Ný þjóðmál - 05.01.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. janúar 1978
NY ÞJOÐMAL
5
Andrés Sigmundsson:
SJÖGARÐURINN
Gj*ein þessi er erindi, sem Andrés Sig-
mundsson á Selfossi flutti fyrir aldraða
á Eyrarbakka í ,,Opnu húsi”
MIKLI
Skarö I garftinn viö Hraunsá. Vel sést hve traustlega og fallega garðurinn er hlaAinn.
Tvær fyrstu landnáms-
jaröirnar i núverandi Stokks-
eyrar- og Eyrarbakkahreppum
voru Stjörnusteinar og Fram-
nes. í Landnámu er sagt frá Há-
steini Atlasyni jarls hins mjóa.
Hásteinn nam land milli Rauöár
og ölfusár upp allt til Fúlalækj-
ar, Breiöamýri alla upp aö Holt-
um og bjó aö Stjörnusteinum.
Einnig segir i Landnámu: Hall-
steinn hét maöur, er fór úr Sogni
til Islands, mágur Hásteins
(Atlasonar aö Stjörnusteinum
innskot) Honum gaf hann hinn
ytra hlut Eyrarbakka og bjó aö
Framnesi. I núverandi Eyrar-
bakkahreppi var þvi Framnes
fyrsta landnámsjöröin og úr
landi Framnes byggöust siöan
aörar jaröir á þessu svöi, Há-
eyri, Skúmstaöir, Einarshöfn,
Drepstokkur og Nes. Heimild-
um ber ekki saman um bústaö
Hásteins. Sturlubók telur aö
hann hafi búiö aö Stjörnustein-
um og ölvir, sonur hans, eftir
hann og heitir þar siöan ölvis-
staöir. Flóamannasaga kallar
þaö ölvistóftir, og sýnir þaö aö
jöröin hefir veriö kominn I eyöi,
er sagan er rituö (um 1300 eða
litlu fyrr) Hauksbók og yngri
Landnámugeröir segja hins
vegar aö Hásteinn hafi búiö á
Stokkseyri og Atli sonur hans,
eftir hann, áöur en hann færöi
sig I Traðarholt.
Menn hafa ekki verið á eitt
sáttir um hvora jöröina Stjörnu-
steina eöa Stokkseyri beri aö
kalla fyrstu landnámsjöröina.
Land þaö, sem Hásteinn átti
sjálfur, hefur byggst fljótt af
nyðjum hans og fleirum. Land-
náma getur um 8 jarðir á Land-
náms- og söguöld I núverandi
Stokkseyrarhreppi, en þær eru:
Stjörnusteinar, Stokkseyri,
Traöarholt, Baugstaöir, Bratts-
holt, Leiöólfsstaðir, Asgauts-
staöir og Hæringsstaöir. Bærinn
aö Stjörnusteinum mun hafa
staöiö framarlega á Langarifi
og Framnes úti undir Framnes-
boöa, en þar er nú ekkert sker
upp úr, um stórstraumsfjöru á
nokkru svæöi. Ef höfö eru til
hliðsjónar þessi tvö fornu
bæjarstæöi, getur maöur reynt
aö gera sér grein fyrir þvi mikla
landbroti, sem átt hefur sér
staö, á Eyrarbakka hinum forna
frá landnámsöld. ~
Þjórsárhraunið
Þjórsárhrauniö mikla kom
upp fyrir um 8000 árum á gos-
sprungu, sem skerst noröur
Tungnáröræfi vestan Vatna-
aldna. Þaö rann I farvegum
Tungnár og Þjórsár til sjávar i
Flóa og er um 130 km, á lengd og
8000ferkm. að flatarmáli. Þetta
hraunflóð er hiö mesta, sem
runniö hefur I viöri veröld, og
hefur allt komiö upp I einu gosi.
Þetta er basalt hraun og hefur
stóra hvita og gula dila. Forn-
menn hafa ef til vill kallaö þetta
stjörnuiteina. Þetta mesta
hraun veraldarinnar hefur
myndað breitt skerjabelti um 4-
7 hundruö metra út frá landi. A
skerjabeltinu brotnar úthafs-
ajda Atlantshafsins i öllum
venjulegum veörum. En þegar
aö stórflóö skella yfir, þá er
ekkert frá náttúrunnar hendi
sem stoppar.
Sjávarflóð og
bygging barðanna
Mörg sjávarflóö hafa komiö
og munu þau vera valdurinn að
hinu mikla landbroti á Eyrum,
ásamt ölfusá og Þjórsá. Annál-
ar greina frá stórflóöum á 14.
