Ný þjóðmál - 05.01.1978, Blaðsíða 1
MÁLGAGNJAFNAÐARi 00 SAMVINNUMANNA
Magnús Torfi Ólafsson:
VIÐ UPPHAF NÝS ÁRS
Árgæskan til lands og sjávar á árinu 1977
verður lengi i minnum höfð. (slenskir
bændur færðu í hlöður meiri heyfeng og
betri en dæmi munu til, og eru það mikil og
góð umskipti eftir búsifjar sem þeir hafa
beðið um áraröð í heilum landsf jórðungum
til skiptis af völdum grasbrests eða
óþurrka. Islenskir sjómenn færðu að landi
ríkulegri afla en nokkru sinni fyrr, þrátt
f yrir það að svo nærri er gengið þorskinum,
þýðingarmesta. nytjaf iskinum, að strangar
hömlur hafa verið settar á veiðiflotann til
að takmarka sóknfna í hann.
Verslunarárferði landsmanna gagnvart
umheiminum hefur einnig verið með besta
móti. Viðskiptakjörin í heild hafa farið
batnandi annað árið í röð, og það svo mjög
að horfur eru á að þegar endanlegar tölur
liggja f yrir komi á daginn að árið 1977 slagi
uppi metárið 1973 hvað snertir hagstæða
breytingu á verðlagi þýðingarmestu út-
f lutningsgreina miðaðviðheildarverðbreyt-
ingu á innf lutniúgi. Við þessa búbót hjá út-
flutningnum bættist, að sala á afurðum
frystiiðnaðarins varörog jöfn, eftirspurnin
á helstu útflutningsmörkuðum sem sagt
ákjósanleg.
Þrengingar í góðæri
En þrátt fyrir þessi hagstæðu ytri skil-
yrði, sem náttúran og umheimurinn hafa
skapað islenska þjóðarbúinu á liðnu ári, er
svo ástatt í landinu við áramótin að tals-
menn allra höfuðatvinnuvega keppast við
að lýsa þrengingum þeirra og eiga óaf-
greiddar hjá stjórnvöldum beiðnir um
stórfelldar fyrirgreiðslur, beina eða óbeina
styrki til reksturins. Meginverkefni ríkis-
stjórnarinnar á f yrstu vikum nýja ársins er
að taka afstöðu til erinda sem hún á ósvar-
að frá fiskvinnslunni, iðnaðinum og land-
búnaðinum. Þar að auki fæst yfirnefnd við
ákvörðun f iskverðs, sem þýðir að það verð-
Magniis Torfi ólaftion
ur oddamaður ríkisstjórnarinnar sem þar
ræður endanlegri niðurstöðu.
Undirrót þessara þrenginga í miðju góð-
ærinu er ört vaxandi verðbólga, sem teygir
anga sína um allt hagkerfið. Hún gerir
óþyrmilega vart við sig í afkomu heimil-
anna, skerðir hag fyrirtækja í bæjunum og
búreksturs í sveitunum. Verðbólguskrúfan
sem knúin er áf ram af víxlhækkunum verð-
lags og kaupgjalds sverfur sífellt af eign-
um og tekjum þeirra sem annað hvort geta
ekki látið eða vilja ekki láta verðbólgu-
svarf ið sem af öðrum er tekið drjúpa í sína
vasa. Voðinn við óhefta verðbólguþróun er
sá, að hún afbakar og skekkir smá f og
smáttöll skilyrði einstaklinga til eðlilegrar
afkomu og fyrirtækja til hagfellds rekstrar
i samræmi við þjóðfélagslegt jafnvægi og
almannaheill. Fái verðbólgan að leika laus-
um hala kemur að því fyrr eða síðar, að
skekkjan og jafnvægisleysið eru orðin svo
mikil að hrun hlýst af, tímabil upplausnar
og jafnvel neyðar tekur við.
Skipakaupin i Noregi
Vænlegasta og varanlegasta ráðið til að
hemja verðbólguna er að ganga þannig frá
almennum f jármálaskilyrðum í landinu að
girt sé f yrir það eins og kostur er að unnt sé
að gera sér verðbólguþróunina að gróða-
lind. Það þýðir fyrst og fremst að verð-
tryggja verður fjármagnsskuldbindingar
til langs tíma. Lán til skemmri tíma verða
að bera vexti sem veita eiganda lánsf járins
eðlilega þóknun, þrátt fyrir verðbólguna.
