Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1935, Blaðsíða 4

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1935, Blaðsíða 4
60 Ljós og Sannleikur ust um alla jörðina. Frá árinu 34 eru þá 1810 ár eftir af hinu langa tímabili, sem leiðir oss niður að árinu 1844. Hvað skyldi ske þá? Helgidómurinn skyldi aftur komast í samt lag, eða verða hreinsaður, eins og orðið er þýtt í ensku biblíuþýðingunni. HELGIDÓMURINN. í Biblíunni er talað um tvo helgidóma: 1. Hinn jarðneska helgidóm tjaldbúð- ina (musterið), sem skiptist í tvær deildir, hið heilaga og hið allra helgasta, voru þarna ýms- ir hlutir, sem heyrðu til helgidómsþjónustunni. í fremri deildinni var skoðunarborðið, ljósa- stikan og reykelsisaltarið. í innri deildinni var sáttmálsörkin, í henni voru lögmálstöflurnar, með boðorðunum á. Lokið á henni kallaðist náðarstóll, þar á stóðu tveir Kerúbar. Les 2. Mós. 25, 8; 4. Mós. 18, 1; Dan. 5, 3; Hebr. 9, 1—5; 2. Mós. 40, 20—33. 2. Hinn himneska helgidóm, sem jarðneski helgidómurinn var eftirlíking af. 2. Mós. 25, 40; Hebr. 8, 1—5. Helgidómurinn á himnum er sýndur eða táknaður með þeim tveimur deildum í jarðneska helgidóminum. Þegar Jóhannes fékk í vitrun að sjá hásæti Guðs á himnum, sá hann þar sjö eldblys, sem brunnu fyrir hásætinu. Hann sá engil, er hélt á gullnu

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.