Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.12.1935, Blaðsíða 6

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.12.1935, Blaðsíða 6
112 Ljós og Sannleikur „af ótta við Gyðingana", en ekki — eins og sumir vilja álíta — til að halda hátíðlega upprisu Jesú. Sönnunin fyrir þessu felst i því, að þeir trúðu alls ekki, að Jesús væri upprisinn, fyrr en Frelsarinn birtist þeim sjálfur „er kveld var komið“. Les Jóh. 20, 19; Mark. 16, 9—14; Lúk. 24, 13—48. Um fyrsta dag vikunnar er talað aðeins átta sinnum i Nýja-Testamentinu; á sex af þessum stöðum er frásögnin um upprisu hans og viðburði þá, sem áttu sér stað þann dag; sjöundi staðurinn er Post. 20, 7, þar sem talað er um samkomu Páls með lærisveinunum í Tróas. Þetta, að þeir um kvöldið — já, það var eiginlega um nóttina — brutu brauðið, sannar ekki, að sunnudagurinn liefði verið gerður að helgi- eða hvildardegi; því að hinir fyrstu kristnu höfðu mjög oft brotning brauðsins, jafnvel „daglega“ á fyrstu tímum í Jerúsalem (Post. 2, 46); en af því verður þó ekki dregin sú ályktun að þeir „daglega" hafi haldið helgi- eða hvíldardag! Hér er ef lil vill rétt að minna á, að kvöldið kemur á undan deginum, svo að kvöld hins fyrsta dags vik- unnar var, sem vér almennt köllum laugardagskvöld. (Sjá 1. Mós. 1, 5; 3. Mós. 3, 32; Marlc. 1, 32; Neh. 13, 19 — það á sem sé að halda hvíldardaginn frá sólarlagi föstudag til sólarlags laugardag). Fyrrnefnd kvöldsamkoma í Tróas var þannig haldin á laugardagskvökli og sunnudagsmorguninn fór Páll fótgangandi frá Tróas til Assus og var það þó all- löng ferð, sem ekki bendir lil þess, að hann hafi Iialdið helgan daginn. Hinn þekkti kirkjusöguritari Neander skrifar í kirkjusögu sinni, 1. bindi bls. 339 (þýzk útg. 1928): „Sunnudagshelgin hefur aldrei — fremur en hátíðirnar — verið annað en mannleg fyrirskipun, og það var fjarri postulunum að gefa k

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.