Afleiðingin af því að virða þessa reglu að
vettugi er nú að koma skýrt í Ijós, þar sem
eru víðtæk f jársvik samfara skipakaupum
frá Noregi. Fjárfestingarsjóðir lánuðu til
skamms tíma til skipakaupa á vöxtum sem
þýddu að eigin fé þeirra gekk ört til þurrð-
ar og rann í vasa lántakenda. Nú er komið á
daginn að sumir lántekendur, óvist er enn
hver stór hluti þeirra, lét ekki við það sitja
að hirða verðbólgugróða af lánsf járupphæð
sem miðaðist við kaupverð skipsins sem
þeir voru að festa sér eða viðgerðar- og
stækkunarkostnað þess skips sem þeir áttu
fyrir og voru að láta breyta. Þar á ofan var
í samvinnu við norska viðskiptaaðila bæti
svo og svo háum upphæðum umfram raun-
verulegan kostnað, sem teknar voru að láni
hjá f járfestingarsjóðum sjávarútvegsins
Framhald á bls. 3.
Ríkisstjórnin sem átti að bjarga hefur orðið
mesta dýrtíðarsljórnin
Nýliðið ár — 1977 — er siðasta
valdaár þeirrar ihaldsstjórnar,
sem sett var á laggirnar eftir
kosningarnar 1974, og nú er
kominn timi til, að þjóðin skoði
hug sinn um það, hvort hún vill
áframhald sömu þróunar i
verðlags- dýrtiðar- og efnahags-
málum næsta kjörtimabil. Við
lok siðasta árs var sá dómur
innsiglaður með taiandi og
órækum tölum, sem lesa má i
opinberum skýrslum og öðrum
heimildum - þessa dagana við
uppgjör ársins, að þessi rikis-
stjórn er mesta dýrtiðar- og
verðbólgustjórn, sem setið hef-
ur að völdum á landi hér siðustu
þrjá áratugina að minnsta kosti.
A fjórum valdaárum hennar
frá 1974—77 hefur visitala fram-
færslukostnaðar hækkað um
nálega 40% til jafnaðar á ári, og
er slikt algert met. Og ofan á
þetta blasir við nýtt stórhiaup
verðbólgunnar.
Verðbólga vinstri
stjórnarinnar r, utan.
Vinstri stjórnin hóf sem
kunnugt er feril sinn 1971 með
þvi að veita launþegum i land-
inu verulega kaupbót að eigin
frumkvæði og gera þannig
leiðréttingu, sem „viðreisnar”-
ihaldsstjórnin hafði haldið fyrir
launþegum. Kaupmáttur launa,
miðað við 1971, var á næstu
misserum hækkaður um
15—20%. Samt tókst vinstri
stjórninni að halda verðbólgu
mjög i skefjum, eða fara ekki
stórlega fram úr verðhækkun-
um i viðskiptalöndum, enda
voru viðskiptakjör batnandi. A
árinu 1973 hækkaði
framfærsluvisitala hér á iandi
um 22%, cn þar af var erlend
verðhækkun 14%.
A árinu 1974, en það ár urðu
stórfelldar kauphækkanir, og
það var siðasta árið, sem efna-
hagsmál voru mótuð af vinstri
stjórninni. Það ár hækkaði
framfærsluvisitalan um 43% og
þótti að vonum geigvænlegt. En
sú hækkun stafaði fyrst og
fremst af hækkun erlends vöru-
verðs, sem varð 34% á þvi ári að
meðaltali. (Oliuverðshækkunin
mikla). Aðeins 9% stöfuðu af
innlendum hækkunum um fram
það.
Þessa tölur sýna, að dýrtiðin
og verðbólgan á tima vinstri
stjórnarinnar, stafaði af tveim
þriðju að minnsta kosti af
erlendum hækkunum. Hún var
að miklu leyti að utan.
Þó þótti dýrtiðarvandinn á ár-
inu 1974 svo mikill, að
Framsóknarflokkurinn notaði
hann sem yfirskin til þess að
fara i stjórn með ihaldinu, svo
að mynduð yrði sterk stjórn
með það meginverkefni að leysa
efnahagsvandann. Nú er tima-
bært að meta, hvernig það hefur
tekist og lita á visitölur þess
árangurs.
Heimabrugguð dýrtíð og
verðbólga.
A árinu 1975 — fyrsta heila
Framhald á l>ls. 2.
Ritnefnd Nýrra þjóðmála
Með þessu tölublaði Nýrra
Þjóðmála tekur til starfa ný
ritnefnd fyrir blaðið, en i
henni eiga sæti: Andrés
Kristjánsson, Kópavogi,
Andrcs Sigmundsson,
Selfossi, Agústa Þorkelsdótt-
ir, Refstað, Benoný Arnórs-
son, Ilömrum, Bjarni Páls-
son, Núpi, Einar Hannesson,
Reykjavik, Garðar Halldórs-
son, Akranesi, Magnús H.
Gislason, F ros tas töðum,
Margrét A uðu nsdó tt ir,
Reykjavik og Steinunn
Finnbogadóttir, Reykjavik.
Ritnefnd blaðsins væntir
þess að lescndur þess sendi
þvi greinar og fréttir og
stuðli að útbreiðslu þess.