Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.02.1935, Blaðsíða 1

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.02.1935, Blaðsíða 1
Ljós og Samhileikur frá hinni helqu bók „Send Ijós þitt og sannleika þinn, að þau leiðbeini mér, að þau ieiði mig til fjallsins þíns helga og tii bústaða þinna“. (Dðnsk þýð.) Sálm. 43, 3. Nr. 2 NÚTÍMINN OG BIBLÍAN Sá sem hefur sannarlega löngun til að vita, að hvaða tíma i sögu vorrar jarðar vér erum komnir, þarf ekki annað en virða fyrir sér vora tima — virða þá fyrir sér í sambandi við þá spádóma Biblíunnar, sem ræða um „tima endisins“ og „hina síðustu daga“. Það er þá auðvitað, að ef vér getum trúað Heilagri Ritningu, hljót- um vér að sjá að „hinn mikli dagur“, þegar Jesús kem- ur aftur, er mjög nálægur. Og sé þetta nú svo i raun og veru, hversu áríðandi er þá sérhverjum, að vita grein á þessu og búa sig undir það sem i hönd fer! Vér skulum nú fhuga eitt og annað sem fyrir hefur verið sagt um hina síðustu daga, og sem hefur rætzt svo ná- kvæmlega, að augljóst er hverjum þeim, sem gefa vill sannleikanum gaum. Menta-öldin. Daníel spámaður segir, að á „tima endisins" muni „þekkingin vaxa“. Dan. 12, 4. Og vist er um það, að ef vér litum i kring um oss og virðum fyrir oss yfirstandandi tima, munum vér sjá, að þekk- ingin hefur margfaldast á öllum sviðum. — Mentunin er orðin mjög mikil, stórkostlegar framfarir hafa orðið á einum mannsaldri; og það er ánægjulegt að veita þvi eftirtekt, að framfarirnar og útbreiðsla Bibliunnar hafa haldist í hendur. Afarmikið hefur verið prentað og breitt

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.