Ný þjóðmál - 05.01.1978, Blaðsíða 6

Ný þjóðmál - 05.01.1978, Blaðsíða 6
6 NÝ ÞJÓÐMÁL Fimmtudagur 5. janúar 1978 NORRÆNAR MENNINGARVIKUR 1978 Sljórn Menningarsjóðs Norðurlanda hefur ákveðið að sluðla að skipulagningu og framkvæmd norrænna menningarvikua i einstökuin byggðarlögum á Norður- löndum með styrkveitingum úr sjóönum á árinu 1978. Kr fyrirhugaö að verja 1 þessu skyni allt aö 1.5 milljónum danskra króna. Ætlast er lil þess af hálfu sjóðsins, að menningarvikurnar mótist af áhugaefnum og þörfum á hverjum staö og séu skipulagðar i nánu sainslarfi sveitarfélaga, stofnana og samtaka i viðkomandi byggðarlögum. Auglýsl er cftir umsóknum frá aöilum sem liafa hug á að efna til norrænna inenningarvikna 1978. Skilyrði er að fyrirhuguð dagskrá taki til norræns menningarefnis af ýmsu lagi og dreifist á þrjá daga hið skemmsta. Sækja niá um styrk er nenii helmingi áætlaðra útgjalda, og er þá gerl ráö fyrir aö koslnaður að öðru leyti greiðist af heima- að'ilum, einkum viökomandi sveitarfélögum. Umsóknir um styrk vegna slarfsemi á árinu 1978 má seiula sjóðnuni livenær sem er á timabilinu fram til 1. ágúsl 1978. tiera má ráö fyrir, að afgreiðsla umsókna taki 1 1/2 — 1! mánuði. Umsóknir skulu vera á sérstökuin eyöublööum og sendar til NOKDISK KUl.TUKFOND, Sekretariatct for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn k. Umsóknai eyðublöð fásl þar og I inemitamálaráðuneytinu, llverfisgötu 6, Reykjavik. Frelsiskall í ljóðmáli Framhald af bls 4. fædd árið ’40 — sem hafa lifað i hersetnu landi bernskuárin öll, æskuárin öll ævi sina alla”. Þeirra hlutskipti er ömurlegast, þvi að þau hafa aldrei lifað morguninn „eins og við hin sem fæddumst fyrr”. En vonin lifir, von um nýjan manndóm islenskrar og alfrjálsrar þjóðar: „Ég særi ykkur synir og dætur sjálfráða norðurheimsþjóðar, augsýnið mannslund og metnaö og horfið nú hlökkunaraugum mót alfrelsi óháðrar þjóðar upp móti alviðruhjalla áfram til helgafells”. Þessi áskorun til islenskrar æsku er gerð af heitum sef a þess tslendings, sem þekkir morgun- inn en hefur lika séð sól sortna undir hádegið. önnur ljóð i lágmættisflokkn- um eiga sér sama hljóm, þar sem ort er um „napurt Natóvor” og um vorið, sem aldrei varð að sumri i Tékkóslóvakiu 1968. „Nú eru sólarlitlir dagar suður þar — þjóðin haldin þurrahósta kviðans”. t kaflanum Lágnætti eru fjög- ur saknaðarljóð ort eftir nákomna vini, harmþung ljóð kveðin af stillingu þeirrar vissu, að þrátt fyrir allt „heldur sólin áfram að skina skýjum ofar”. •||| Laus staða Laus er til umsóknar staða læknis við heilsugæslustöð i Kópavogi. Staðan veitist frá og með 1. mars 1978. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 1. febrúar n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 2. ianúar 1978 Fleiri happadaga! Kaflinn Ótta hefst á hugtæku ljóði, sem heitir Leit og gerir ofurlltinn samanburð á leit vitr- inganna, sem fundu barnið á Betlehemsvöllum fyrir tuttugu öldum, og leit nútimamanna út i geiminn. Þá er ljóðið 1 suðri og norðri um tvö börn — hvitt og svart — og gjörninga heimsins i þeirra garð, og spurt að lokum : „Hvar stöndum við i baráttunni bræður minir og systur? Hvoru megin viglinunnar vonds eða góðs? Þeim spurnum svarar hrokkin- kollur hungraður og þyrstur. Snáðinn sem varð brumknappur þessa litla ljóðs.” Fáránleg krafa? Er einhver leið til að uppfylla hana? Einfaldasta ieiðin er sú að vera með í happdrætti SÍBS. Þar hlýtur fjórði hver miði vinning. Alls verða þeir 18.750 í ár - rúmar 324 milljónir króna. Mánaðar- lega er dregið um heila og hálfa milljón. Aukavinningur í júní er Mercedez Benz 250 að verðmæti yfir 5 milljónir. Það kostar aðeins 600 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að fjölga happadögum sínum í ár. Happdrættisárið 1978 - Happaárið þitt? Happdrætti Baldur Pálmason er hógvær og mildur í skáldskap sinum, notar engin sleggjuorð, en hreinskilni hans og móður kemst þó með fullum skilum til lesenda. Og hann er hvorki veill né hálfur i afstöðu til þeirra mála, sem hann lætur sig ljóði skipta. Þessi ljóð eru islenskari rödd en ég hef heyrt i langan tima. Þau eru alislensk ba*i að efnisfjöllun og tungutaki, hreinn og tær óður þess, sem við eigum best i þjóðarsálinni — frelsis- vonar og móðurmáls. Baldur er afar vandfýsinn á notkun orða og beitingu og forðast eins og heitan eldinn að misbjóða þeim eða ofnota þau. Málbeitingin er ætið mjög kröfuhörð um jafn- vægi hljóms og merkingar, svo aðfegurðinog meiningin haldist i hendur að sama markmiði ljóðsins á fund lesandans. 1 siðasta ljóði bókarinnar Frelsismál ris framtiðarvonin á grunni sögunnar, þar sem fyrst er minnt á frelsisáfanga 1918, þegar „blikaði á bjartan dag- inn”, siðan lýðveldisstofnunina 1944 er „nýr dagur var runn- inn”, og þrátt fyrir sorta siðustu áratuga er það þetta, sem visar veginn, þvi: „Æ siðan Landþitt og frelsi lands þins, hafgirt land og hugtak i einni órofa heild: frelsisland tsland föðurland Gakktu á Þingvöll, gerðú þina bæn, að glatist aldrei landið þér Ur hendi”. Ekki má skiljast svo við þessa bók, að ekki sé minnst á einstaka ytri fegurð hennar, heimanbúnaðinn af hendi Haf- steins Guðmundssonar. Þar hallast ekki á um smekkvisina og handbragðið. Þetta kver er einhver hinn fegursti bókar- gripur síðustu ára, og er raunar ekki að furða, að hann kemur frá hendi Hafsteins svo oft sem yfirburðir hans hafa birst okkur i fegurstu skrautklæðum bókar — vönduðu látleysi og listrænni alúð. Andrés Kristjánsson.

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.