Þjóðmál - 24.06.1974, Blaðsíða 8

Þjóðmál - 24.06.1974, Blaðsíða 8
BIÖRN 1ÖNSS0N, FORSETI ASI: tO SIGUR ALÞVÐUFLOKKSINS TRYGGIR HAGSMUNI VINNUSTÉTTANNA Þegar nú er iitiö yfir svið þjóðmálanna fyrir alþingis- kosningar verður ekki sagt að það, sem við augum blasir gefi tilefni til mikillar bjartsýni um allra næstu framtið fyrir is- lenzku verkalýðsstéttina. Stað- reyndir um ástand og horfur i efnahags- og atvinnumálum hafa verið dregnar fram i dags- ljósið af hæfustu og trúverðug- ustu sérfræðingum þjóðarinnar og kemur þar fram m.a., að svo til allar frumatvinnugreinar þjóðarinnar, a.m.k. þær, sem standa undir gjaldeyrisöflun- inni, eru nú þegar reknar með gifurlegum halla, verðbólgan stefnir i 40—50% á þessu ári, viðskiptahallinn i 7—8 miljarða halla og rikissjóð skortir 2—3 miljarða til að hann fái staðið undir áætluðum útgjöldum. Þessu til viðbótar er alkunnugt að fjárfestingarsjóðirnir með tölu eru fjárvana og ófærir um að gegna sinum hlutverkum og enn er ljóst að þorri rikisstofn- ana og rikisfyrirtækja eru á gjaldþrotabarmi. Það er þvi vissulega ekki að ófyrirsynju að hinn glöggi og sérstaklega orð- vari hagrannsóknastjóri, Jón Sigurðsson, hefur lýst efnahags- ástandinu með þvi stóra orði: HÆTTUASTAND. Lífskjaraskerðing með „ÍjraöabirgöalögunT Þetta hættuástand er augljós- lega I þvi fólgið að gjaldeyris- varasjóðurinn yerði uppurinn jafnvel á fáum vikum eða mán- uðum og að þjóðin missi þar með allt fjármálalegt traust er- lendis og reynist ófær um að afla sér nauðsynja erlendis frá, sem fljótlega mundi svo draga úr framleiðslumætti hennar og möguleikum til eðlilegra við- skipta. Hættuástandið er ekki siður fólgið I þvi að til komi meiri eða minni stöðvun at- vinnurekstrar og atvinnuleysið, mesti bölvaldur vinnustéttanna og þjóðarinnar i heild haldi inn- reið sina, jafnvel með enn geig- vænlegri hætti en raun varö á á kreppuárunum ’67—’69. Slik þróun gæti svo hæglega leitt til þess að stjórnvöld og atvinnu- rekendur reyndu að knýja fram enn stórfelldari skerðingu al- mennra lifskjara heldur en áður hafði þekkst til viðbótar þeirri miklu skerðingu á verkalaun- um, sem rikisstjórn Ólafs Jó- hannessonar hefur þegar fram- kvæmt með bráðabirgðalögum og talsmenn hennar hafa játað aö séu aðeins bráðabirgðaað- gerðir, sem fylgja þurfi eftir mað miklu stórfelldari aðgerð- um að kosningum okonum. Atlagan gegn láglaunastéttunum Menn þurfa þvi vissulega ekki að fara i neinar grafgötur um þaö hvers verður að vænta, ef svo óliklega tækist til að kosn- ingarnar gæfu ólafi Jóhannes- syni á ný tækifæri til stjórnar- forustu hvort sem það yrði með ihaldi sem samstarfsaöila eða liðveizlu hjálparkokka hans, sem nú bera með honum á- byrgðina, Alþýðubandalagsins og tætingsliðs Magnúsar Torf sem sizt hafa latt hann til atlög- unnar gegn verkalýðshreyfing- unni og láglaunastéttunum. Við verðum aö horfast i augu við staðreyndirnar í þvl ástandi sem nú hefur skapast og er að skapast er næsta augljóst að verkalýðs- hreyfingin i landinu mun eiga i ströngu að striða næstu mánuð- ina við að verja lifskjör sin og atvinnumöguleika, að þar verð- ur um að ræða harða varnar- baráttu. Það er deginum ljósara að þjóðin i heild hefur um sinn lifað um efni fram undir efna- hagsstjórn, sem látið hefur reka á reiðanum og i fáu skeytt nein- um aðvörunum eða hættu- merkjum. Hvaða ábyrgð rikis- stjórn, sem við tekur hlýtur að gera ráðstafanir til að stöðva þá umframeftirspurn og umfram- eyðslu, sem nú viðgengst, þvi sá sannleikur mun bliva að enginn eyðir meiru en hann aflar svo vel fari til langframa og ekki verður talið liklegt að I skyndi verði þessi vandi aðeins leystur á þann jákvæða hátt að auka gjaldeyrisöflun og framleiðslu, þótt slikt hljóti að verða mark- mið, sem keppa verður að að ná sem fyrst. Ófrávlkjanleg krafa launastéttanna er, að samningsrétturinn verði virtur í bili verða þvi einhverjir að fórna nokkru af þvi eyðslufé, sem þeir með einhverju móti komast yfir. Spurningin varð- andi það efni er um sinn ein- göngu um það á hverjum byrðar efnahagsaðgerða eiga að lenda. Frá sjónarhóli verkalýðshreyf- ingarinnar varðar það mestu og hlýtur að verða úrslitaatriði að enginn kjaraskerðing af neinu tagi verði gerð á kjörum lág- launafólks og ég trúi þvi að um þá stefnu sé unnt að ná fullri faglegri samstöðu, að verka- lýðssamtökin beiti öllum sinum styrk til þess að hindra öll sllk áform. 