Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.02.1935, Blaðsíða 2

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.02.1935, Blaðsíða 2
10________________________________LJðS 0Q SANNLEIKUR út af Biblíunni á síðustu öld. Síðan Brezka Biblíufélagið var stofmað árið 1804, hefur yfir 500 milj. eintökum af Biblíunni verið dreift út, og árlega eru prentuð nál. 21 milj. eint. af henni á yfir 800 tungum og mállýzkum. Um leið og þekkingin á Guðs orði óx, fór einnig pekkingin á öðrum sviðum vaxandi. Fyrrum urðum vér að notast við ljós af tólgarkertum og lýsislömpum bæði í híbylum vorum og á götum úti, nú rjúfa hin margvís- legu rafmagnsljós náttmyrkrið, svo að bjart verður næst- um sem um daga. Áður ferðuðumst vér með hinum sein- færu seglskipum eða á hestbaki og vögnum, nú förum vér yfir útsæinn á stórum millilandaskipum, sem eru eins og hall- ir á floti, og á landi pjótum vér áfram með eimlestum, sporvögnum, bifreiðum, og vélhjólum með geysihraða. Já, menn halda sig nú ekki lengur við jörðina; neð- ansjávar sigla neðansjávarskip og uppi í loftinu keppa nú loftskip við flugvélar, og pað með meiri hraða en náð verður með nokkuru samgöngutæki, sem á landi er notað; varla liður svo heil vika, að ekki fréttist um meiri og meiri sigurvinninga i fluglistinni; pað er pví eins og pessi hnöttur vor verði minni og minni, bráðum parf ekki að taka tillit til fjarlægðarinnar. Á vorum dögum purfa menn ekki langan tíma til að ná tali hver af öðrum eða til að koma boðum hver til annars pótt langt sé á milli. — Talsíminn hefur gert peim pað mögulegt, að tala frá einni borginni til annar- ar og einu landinu til annars. Og ritsiminn flytur fregnir og ber skilaboð hratt sem elding, frá einum enda jarðar til annars, — já, um loftið berast nú tíðindi mörg pús- und kllómetra án nokkurrar sýnilegrar leiðslu. — I öllu pessu á rafmagnið pátt og hið undraverða útvarp. Degar vér nú hugsum oss hin margvíslegu tæki, sem mennirnir hafa til umráða á vorum timum, skilst oss pá ekki að náðarboðskapur Quðs geti í skyndi boðaður orðið um alla jörðina! Hversu skýrt stendur myndin, sem dregin er upp í Op. 14, 6., 7, fyrir hugskotsaugum vorum,

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.