verði á næstunni i okkar dýru húsnæðis- málum, ásmt öðrum vandamál- um, sem við eigum við að striða. Björn________________________8 þar fórnað fyrir ráðherrastóla og völd, sem nú eru óspart notuð i verkalýösfjandsamlegum til- gangi hefur Alþýðuflokkurinn þróast á annan og betri veg. Hann hefur kappkostað að endurmeta stefnu sina I mjög mörgum greinum, leitast við að læra af mistökum fyrri ára og i æ rikari mæli opnað dyr sinar fyrir verkafólki bæði i bókstaf- legum skilningi og með þvi að samhæfa baráttu sina hug- myndum og stefnumiðum fag- legu samtakanna. Er það þó min sannfæring að flokkurinn muni á næstu timum stiga fleiri og stærri skref I þessa heilla- vænlegu átt en hann enn hefur gert og að þannig skapist betri Alþýðuflokkur og sterkari Alþýðuflokkur en nokkru sinni áður — og skyldi þó enginn van- meta þann óumdeilanlega og mikla þátt, sem flokkurinn hef- ur nú um nær sex áratuga skeið átt I þvi að móta þau margvis- legu lýðréttindi, sem við njótum nú og aldrei hafa áunnist nema I þrautseigri baráttu jafnaðar- manna og verkalýðssinna. Þessari þróun Alþýðuflokksins ber verkafólki að mæta nú með þvi að ganga i flokkinn og efla hann þannig til nýrra dáða og verða um leið þátttakendur i mótun stefnu hans og starfs — og ekki siður að fylkja sér um hann I kosningunum nú og tryggja lifvænlega stöðu hans á hættunnar stund, þegar að hon- um er sótt úr öllum áttum og jafnvel þeim óllklegustu, þeim sem sizt skyldi. í kosningunum nú ber sú stað- reyndhátt að þær tilraunir, sem staðið hafa um nokkurra ára skeið til þess að sameina alla jafnaðarmenn I eina fylkingu hafa mistekist og að þegar til úrslita dró I þeim efnum slðustu dagana áður en framboðsfrest- ur rann út var það Alþýðuflokk- urinn einn, sem var reiðubúinn til að stiga það skref, sem til þurfti. Allir aðrir brugðust og sá hópur þó hörmulegast, sem fyr- ir kosningarnar 1971 hafði verið stofnaður fyrst og fremst I þeim tilgangi að sameina jafnaðar- menn I einum flokki, þ.e.a.s. SFV. Svik þeirrar forustu, sem þar hefur slysast til valda, jafnt við máístað verkalýðs- hreyfingarinnar sem samein- ingarmálið eru að minu viti ein hin soralegustu I stjórnmála- sögunni. Ég er þess þó fullviss að allur þorri þeirra, sem léðu þeim flokki fylgi sitt vegna sameiningarmálsins heldur enn fullri tryggð við sitt höfuðmark- mið, yfirgefur liðhlaupana og slær nú skjaldborg um Alþýðu- flokkinn, sem nú heldur einn uppi merki lýðræðisjafnaðar- stefnunnar. Það hljóta að minnsta kosti allir þeir að gera, sem meintu heiðarlega stefnu- markið um sameiningu, en ekki sem lágkúrulegt herbragð til að véla út atkvæðafylgi. Það er nú deginum ljósara hverjir þeir voru og eru og er það með ólík- indum ef þeir fá ekki sina eftir- minnilegu ráðningu 30. júni. Þessar hugleiðingar minar eru nú orðnar langorðari en ég ætlaði I upphafi, en ég vil aðeins aö lokum segja þetta: Alþýðu- flokkurinn gengur nú til kosn- inga, sem eina sameiningarafl lýðræðissinnaðrar jafnnaðar- stefnu. Hann gengur til kosning- anna, sem málsvari þeirrar stefnu að leysa hin hættulegu vandamál efnahagsllfsins og kjaramálanna með það efst I huga aö verja frjálsan samn- ingsrétt og hagsmuni láglauna- stéttanna. Hann berst fyrir auknum jöfnuði I kjaramálum, byggðamálum og menningar- málum. Hann berst fyrir þjóð- lengri stefnu I utanrlkis- og varnarmálum. Hann berst fyrir þvf að tengsl okkar við vestræn- ar lýðræðisþjóðir verði hvergi rofið. Hann berst fyrir þvl að landiö sjálft, gögn þess og gæði, verði eftir þvl sem verða má, sameign allra landsmanna, en ekki fárra útvaldra, sem i krafti fjármagns og úreltra forrétt- inda geta nú sölsað það undir sig. En umfram allt vill hann verja rétt hinna mörgu