1 öru lagi hlýtur sú krafa að verða ófrávikjanlegað frjáls samningsréttur verði i öllu virt- ur og að engar breytingar á kjarasamningum, sem brjóta I bága við þann helga rétt verði gerðar. Þessi réttur er ein helzta uppistaða þess lýðræðis- skipulags, sem hér á samkvæmt lögum að rikja og sé að honum vegið er um leið vegið að lýð- réttindum og þeirri valddreíf- ingu, sem skilur okkar þjóðfélag á hinn veigamesta hátt frá þeim þjóöháttum, sem einkenna ein- ræðisrikin. Efliö Alþýðuflokkinn til úrslitaáhrifa Þessi höfuðatriði I meðferð efnahagsmála munu skipta sköpum um lifskjör láglauna- stéttanna á næstu tlmum og þau ráðast annarsvegar af fagleg- um styrk verkalýðshreyfingar- innar og hinsvegar af þvi hvern stjórnmálalegan bakhjarl verkalýðshreyfingin eignast á Alþingi i kosningunum 30. þ.m. Eins og nú er komið fæ ég ekki séð að i þessum efnum séeygj- anleg nein sterk von fyrir mna mörgu smáu i þjóðfélaginu, alla þá sem eiga efnalega velferð sina undir þvi að völd og áhrif verkalýðssamtakanna verði ekki fótum troðin og að aukinn efnahagslegur jöfnuður riki —, en sú að flokkur islenzkra jafn- aðarmanna, Alþýðuflokkurinn, verði efldur til úrslitaáhrifa á löggjafarþinginu. Þessa bjarg- föstu skoðun mina byggi ég m.a. á þvi að bæði Alþýðubandalagið og SFV undir hinni nýju forustu Magnúsar Torfa hafa á örlaga- stundu brugðist verkalýsð- hreyfingunn gersamlega eins og öll málsatvik kringum þingrofið og það sem siðan hefur gerst sanna rækilega. Báðirstanda nú berstripaðir sem hreinir and- stæðingar láglaunafólksins og svikarar við þá stefnu sem þeir lýstu yfir bæði fyrir og eftir kosningar 1971. Ég held að við- brögð þessara flokka verði helst skýrð með sjúklegri valda- græðgi annars vegar og hins- vegar þeirri staðreynd að öll völd I forustu þessara flokka hafa dregist saman á hendur „hinnar nýju stéttar” i landinu, manna með allar gráður skóla- lærdómstitla, sem fæstir hafa nokkru sinni á ævinni þurft að deila kjörum með erfiðismönn- um og telja sig sjálfsagða for- réttindastétt, sem aldrei sé of- gert við, en lita á almennt verkafólk, sem hina sjálfsögðu „paria”. Þarf varla mjkið meira en lita á framboðslista þessara flokka nú, sem allir eru morandi upp fyrir haus af „lektorur”, „prófessorum” og öðrum, sem aflað hafa sér við- llka titla á kostnað verkafólks, en verkafólk og verkalýðssinnar skipa hinn óæðra eða vonlausa bekk, þeir fáu sem enn eru þar innan dyra. A þessu eru þó nokkrar fáar undantekningar, en þar er alls staðar um valda- lausa eða valdalitla menn að ræða, undantekningar, sem sanna meginregluna. Þetta er nauðsynlegt að hafa i huga nú. Verkalýðsflokkar hljóta auðvitað innan hæfilegra marka að meta mikils samstarf og samvinnu við verkalýðssinn- aða menntamenn, en svo vel fari verða þeir aldrei gagnlegir baráttumenn, ef meginstyrkur- inn og forustan eru ekki sótt i raðir verkafólks sjálfs — það verður að vera þeirra megin- kjarni og ráðandi afl. Meðan sú „þróun” hefur verið að gerast siðustu misserin að verkalýðssinnum og verkafólki hefur verið ýtt til hliðar i AB og SFV og hagsmunum þess verið Framhald á bís. 6. TDAÐAMT rm?ro™ vti Fyrsta sendingin, eftir 5 ára afgreiösluhlé, er væntanleg í júlímánuöi. ÞAÐ ÓTRÚLEGA ER, AÐ VERÐIÐ ER AÐEINS # kr. 281 þúsund # kr. 291 þúsund fólksbíll station (Innifalið í veröinu er ryövörn, öryggisbelti o.fl.) Við höfum gert samning um af- greiðslu á Trabant bifreiðum til 5 ára, um ákveðíð magn bíla á ári. Ennfremur að í Tollvörugeymslu verði allir nauðsynlegir varahlutir fyrirliggjandi og að eftirlitsmaður frá verksmiðjunni komi einu sinni á ári til eftirlits bifreiðanna. Sýningarbílar verða til staðar hjá okkur í næstu viku. — Lítið á Trabant og leitið upplýsinga. Takmarkað magn Trabant bíla verður innflutt einu sinni á ári. Því er öllum þeim, sem hafa hug á að eignast Trabant ráðlagt að gera pöntun strax. Ingvar Helgason, Vonarlandi við Sogaveg. Sími 84510 og 84511

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.