öld, bæöi 1316 og 1343. Einnig er
getiö um flóö á næstu öldum á
eftir. En hiö mesta flóö, sem
sögur fara af, var flóðiö mikla 2.
janúar 1653, sem kallaö hefur
veriö Háeyrarflóö. Guöni Jóns-
son prófessor segir svo frá þvi i
Stokkseyringasögu sinni: Atta-
dagur (þ.e. nýársdagur) á
laugardag, en morguninn þar
eftir var stormur hræöilegur aö
sunnan og útsunnan meft
óvenjulegum sjávargangi upp á
landið i öllum stööum fyrir auat-
Andrés Sigmundsson
an Reykjanes, svo túnin spillt-
ust, en skip brotnuðu viöa. Sér-
deilis skeöi þetta á Eyrarbakka,
Grindavik og Selvogi suöur. A
Eyrarbakka skööuöust mest
tún, hús og fjármunir. Raskaö-
ist viða um bæi. Maður einn
sjúkur, meö þvi hann gat ekki úr
húsinu flúiö, þar fyrir drukknaöi
hann þar. Það skeði I gömlu
Einarshöfn. Timburhús eitt tók
upp viö dönsku búöir og flaut
upp á Breiöamýri. Á Hrauni og
Háeyri á Eyrarbakka varö
mestur skaöi. Þar tók alla
skemmuna burt meö öllu þvi
sem I henni var og bar upp i
tjarnir. Nokkuð fannst þó aftur
af þvi. Nokkrar kýr drápust I
fjósinu á Hrauni, einn hestur i
hesthúsi og nokkrar kýr hjá
húsunum. Sjórinn féll inn I allan
bæinn. Sumir menn héldu sér
uppi á húsbitunum en sumir af-
stóöu flóöiö uppi á húsþekjum
(tilvitnun lýkur). Ekkert flóö
viröist hafa valdiö jafnmiklum
skemmdum á jöröum og Há-
eyrarflóöiö, þvi eftir þaö varö
aö flytja bæina á þremur jörö-
um, Einarshöfn Hrauni og Skip-
um auk þess fór þá i eyði hjá-
leigan Pálskot. Ariö 1779 geröi
stórflóö á Eyrarbakka á ösku-
daginn og hefur veriö nefnt
Oskudagsflóöiö. Olli þaö miklu
tjóni. I þessu flóöi eyddist jöröin
Rekstokkur (Drepstokkur).
Aöfaranótt hins 9. janúar 1799
geröi eitt mesta flóö sem aö lík-
um hefur komið I Stokkseyrar-
hreppi siöan land byggöist og
hefir ýmist veriö kallaö aldar-
mótarflóöiö eöa stóraflóö, en
syöra var þaö nefnt Básenda-
flóöið þvi þá eyddist hinn forni
kaupstaöur aö Básendum. 1
þessum sjógangi og ofviöri haföi
brimgaröurinn lækkaö og jafn-
aö malarkambinn, aö ekki var
orðinn mikið hærri en fjaran.
Hrannir af þangi og þara rak
upp á Selsheiöi og upp undir As-
gautsstaöi og sýnir þaö sjávar-
hæöina. 1830 gerði svokallaö
þorraþrælsflóö. Einnig geröi
flóö 21. september 1865. Þá
brotnaöi stórt stykki úr sjó-
garöinum viö verslunarhúsin á
Eyrarbakka.
Nokkur mikil flóð hafa komiö
eftir sföustu aldarmót t.d. 9.
febrúar 1913 21. janúar 1916 og
21. janúar 1925. Ollu þau öll
nokkrum skemmdum, einkum á
sjógöröum og engjum.
Ekki ætla ég aö rekja sögu flóö-
anna meir en er, þaö hafa aðrir
gert mér betur. En þaö mun öll-
um ljóst hvilikur vágestur þau
hafa verið byggöarlögunum
fyrr og siöar. Og ekki er þaö aö
nauösynjalausu, er menn fara
aö reyna aö snúast til varnar og
verja land og fjármuni.
Þaö mun hafa verið Petersen
verslunarstjóri á Eyrarbakka
sem fyrstur benti yfirvöldum
1785 á þá miklu hættu sem
verslunarstaönum stafaöi af
sjónum. En hugmyndin um sjó-
varnargarð allt frá Olfusá og
austur fyrir Stokkseyri er senni-
lega ekki upp kominn fyrr en
seint á 19. öld en hún kemst
ekki I framkvæmd fyrr en á 20.
öldinni.
1787 flæddi sjórinn tvivegis 18.
janúar og 10. mars umhverfis
verslunarhúsin á Eyrarbakka.
Mun þaö hafa rekiö á eftir þvi aö
eitthvaö væri aöhafst og þegar á
þvi ári eöa hinum næstu hefir
verið byggöur fyrsti sjógarös-
spottinn á Eyrarbakka,skans sá
sem þar var hlaöinn af stórum
steinum sem sjórinn velti um
svo aö ekki sáust minnstu merki
til hans eftir stóraflóö 1799. En
Lambertsen verslunarstjóri lét
hlaöa nýjan grjótgarö meö trjá-
verki til styrktar sjávarmegin
viö búöirnar auk þess sem hann
lét hlaöa traust virki úr grjóti
umhverfis „Húsiö”. Þarna
hefur sjógaröurinn haldist
siöan: seinna hlaöinn upp og
endurbættur. A næstu áratugum
hefir garöurinn veriö lengdur
austur á viö fyrir Skúmstaöa-
landi þvi aö 1840 er hann talinn
enda viö Gónhól. Hefir þessi
elsti garöur fyrir landi
verslunarstaöarins þá alls veriö
um 320 m langur, Einar Jónsson
borgari lét byggja garö um 50
m. langan fyrir verslunarlóö
sinni fyrir austan Gónhól. Guö-
mundur Thorgrimsen
verslunarstjóri lét lengja sjó-
garðinn vestur frá búöunum um
70metra. Guömundur tsleifsson
kaupmaöur á Stóru Háeyri lét
byggja sjógarö fyrir sinu landi
en mun hann hafa veriö veik-
byggöur I upphafi og komiö stór
skörö i hann I stórflóðum en
mun Guömundur jafnharöan
hafa látiö endurbyggja hann og
styrkja. Garöurinn hefir stórum
bætt land Háeyrartorfunnar og
var 823 faðmar aö lengd.
