Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.09.1935, Blaðsíða 6

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.09.1935, Blaðsíða 6
86 Ljós og Sannleikur og ráða enn að nokkru leyti — er talað á ýms- um stöðum í Biblíunni; t. d. lyktar sýn Daníels, sem skýrl er frá í 11. kapítulanum, með því. í ])essum fróðlega kafla í bók spámannsins, er far- ið yfir því nær alla veraldarsöguna alt l'rá dög- um Daníels og til endurkomu Krists. í tveimur fyrstu versunum er talað um fyrstu konunga pers- neska ríkisins, í þriðja og fjórða versinu um Al- exander milda og örlög hins gríska heimsveldis, að það skyldi skiptast í fjóra hluta o. s. frv. 1 versunum 5—13 er lýst baráttunni milli tveggja hinna helztu ríkja, Sýrlands og Egyptalands, sem nefnd eru „konungurinn suður frá“ og „konungur- inn norður frá“. í 14. versinu koma Rómverjar fram á sjónarsviðið, og er þar lýst ófriði þeim, er þeir áttu í, allt til þess cr gerðir páfaveldisins eru berlega sagðar fyrir í 31—33. versi, eins og líka stjórnarbyltingin, sem þar fór á eftir, er nefnd í versunum 34—35. Á „tíma endalokanna“ kemur nýtt ríki til sögunnar. Þetta riki getur eftir þeim auðkehnum, sem tilgreind eru — aðeins verið Frakkland á tíma stjórnarbyltingarinnar. Það sem vér höfum sérstaka ástæðu til að veita athygli er í þessu sambandi, að talað er um Frakkland á þessum tíma sem verandi i striði (stangast við) við „konunginn suður frá“ (Egyfta- Jand) og „konunginn norður frá“, sem á þessum tíma eru Tyrkir, sem — eins og áður er sagt -- ruddust in'n í Evrópu á 15. öld, og lögðu undir sig einmitt þau lönd, sem í Biblíunni eru táknuð

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.