Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1935, Blaðsíða 5

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.07.1935, Blaðsíða 5
Ljós og Sannleiknr 61 glóðarkeri, og var honum fengið milcið af reykelsi, til þess að hann skyldi leggja það við bænir allra hinna heilögu á gullaltarið fyrir framan hásætið“. (Op. 5, 4; 8, 3.) Jóhannes fékk að sjá fremri hluta helgidómsins á hitnn- um; þar sá hann hin „sjö eldblys“ og gull- altarið, sem i jarðneska helgidóminum var táknað með gullljósastikunni og reykelsisaltar- inu. Enn fremur sá hann að „musteri Guðs opnaðist, það sem á himni er“, og gat hann þá séð inn fyrir fortjaldið og inn í hið allra- helgasta. Þar sá hann „sáttmálsörk hans“. (Op. 11, 19), þá sáttmálsörk, sem hin heilaga sáttmálsörk, er Móse gerði, og sem geymdi lögmál Guðs, var eftirlíking af. . . . Móse gerði jarðnesku tjaldbúðina eftir fyrirmynd, sem honum var sýnd. Páll kennir, að þessi fyrirmynd hafi verið hinn sanni helgidótnur, sem er á himnum; og Jóhannes vitnar það, að hann hafi séð hann þar. Það var helgidómurinn á himnum, sem Daníel fékk að vita, að ætti að verða hreins- aður eftir 2300 ár; því að jttrðneski helgidóm- urinn var þá fyrir löngu undir lok liðinn. Hvað felst þá í því, að helgidónntrinn skyldi hreinsaður verða? Þetta verður manni skiljan- legast með því, að lesa um hreinsun jarðn- eska helgidómsins, er fór fram einu sinni á ári, á hinum mikla friðþægingardegi, þegar helgidómurinn var hreinsaður með blóði geit-

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.