Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.12.1935, Blaðsíða 5

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.12.1935, Blaðsíða 5
Ljós og Sannleikur 111 sjöunda dag sem hvíldardag. Vér lesum um þá, að þeir við dauða Jesú héldu kyrru fyrir yfir hvíldardaginn, samkvæmt boðorðinu. Lúk. 23, 5(i; Matt. 28, 1; Mark. 16, 1; en á sömu stöðum er taiað um, að þeir hafi tekið aftur til starfa snemma á fyrsla degi vikunnar, sunnudagsmorgni. Eftir upprisu Krists og úthellingu Heilags Anda fóru postularnir út og prédikuðu hvarvetna, en alls staðar þár, sem þeir komu, er talað um sjöunda dag vikunnar (sabbats- daginn) sem hvildardag, en ekki annan dag. Lesið um Pál á nokkrum hvíldardögum: Post. 13, 14. 42; 16, 13; 17, 2; 18, 3. 4. 11. Síðastnefndi ritningarstaðurinn talar um Pál sem handverksmann í Korintuborg. Hann starfar sem tjaldgerð- armaður sex daga vikunnar, en á hvildardeginum leggur hann niður vinnu sína og prédikar fyrir Gyðingum og heið- ingjum hinn dýrðlega boðskap. Kenning og eftirdæmi post- ulanna er þannig greinilegt eins og Frelsarans — enginn |>eirra hefur gerl n'eina breytingu mcð tillili til hvíldar- dagsins. Að upprisa Jesú átti sér stað á fyrsta degi vikunnar, sunnudeginum, gerir vissulega ekki þann dag að hvíldar- eða helgidegi. Til þess verður að koma jafngreinileg fyrir- skipun og sú, sem finnst fyrir sjöunda dcginum, (laugar- deginum), en hvar lesum vér í Bibliunni um nokkra slíka fyrirskipun um helgihald sunnudagsins? Aldrei hefur Jes- ús heldur með dæmi sínu sýnt, að sunnudagurinn skyldi haldinn sem hvíldardagur. Hvar stendur það í Biblíunni, að Jesús hafi haldið einn einasta sunnudag sem sabbats- eða hvíldardag? Það er sagt um lærisveinana, að þeir hafi verið saman komnir á þeim degi; en því er bætt við, að það hafi verið

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.