Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Blaðsíða 3

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Blaðsíða 3
Ljós og Sannleikur 47 hin". Eins og kunnugt er, lét Róm páfans sér ekki nægja að standa jafnfœtis öðrum ríkjum í Evrópu, heldur náði brátt eins konar yfir- ráðum yfir öðrum kaþólskum ríkjum sinna tíma, svo að páfinn gat með bannfæringum eftir geðþótta sett konunga til valda og hrund- ið þeim frá völdum. Hin auðkennin skulum vér nú athuga dálítið nánar. Steypa þremur konungum. Til þess að biskupinn í Róm gæti öðlast það ríkismagn, sem hann skyldi öðlast samkvæmt spádóm- inum, varð að ryðja úr vegi þremur ríkjum, er stóðu í gegn honum sem aríönsk veldi. Þessir þrír konungar eða ríki, er voru and- stæðingar páfans, voru Herúlar, Vandalir og Austgotar. Sagan segir frá því, hvernig þess- ar þjóðir hurfu úr tilverunni einmitt á þeim tíma, þegar páfaveldið hóf sig yfir þjóðirnar. Ríki Herúla var kollvarpað árið 493 ef. Kr. ríki Vandala árið 534, og eftir mikinn ósigur, er Austgotar biðu árið 538, var þeim síðasta af hinum þremur konungum steypt af stóli. Nú var ekkert því til hindrunar að páfinn gæti tileinkað sér nafnbót þá, sem hinn aust- rómverski keisari Justinian hafði gefið honum: Höfuð kirkjunnar, hegnandi villutrúarmanna. Það mun því óhætt að telja að páfaveldið hafi hafist árið 538. „Hann mun orð mæla gegn hinum Hæsta." Að páfinn hafi gert þetta, það er auðvelt

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.