Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Blaðsíða 2

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Blaðsíða 2
46 Ljós og Sannleikur er sagt að hann hafi fýst að fá „áreiðanlega vitneskju um hornin tíu, sem voru á höfði þess, og um hitt hornið, sem spratt þar upp og þrjú hornin féllu fyrir, þetta horn, sem hafði augu og munn, er talaði gífuryrði, og meira var ásýndum en hin. „Ég horfði á“, segir hann, „hvernig horn þetta háði stríð við hina heilögu og hafði sigur yfír þeim“. 19 21. v. Engli er falið að segja Daníel þýðingu þessara táknmynda, hann sagði svo: „Hornin tíu merkja það, að af þessu ríki munu upp koma tíu konungar, og annar konungur mun upp rísa eftir þá, og hann mun verða ólíkur hinum fyrri, og þremur konungum mun hann steypa. Hann mun orð inæla gegn hinum Hæsta, kúga hina heilögu hins Hæsta og hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum, og þeir munu honum í hendur seldir verða um eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð“. 24.25. v. Hvaða ríki eða valdi er nú lýst með þessu horni? Það er aðeins eitt vald, sein öll þessi auðkenni finnast á, og það er Páfaveldið rómversk-kaþólska kirkjan. A henni rætist ná- kvæmlega allur þessi spádómur. Páfakirkjan hafði til að bera þau hyggindi og þá slægð, sem „augu“ litla hornsins merkja. Það var líka „ólíkt öllum hinum ríkjunum“ þiir eð það var andlegt vald, sem þó var mjög sameinað pólitísku og veraldlegu valdi. Það er einnig sagt, að það hafi verið „meira ásýndum en

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.