Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.09.1935, Blaðsíða 3

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.09.1935, Blaðsíða 3
Ljós og Sannleikur 83 launsku völlunum, fór hann niður til Italíu, en sneri brátt aftur án þess að liafa kollvarpað Róm. Fjórða básúna, 12. vers, getur uin liið endanlega fall liins vestlæga Rómaríkis. Odoaker, sem var foringi Herkúla, steypti af stóli síðasta keisara Rómaríkisins, Rómulus Augustulus (árið 476), og réð yfir Italíu þangað til 493, þegar Tlieodorik Auslgota konungur tók ríkið. Síðan sá Jóhannes örn einn „fljúga um miðhim- ininn, segjandi liárri röddu: Vei, vei, vei þeim, sem á jörðu húa, af völdum lúðurhljómanna, sem eftir eru, englanna þriggja, sem eiga eftir að bá- súna!“ 13. vcrs. Þetta gefur til kynna, að þau stríð, sem á eftir kænni, myndu verða enn ægi- legri en þau, sem orðið liefðu til þess að vinna algerlega á Rómaríkinu. Fimta básúna, Op. 9, 1—12, lýsir hyrjun Mú- hameðstrúarinnar og uppgangi hennar i Austur- löndum. Múhameð er „stjarnan“, kenning lians „reykurinn" og fylgjendur Iians „engispretturnar“, sem liöfðu þá fyrst vöxt og viðgang, er Kosroes („lykillinn") Persakonungur, var fallinn. Þá komu múhameðanskir Arahar í stórhópum úr eyðimörk- um Arahíu (,,undirdjúpinu“), fóru víða um og út- breiddu kenningu sína með fulltingi sverðsins i Asíu og Norður-Afríku. Osman („engill undirdjúpsins"), stofnandi os- manska ríkisins, hóf, eftir því sem Gihbon sagna- ritari skýrir frá, árásir sínar á austrómverska rík- ið þann 27. júli 1299 (og þessi mánaðardagur er

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.