Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Blaðsíða 6

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Blaðsíða 6
50 Ljós og Sannleikur 1912, mátti heyra sama gamla guðlasts-hreim- inn, er hann sagði: „Maður þarf ekki annað en bara hugsa um það, hver páfinn er, til þess að elska hann. Páfinn er verndari trúfræðinnar og siðgæðis- ins. Hann heldur fram þeim meginreglum, sem setja heiðursverðan blæ á heimilislífið, gerir þjóðirnar miklar og sálirnar heilagar. Hann er ráðgjafi þjóðhöfðingja og þjóða. Hann er höf- uðið og undir því höfði verður enginn harð- stjórnar var; því að hann er í staðinn fyrir Guð sjálfan. Hann er faðir í orðsins fyllstu merkingu, og í honum er allt það sameinað, sem yður er heilagt og guðdómlegt og þess vert, að það sé elskað. . . . Það eru engin takmörk fyrir því, á hve víðáttumiklu svæði hann má og getur beitt valdi sínu." Sam- kvæmt málgagni O Connels kardínála „The Pilot", 21. des. 1912. Einn hinna nafnkunnustu doktora kaþólsku kirkjunnar, Alfonsus Liguori, sem árið 1838 var tekinn í dýrðlinga tölu (dáinn 1787), hef- ur skrifað bók um „tign og skyldur prestanna", og mun vera leitun á öðrum eins „gífuryrð- um" og þeim, er hann notar, er hann talar um mikilleik prestanna, einkum í sambandi við messufórnina. Eins og kunnugt er, kennir kaþólska kirkjan það, að prestarnir geti með fáum orðum breytt kveldmáltíðarbrauðinu (oflátunni), svo hún verði raunverulega líkami

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.