Um þær mundir sem Stokks-
eyrarkirkja var endurbyggö og
söfnuöurinn tók viö henni 1886
lofuöu sóknarmenn aö byggja
öflugan sjógarö til varnar kirkj-
unni, og skoraði Einar Jónsson
borgari á þá á safnaðarfundi
þaö ár aö efna fijótt þetta loforö.
En bygging sjóögarösins hefst
1890 fyrir forgöngu Grims
Gislasonar i óseyrarnesi sem
var þá aöaleigandi jaröarinnar.
Mun þaö hafa veriö fyrsti sjó-
garösspottinn sem byggöur var
1 Stokkseyrarhreppi. ólafur
Arnason kaupmaöur lét byggja
sjógarö fyrir landi Dvergasteins
sem hann átti nálægt aldar-
mótunum. Þannig smábyggöist
garöurinn hægt og hægt á þess-
um árum.
Þegar sjógarðurinn var kom-
inn upp fyrir landi þorpanna á
Eyrarbakka og nokkru á Stokks
eyri fór áhugi vaxandi á sam-
felldum vörnum fyrir öllu landi
frá ölfusá til Stokkseyrar. 1905
eru haldnir um þetta fundir og
Sigurður ráöunautur fenginn til
aö mæla fyrir garöstæöi.
Eyrabakkahreppur og
Lefolisverslun hófu þá byggingu
garös meö styrk frá Búnaöar-
félagi Islands og sýslusjóöi
Arnessýslu. Milli Eyrarbakka-
þorps og Olfursár, þ.e. fyrir
landi Einarshafnar og Óseyrar-
nes. Var þeim garöi fyrst og
fremst ætlaö aö verja neöan-
veröa Breiöamýri fyrir sandá-
gangi, sem mjög haföi fariö
vaxandi á siöustu árum.
Garöurinn er byggöur á árunum
1905 til 1907 og hefur staöiö fylli-
lega fyrir sinu.
Á árunum 1906 til 1909 gengust
eigendur jarðanna i Hrauns-
hverfi fyrir byggingu sjógarös
fyrir löndum sinum þ.e. frá Há-
eyrarmörkum austur aö
Hraunsá. 19. janúar 1907 var
stofnaö merkilegt hlutafélag á
Stokkseyri sem hlaut nafniö
„Njöröur”. A þess vegum var
reistur sjógaröur fyrir landi
Kalastaöa vestan Stokkseyrar
aö Hraunsá.
Þó sjógaröurinn væri traust-
byggöur var honum allhætt i
sjávarflóöum meöan hann var
nýr og ekki hafði hlaöist aö hon-
um. Flóöin 1913, 15 og 25 munu
hafa brotiö stór skörö i garöinn
og olliö miklum skemdum en
jafnharöan veriö hlaöiö I
sköröin aftur. Tvö siöustu flóö
1974 og 77 uröu bæöi mjög mikil
en hiö siöara þó mun meira.
Bæöi brutu þau stór skörö i
garðinn. Þar að auki varö annaö
tjón mjög mikiö svo sem
skemmdir á bátum.húsum og
löndum.
Ónefndir eru margir þeir sem
stóðu aö byggingu garösins
enda er þetta engan veginn
tæmandi lýsing á byggingu
hans. Jafnframt eru ónefndir
beir hinir sem meö vinnu sinni
gerðu sjógaröinn að þvi mann-
virki sem hann er. Þeim veröur
seint fullþakkaö. Guöni Jónsson
kemst svo aö oröi i bók þeirri
sem áðer er vitnaö i: Sjógaröur-
inn er i heild sinni mesta jaröar-
bót sem gerö hefur verið i Eyrar
og Stokkseyrarhreppum enda
mesta mannvirki sinnar
tegundar hér á landi. Þegar
þess er gætt viö hve erfiðar aö-
stæður þetta verk var unnið
bæöi meö öflun efnis aöflutning
og vinnubrögö allt meö gömlum
frumstæöum verkfærum og
mannshöndinni einni þá er sjó-
garðurinn stórvirki og afreks-
Framhald á bls. 7.
*
■T - V
Greinahöfundur viö elsta hluta garbsins, sem skýldi gttmlu verslun-
arhúsunum, en þau er búiö aö rifa.
Útgefandi: Samtök frjálslyndra og vinstri
manna
Ábyrgðarmaður:
MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON
Prentun: Blaðaprenth.f.