Ný þjóðmál - 05.01.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. janúar 1978
NÝ ÞJÓÐMÁL
3
VIÐ UPPHAF NÝS ÁRS
Framhald af 1
og viðskiptabönkum hlutaðeigandi fyrir-
tækja með sömu vildarkjörum og ýmist
varið til að kaupa ýmiskonar búnað til skip-
anna eða til einkaþarfa kaupendanna.
Rannsókn þessa máls af hálf u islenskra yf-
irvalda varð eins ýtarleg og raun ber vitni
fyrir þá sök, að norskt fyrirtæki sem mjög
annaðist milligöngu fyrir íslenska aðila
varð uppvíst að f jármálamisferli gagnvart
norskum stjórnvöldum. Aðstæður í þessu
máli sýna því svart á hvítu, að eftirlit eitt
dugir skammt til að hamla gegn misnotkun
af þessu tagi í eiginhagsmuna skyni. Það
eina sem gagn er að eru almennar reglur
sem ná til allra og þar sem lokur eru fyrir-
f ram settar fyrir smugurnar til að klófesta
verðbólgugróða.
Ska tta misré ttið
En ekki þarf að líta út f yrir landsteinana
til að koma auga á misræmið og óréttlætið
sem fengið hefur að dafna samfara verð-
bólguþróuninni og er henni meira eða
minna tengt. Alkunna er hversu gífurlegt
misrétti ríkir í álagningu tekjuskatts. Þar
er ekki nóg með að sumir haf a aðstöðu tfl að
skjóta miklum tekjum undan skattlagningu
með beinum skattsvikum, heldur eru í gildi
frádráttarreglur sem mismuna mönnum
stórkostlega. Þær gera það til dæmis að
verkum að stórskuldarar með háar tekjur
hafa getað virkjað verðbólguna sér til
ábata meðtvennum hætti. í fyrsta lagi hafa
þeir fengið aðgang að ódýru lánsfé og varið
því til að auka eignir sínar á kostnað spari-
f járeigenda sem létu lánsféð í té, en þar að
auki hafa þeir getað lækkað skatta sína
ómælt með því að sýna vaxtagreiðslur á
framtali, jafnvel vaxtagreiðslur af upp-
hæðum sem i raun eru þeirra eigið fé.
Það væri að bera í bakkaf ullan lækinn að
rekja hér til hlitar margvíslega aðra ágalla
skattalaganna, aðeins skal minnt á víð-
frægt skattfrelsi mikils hluta fyrirtækja í
landinu. En það er til marks um frammi-
stöðu ríkisstjórnarinnar sem nú situr, að
þrátt fyrir hátíðleg loforð stjórnarflokk-
anna og ráðherra þeirra þing eftir þing,
hefur heildarendurskoðun laganna um
tekjuskatt og eignarskatt ekki enn átt sér
stað, þótt stjórnin hafi nú brátt setið heilt
kjörtímabil, og alls óvíst er hvort stjórnar-
flokkarnir geta svo mikið sem sýnt frum-
varp að nýjum skattalögum áður en umboð
þingmanna fellur niður og nýjar kosningar
fara fram.
Lífeyris misré ttið
Sé misréttið i skattamálum hróplegt, þá
tekur það engu tali í lífeyrismálum. Þar er
málum svo fyrir komið að nokkur hluti
launþega, aðallega þeir sem starfa í opin-
berri þjónustu, fá verðtryggðar lífeyris-
greiðslur, og það sem á vantar að eign líf-
eyrissjóðs þeirra, mynduð af iðgjöldum
hins tryggða og atvinnurekanda, nægi til að
rísa undir verðtryggingunni er lagt fram af
opinberu fé, framlagi skattborgaranna til
sameiginlegra sjóða. Aðrir Iífeyrissjóðir
greiða svo ýmist óverðtryggðan lífeyri eða
verðtryggðan að hluta með bráðabirgða-
ráðstöfunum. Loks er stór hluti lands-
manna sem alls engra lífeyrisréttinda nýt-
ur annarra en hins almenna lífeyris frá
Tryggingastof nun ríkisins, sem allir vita að
hrekkur hvergi nærri til lífsframfæris. En
þessi almenni lífeyrir bætist við verð-
tryggða lífeyrinn hjá þeim sem hans njóta.
