Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Blaðsíða 12

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.06.1935, Blaðsíða 12
56 Ljós og Sannleikur Esekíels: „Tel ég þér dag fyrir ár hvert". Esk. 4; 6. Að „ein tíð, tvær tíðir og hálftíð" er sama sem 1260 dagar, það kemur og mjög greinilega í ljós með samanburði á Op. 12, 14. og 13, 5. en í þessum kapítula er einnig tal- að um að páfavaldið muni kúga Guðs fólk. í 1260 ár skyldi því rómversk-kaþólska kirkj- an hafa vald til að ofsækja o. s. frv. Þetta tímabil byrjaði, eins og að framan er sagt, árið 538 e. Kr. og nær þannig fram til ársins 1798, þess árs, er hinu veraldlega valdi páf- ans var hnekkt. Hinn frakkneski hershöfðingi Bertier settist um Róm og tók hana, og flutti Pius páfa VI. sem fanga til Frakklands. Síðan stóð páfastóllinn auður nokkur ár, og þegar nýr eftirmaður St. Péturs var innsettur, fékk hann ekki hið fyrra veraldlega vald páfans. Hase segir í „Kirkjusögu" sinni „fyrir lærða skóla" (bls. 503), að páfinn hafi neyðst til að sleppa öllum veraldlegum yfirráðum. Þannig lauk hinu veraldlega valdi páfans, og hin andlegu áhrif hans fengu að sjálfsögðu um leið alvarlegt áfall, sem síðar hefur þó að nokkuru leyti verið bætt samkvæmt spádómi, sem finnst í Op. 13, 3. „Dómurinn mun settur verða, og hann sviftur völdum, til þess að afmá þau með öllu og að engu gera". Dan. 7, 26. Bókaforlag S. D. A. á Islandi œfe.!S?:..?»)

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.