Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.08.1935, Blaðsíða 3

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.08.1935, Blaðsíða 3
Ljós og Sannleikur 71 inn um „mann syndarinnar“, „glötunar-soninn“, sem sagt var að setja mundi sig á móti og rísa gegn öllu þvi, sem kallast Guð og helgur dómur (2. Þess. 2, 3.4.). Sardes. Fimmta tímabilið, sem kallast Sardes, „gleðisöngur“ (Op. 3, 1—6.), sýnir livernig mótmæl- enda kirkjan, sem upphaflega var lifandi kirkja, harðnar og kólnar í dauðum strangtrúnaði. Fíladelfía. Sjötta tímabilið ber nafnið Fíladelfía, sem þýðir „bróðurkærleikur“ (7—13. v.). I þessu safnaðarbréfi er, á vel viðeigandi bátt, lýst þeim á- buga, sem vaknaði aftur fyrir lestri Guðs orðs í byrj- un síðastliðinnar aldar, og sem varð lil þess, að von- in um bráða endurkomu Krists vak ti nýtt líf í söfn- uðunum. Laódíkea. Að síðustu kemur lýsing á vorum eigin tímum, sem táknaðir eru með nafninu Laódíkea, sem þýðir „dómur þjóðanna“, (14—22. v.). Það, sem mest auðkennir þennan tíma, er liálfvelgja fólksins. Guðs söfnuður heldur, að bann sé ríkur og skorti ekkert, og sér ekki bið aumkunarverða ástand sitt. Safnaðarbréfið endar með alvarlcgri upphvatningu til iðrunar og kostgæfni. „Sjá, eg stend við dyrnar og kný á“. í 4. og 5. kapitula segir Jóbannes frá þvi, þegar honum var sýnt inn í himininn, þar sem hann sér Föðurinn sitja í hásæti sínu. „Og umbverfis básætið voru tuttugu og fjögur básæti, og í hásætunum sá eg sitja tuttugu og f jóra öldunga, slcrýdda bvítum klæð- um, og á böfðum þeirra gullkórónur“. (4. lcap. 4. v.).

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.