Og ekki nóg með það. Menn geta jafnvel á-
unnið sér margföld lífeyrisréttindi, rétt til
verðtryggðs lífeyris úr mörgum sjóðum eða
sjóðdeildum í senn, þar sem sérhver
greiðsla er miðuð við ákveðinn hundraðs-
hluta af launum eins og þau eru fyrir tiltek-
iðstarf á hverjum tíma. Þetta þýðir að fólk
sem snemma á starfsævi hefur komist í vel
launuð störf og síðan færst á tilteknu árabili
milli starfa sem gefa svipuð laun eða betri
en sjálfstæð lifeyrisréttindi, á að fullri
starfsævi lokinni rétt'a lifeyri sem að raun-
gildi getur verið töluvert hærri en laun þess
nokkru sinni voru í f ullu starf i. Og þessi of-
rausn við takmarkaðan hálaunahóp er kost-
uð af skattgreiðslum fólks sem sumt hvert
á engan kost annarra lifeyrisréttinda en
hungurlúsarinnar frá Tryggingastof nun-
inni.
Ekkert þjóðfélag sem lætur slíkt ástand
viðgangast til lengdar í málum þeirra sem
vegna aldurs eða fötlunar fá ekki séð sér
farborða af eigin rammleik verðskuldar
nafnið velferðarþjóðfélag. Því þolir enga
bið að hafist sé handa að koma á lífeyris-
kerfi fyrir landsmenn allra á grundvelli
jaf nréttis.
Skipulag veiða og vinnslu
Verðbólguþróunin hefur átt sinn þátt í
byggðaröskun í landinu, þar sem f jármagn
úr afskekktum byggðum með fábreytta
möguleika til ávöxtunar hefur leitað til
þéttbýlisstaðanna, með þeim afleiðingum
að búsetuskilyrðum hefur enn hrakað hlut-
fallslega á þeim stöðum sem stóðu höllum
fæti fyrir. Með margþættum aðgerðum
tókst þingmeirihlutanum sem stóð að næst-
siðustu ríkisstjórn að koma á viðunandi
jafnvægi milli lífsskilyrða í þéttbýli og
strjálbýli.
Nú sér þess merki að nýtt byggðavanda-
mál er komið til sögunnar. Það er tengt
Fulltrúar á landsfundi Samiaka frjálslyndra og vlnstri
þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið,
af knýjandi nauðsyn, til að takmarka veiði
á ofveiddum og hætt stöddum þorskstofni.
Þar var ekki unnt að styðjast við neina
reynslu, svo menn hafa orðið að þreifa sig
áfram á ókunnum stigum. Æ Ijósara verður
að ekki má við svo búið standa. Koma verð-
ur til heildaryfirsýn, annars vegar yfir
heimilt veiðimagn af einstökum fiskstofn-
um og hins vegar þörf landshlutanna hvers
um sig fyrir löndun á afla svo atvinnuþörf-
um sé f ullnægt og f iskvinnsla geti borið sig.
í þessu skyni nægir ekki að beina sjónum
að hefðbundnum nytjafiskum og veiðiað-
ferðum. Aukning og afrakstur loðnuveiða á
fárra ára tímabili sýna hvað unnt er að
gera, þegar vel tekst til. Til eru öflugir
stofnar uppsjávarfiska og að takmörkuðu
leyti botnfiska, sem enn eru lítt eða ekki
nýttir. Má þar nefna kolmunna, spærling,
kola, löngu og keilu. Það má ekki ske að
óforsjálnin og einstefnan sem réðu offjár-
festingu í síldarflota og síldarvinnslu fyrir
rúmum áratug endurtaki sig nú að því
loðnuveiðar varðar. Væri slíkt óbætanlegur
hnekkir og vottur um getuleysi til að móta
f ramsýna veiðistefnu og f ramfylgja henni,
þvi nú eigum við allt undir okkur
sjálfum hvað loðnuna varðar, en þurfum
ekki að keppa við öflúga aðkomuveiðif lota
eins og þegar síldin var ofveidd.
