Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1935, Blaðsíða 2

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.10.1935, Blaðsíða 2
92 Ljós og Sannleikur Guð eyddi ekki Satan og englum hans undireins, heldur lofaði þeim að renna skeiðið á enda, svo að það yrði aug- ljóst hinum góðu englum og mönnunum, að Guð væri rétl- látur og góður, og að ákærur Satans á hendur skapara sín- um væru ósannar og ranglátar. Alheimurinn skyldi fá tæki- færi til að sjá, livað uppreisn gegn Guði og stjórn hans, hef- ur í för með sér, áður en Guði þóknaðist að eyða synd, frumkvöðli syndarinnar og öllum þeim, sem halda fíist við syndina. í liartnær 6000 ár hafa „andaverur vonzkunnar" verið að verki hér á jörðu, og hinar ægilegu afleiðingar syndarinnar eru augljósar orðnar. Nii hvílir skuggi bölv- unarinnar yfir öllu, og „öll skepnan stynur“, j)jáist og þráir lausn. Róm. 8, Í9—23. Og Guði séu þakkir, henni er húin lausn! Guð hefur lagl allt fram til j)ess að mögulegt yrði að draga fallnar manneskjur upp úr spillingar- og eymda- djúpinu, sein syndin hefur dregið þær niður i — koma þeim af vegi dauðans og á veginn til eilífs Jífs! „Því að svo elskaði Guð heiminn, að liann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“. Jóh. 3, 16. Engum manni er unnt að skilja til fulls, live mikil sú fórn var, sem Guð færði, l)egar hann gaf son sinn. Hver getur mælt dýpt kærleika hans til fallinna manna! Og hver getur skynjað mikilleik þess kær- leika, sem kom Guðs syni til að yfirgefa hina ólýsanlegu dýrð himinsins og koraa niður á ])essa syndugu jiirð! Hann sem tiibiðinn var á liimnum af engla-hersveitum, sem ekki verður tölu á komið, varð lil þess að geta endurleyst fallinn heim, að þola smán og krossdauða. „Hegningin, sem vér höfðum til unnið kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir“. Jes. 53, 3. 5. Hann tók á sig synda-

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.