Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Blaðsíða 7

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Blaðsíða 7
Ljós og Sannleikur 51 Krists, og þessi kristur, sem presturinn hefur þannig framleitt eða skapað, er svo tilbeðinn. Vér skulum athuga hvernig Liguori lýsir þessu máli, er hann við og við vitnar til þess, sem aðrir kaþólskir kennimenn hafa sagt og skrifað: „O, hve dásamleg er tign prestanna!" kall- ar St. Augustinus; „í höndum þeirra verður Guðs sonur lifandi gerður, eins og hann varð það í skauti hinnar sælu Maríu meyjar". Því kallast prestarnir foreldrar Jesú Krists — svo kemst St. Bernhard að orði; því að þeir eru hin verkandi orsök til þess, að hann í raun- inni kemur fram í hinni vígðu oflátu. Presturinn getur þannig í vissum skilningi kallast skapari skapara síns. . . . Eins og það var nóg fyrir Guð að segja við sköpun heims- ins: „Verði það", þá varð það, — hann tal- aði, og það varð, — þannig er það nóg fyrir prestinn að segja: „Hoc est corpus raeum", og sjá, brauðið er ekki lengur brauð, heldur líkami Jesú Krists! — „Vald prestsins", segir St. Bernandin af Sienna, „er vald Guðs; því ummyndun brauðsins krefst jafn mikils valds sem sköpun heimsins" . . . „Eins og Guðs orð skapaði himin og jörð, þannig — segir St. Hieronymus — skapa orð prestsins Jesúm Krist. Eftir bendingu Guðs kom fram af engu bæði hin háa himinhvelfing og öll hin víð- áttumikla jörð; en ekki er það minna vald, sem birtist með hinum leyndardómsfullu orð-

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.