Verðjöfnunarsjóður
Svipull er sjávarafli, og ekki aðeins afla-
magniðheldureinnig verðlag á afurðunum,
eins og reyndar er reglan um f lest matvæli
á heimsmarkaði. Því hef ur margsinnis ver-
ið lýst, hversu afdrifaríkar aflasveiflur og
verðsveiflur á langstærsta hluta útflutn-
ingsaf urða okkar hafa verið fyrir hagþróun
i landinu og einatt orðið til að herða á verð-
bólguskrúf unni. Nú hef ur það gerst að sam-
tímis því að verð á f lestum sjávarafurðum
er í hámarki, hefur rikisstjórnin látið rikis-
sjóð taka að sér verðbótagreiðslur á þessum
afurðum, vegna þess að sú deild Verðjöfn-
unarsjóðs sjávarútvegsins sem vinnslu-
greininni tilheyrir er tóm.
Slíkt ráðslag getur ekki orðið annað en
skammgóður vermir og fær ekki staðist, en
það vekur athygli á hvílíka nauðsyn ber til
að koma verðjöfnunarsjóðnum á traustari
grundvöll, svo hann fái risið undir ætlunar-
verki sínu. í því skyni þarf að setja um
greiðslur í sjóðinn og f járstreymi úr honum
reglur, miðaðar við reynslu af af labrögðum
og markaðsaðstæðum, en ekki láta skeika
aðsköpuðu lengur, hvort sjóðurinn er látinn
tæmast við aðstæður sem ættu að vera upp-
söfnunartímabil fyrir hann, væri allt með
felldu.
Veiði og markaðir
Þróunin í haf réttarmálum sem leitt hef ur
til þess að strandríki við Norður-Atlantshaf
hafa nú öll með tölu tekið sér 200 sjómílna
fiskveiðilögsögu hlýtur með tímanum að
hafa áhrif á markaðsaðstæður fyrir sjáv-
arafurðir á þessu svæði öllu. Ríki sem lítt
eða ekki liggja að sjó eiga erf iðara en áður
með að gera út á f jarlæg mið, en á móti
kemur að strandríki sem nú hafa öll tök á
að stjórna svo veiðum hvert í sinni fisk-
veiðilögsögu að hámarksafrakstur náist
með lágmarks tilkostnaði, ættu að öllu eðli-
legu að geta uppfyllt þarfir þeirra fyrir
innfluttar sjávarafurðir á sanngjörnu
verði. Þess ber þó að gæta, að stjórnun f isk-
veiða i sameiginlegri fiskveiðilögsögu að-
ildarríkja Efnahagsbandalags Evrópu
virðist helst stefna í óleysanlegan hnút, og
væri það eftir öðru ráðslagi bandalagsins
að þvi tekur til f ramleiðslu á matvælum og
verslunar með þau.
En þörf in fyrir okkur islendinga að fylgj-
ast eftir föngum með þróun þessara mála
er augljós. Það getur ráðið miklu um af-
komu okkar, hve vel er að því staðið að
fylgjast með markaðsbreytingum og
bregðast við þeim.
Fjarlæg áhrif
Einmitt nú höfum við fengið að kynnast
því, hversu breyttar aðstæður í greiðslugetu
og viðskiptastefnu ríkja í f jarlægum heims-
álfum geta orðið afdrifaríkar fyrir okkur.
Skreiðarútf lytjendur til Zaire eiga
þar innstæður sem enginn veit hve-
nær greiðast. Ástæðan er að Zaire er
Framhald á næstu siðu
manna I nóvember á síöasta ári.