Smásögur handa ungmennum - 01.02.1910, Qupperneq 2

Smásögur handa ungmennum - 01.02.1910, Qupperneq 2
Viti Davíðs. Davíð var mjög mikið niðri fyrir, er hann sat við hlið afa síns á sjávarströndinni fram- undan þorpinu, þar sem þeir áttu heima, sum- arkvöld eitt fyrir 30 árum síðan. Hann var orðinn 13 ára gamall, og daginn eftir átti hann að fara til borgarinnar Swansea, >til að fara að lifa uppá sínar eigin spítur«, einsog nágrannarnir komust að orði. Hann átti að verða ijettadrengur á stóru skipi, er fór til Ástralíu, en þessi framtíðarmynd var óljós fyrir hugskotssjónum þessa foreldralausa drengs, sem hafði verið uppalinn hjá afa sín- um og ömmu. »Davíð«, sagði afi hans, »sjerðu að þeir eru nú búnir að kveikja ávitanum?« »Jeg sje það,« svaraði drengurinn, »og um þetta leyti á morgun verð jeg kominn of langt í burtu til að geta sjeð það.< »Já, já,« sagði gamli maðurinn, og rödd hans titraði. »En jeg vil að þú takir með þjer endurminn- inguna um vitann okkar, þú hefir aldrei þekt oddann þarna án hans; altaf síðan þú manst eftir þjer, hefir þú sjeð vitaljósið kveikt eftir sólsetrið.« »Það hefi jeg sjeð,« svaraði Davíð, »ogjeg minnist nú þess dags, er þú sagðir mjer alt um þýðingu þess. Þú varst að bæta netin þín, og jeg sat hjá þjer á ströndinni. Þú sagðir mjer að það væri haft þarna til að vara við stóru skerjunum þarna úti fyrir, og sýna álinn sem óhætt væri að sigla yfir.« »Vel sagt, Davíð,« sagði afi hans, »þú varst þá svolítill snáði, en jeg man, hvað þú skild- ir vel alt sem jeg sagði þjer. En nú ætla jeg að segja þjer frá að það er til lítil, falleg biflía heima, sem jeg hefi ætlað þjer; jeg hefi sk'rifað nafnið þitt í hana, og þar fyrir niðan þessi orð: Þitt orð er lampi fóta minna, og Ijós á mínum vegum. Og jeg vil að þú setjir ætíð biflíuna í samband við vitann okk- ar, og minnist þess, að Guðs orð er hin eina óhulta Ieiðbeining fyrir oss á sjóferð Iífsins.« »Jeg vil reyna að gjöra það,« svaraði Davíð, »og jeg vil láta litlu ljósmyndina af vitanum, sem Hansen gaf mjer, einsog miða í bókina.« »Og jeg bið "þig að muna það,« hjelt afi hans áfram, »að vitaljósin tala ekki, heldur lýsa þau. Þú munt verða sá yngsti um borð á skipinu, og jeg vona að þú lýsir þar sem ljós fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist. Jeg veit þú elskar Hann, og þig langar til að þjóna Honum trúlega, en það er ekki altaf svo auðvelt. En þegar þú mætir ertni fjelaga þinna, og ýmsum öðrum erfiðleikum sökum þess, að þú vilt reynast Kristi trúr, þá minnstu vitaljóssins okkar, hversu það heldur áfram að Iýsa, þrátt fyrir alla stoima, sem æða um- hverfis það. Og um fram alt, minnstu Hans sem sagði: Ottastu ekki, því jeg er með þjer.« Davíð sagði ekkert, en út úr hinu alvöru- gefna andliti gat afi hans lesið alt það sem hann vildi vita. Næsta dag fór Davíð alfarinn burt úr hinu Iitla þorþi, með sjómanni frá skipinu, sem hafði Iofað að »hafa auga á honum«. Þegar lestin var komin af stað, sagði þessi maður við Davíð: »Afi þinn er allra myndarlegasti karl, og fyrirtaks sjómaður, en hann er altof guðrækinn þykir mjer, og þú munt komast að raun um það, að pú verður að kasta öllu slíku fyrir borð, þegar þú ert orðinn sjómað- ur.« Davíð svaraði engu, en frá hjarta hans stigu brennandi bænarandvörp um kraft frá Guði, og hina næstu þrjá mánuði leitaði þessi einstæðingur oftsinnis á líkan hátt hjálpar Hans, því það voru sannarlega engin sæld- arkjör, sem hann átti við að búa. Unglingur einn, sem var tveim árum eldri en Davíð, hafði sjerlega mikið yndi af að stríða honum með »guðræknishugmyndum hans,« og kallaði hann í skopi »Faríseann«. Jakob, — svo hjet piltur þessi, — var einu sinni sem oftar að skap- rauna Davíð, þegar svo bar vjð, að fyrsti stýrimaður gekk þar hjá, en er hann heyrði hvað um var að vera, spurði hann: »Hvað hefir drengurinn gjört fyrir sjer, að þú skulir særa hann þannig?« Jakob kom það auðsjáan- lega illa, að nokkur skyldi heyra til hans, og muldraði eitthvað um það, að Davíð væri latur. »Jeg held að tími sje til þess kominn, að einhver skerist í leikinn,« sagði háseti einn, sem kom þar að; »Jakob hefir skapraunað Davíð ákaflega mikið, og jafnvel lagt á hann

x

Smásögur handa ungmennum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Smásögur handa ungmennum
https://timarit.is/publication/552

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.