smáu og vanmegandi, sem verðbólga og vanstjórn efnahagsmála eru nú aö troða niður i svað örbyrgðar og vonleysis jafnframt þvi, sem hann vill aldrei missa sjónar á hag þjóðarheildarinnar og framtíöarheill. Kosningarnar 30. þ.m. snúast öllu öðru fremur um þaö hvern styrk alþýða landsins veitir Al- þýöuflokknum til þess að sækja fram fyrir þessa stefnu eða hvort hún i fljótræði lætur það henda sig að áhrif flokksin dvini eða verði jafnvel að engu ráð- andi á Alþingi. En ég trúi þvi og treysti aö verkafólk til lands og sjávar þekki nú sinn vitjunar- tima og tryggi Alþýðuflokknum ekki aðeins litt breytta stöðu heldur stórsigur i komandi kosningum. Með því eina móti getur það nú beitt atkvæðaseðl- inum sem vopni I baráttu sinni fyrir bærilegum lifskjörum og bjartari framrið. Samtökin 1 var sameiningarmálið úr sögunni og þarmeð var upphaflegum til- gangi Samtakanna kastað fyrir borð. Nú þegar kosningar standa fyrir dyrum er gott fyrir fólk að vita hverjir það eru sem standa I forsvari fyrir Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna. Það eru vissulega ekki sömu mennirnir nema að mjög litlu leyti. Og hvað um stefnuna? Um hana veit eng- inn og allra sist þeir sjálfir. Eflum iafnaðarstefnuna Það er staðreynd, sem ekki þýöir að loka eugunum fyri að jafnaðarstefnan hefur ekki átt þann hljómgrunn i hugum Islend- inga eins og víðast hvar I öðrum löndum Vestur- og Norður Evrópu. 1 siðustu kosningum hér á landi gengu tveir flokkar til leiks, hvor tveggja jafnaðar- mannaflokkur. Þetta voru Sam- tökin og Alþýðuflokkurinn. Það var þvi ekki óeðlilegt þótt þessir flokkar reyndu að stilla saman krafta slna. Margir I báðum flokkum unnu af heilum hug að þvi að sameina flokkana, en þvi miður reyndist maðkur I mys- unni. Hópur manna sem ekki hafði tekist að ná áhrifum innan Framsóknarflokksins stofnaði samtök, sem þeir nefndu Möðru- vallahreyfingu. Þessum samtök- um tókst að koma i veg fyrir þau áform sem unnið var að milli SFV og Alþýðuflokksins og stðan komu nokkrir einstaklingar úr Alþýðu- flokknum til liðs viö þessa menn eftir að fyrsjáanlegt þótti að úr einhverskonar sambræðslu gæti orðið. En brotthlaupsmenn úr Framsóknarflokknum og Alþýðu- flokknum verða ekki ásakaðir hér. Sökin liggur hjá þeim for- ystumönnum SFV sem brugðust samstarfsflokki sinum og öllum þeim, sem unnið höfðu að sam- einingarmálinu heilshugar. Nú eftir að Samtökin hafa brugðist i sameiningarmálinu hljóta þeir, sem starfað hafa inn- an SFV og stutt stefnu Samtak- anna að endurskoða afstöðu slna. Stór hópur hefur þegar sagt skilið við SFV I Reykjavik. Þar eru nú eftir aðeins um 60 einstaklingar, þeirra sem I félaginu voru áður en framboðið var ákveðið I Reykja- vlk. Formaður SFV, Hannibai Valdimarsson sagði af sér for- mennsku og öllum trúnaðarstörf- um fyrir Samtökin. Björn Jóns- son sagði sig úr Samtökunum og gekk til liðs við Alþýðuflokkinn. Lokaorð hans til þeirra manna, sem brugðust I sameiningarmál- inu eru þungur en eigi að siður réttlátur áfellisdómur yfir þeim mönnum, sem nú ráöa ferðinni i SFV. Félagið I Vestmannaeyjum vltti harðlega svik forystumanna Samtakanna og lýstu fullum stuðningi við Alþýðuflokkinn. Út um allt land hafa einstaklingar og hópar, sem áður studdu Samtökin lýst fullri andstöðu við þá stefnu, sem tekin hefur verið. Flest af þessu fólki mun nú fylkja liði og styðja Alþýðuflokkinn og efla með þvi jafnaðarstefnuna á Is- landi. Fram til sigurs jafnaðarmenn. Gerum sigur Alþýðuflokksins að sigri jafnaðarstefnunhar. Sænskar Rörstrand leirvörur Nýjar gerðir mikið úrval Fást aðeins í *vvwwvwvv\wvw\w\\vwv\vwv\vw* BÚSAHÖLD L J Sími ÍIT. 12527 GLERVÖRUR

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.