Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Page 4

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Page 4
48 Ljós og Sannleikur að sanna. Hér skulu tilfærðar nokkurar setn- ingar úr kaþólskum ritum er ræða um stöðu páfans, og vér skulum svo athuga hve ná- kvæmlega það, sem þar er sagt, kemur heim við spádóminn. I Ferraris „Acclesiastical Dictionary“ les- um vér í greininni „Páfinn“: „Páfinn er svo tiginn og hátt settur að hann getur ekki talist sem réttur og sléttur maður, heldur er hann sem guð eða umboðs- maður Guðs“. „Tign páfans er svo mikil, að það er satt að segja ekki hægt að skipa hon- um í neinn metorðaflokk, heldur má telja að hann standi á hátindi mannvirðinganna“. „Páfinn einn hefur rétt til að láta kalla sig „hinn allrahelgasta“, því að hann einn er „staðgöngumaður Krists“. „Hann kallast og hinn guðdómlegi einvaldsherra, hinn æðsti keisari og konungur lconunganna. Þess vegna er páfinn krýndur þrefaldri kórónu sem kon- ungur á himnum og á jörðunni og undir jörðunni“. „Það er langt frá því að tign og veldi hins rómverska páfa nái ekki lengra en til himneskra hluta, jarðneskra hluta og þess sem í undirheimum er. Það nær sem sé einn- ig til englanna; því að hann er þeim meiri“. „Páfinn er sem guð á jörðunni, einvalds- höfðingi yfir hinum trúu börnutn Krists, ein-

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.