Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.01.1936, Blaðsíða 6

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók - 01.01.1936, Blaðsíða 6
120 Ljós og Sannleikur (hins sjöunda dags). Wm. Domville segir: „Margar aldir af tímabili kristninnar liðu án þess að sunnudagurinn væri haldinn heilagur sem sabbatsdagur. Sagan gefur oss ekki neina sönnun eða bendingu um, að hann hafi nokkurntíma verið lögfestur til hvíldar fyrr en með sunnudagslögum Konstantínusar árið 321 e. Kr.“ (Examination of the six 'J'exts, bls. 291). í „Encyclopadia Britannica“, greininni um sunnudaginn er ritað: „Menn vita ekki um, að helgihald sunnudagsins liafi verið lögboðin skylda fyrr en með sunnu- dagslögum Konstantínusar árið 321 e. Kr.“ Vér viljum því næst vísa til nokkurra ályktana frá þeim kirkjuþingum, sem fremur öllu öðru urðu til þess að setja „lielgiblæ“ á sunnudaginn. Ályktun kirkjufundarins í Laodikea árið 364 er á þessa leið: „Kristnir menn eiga ekki að haga sér eins og Gyð- ingar með því að hvílast á sahhatsdeginum, heldur eiga þeir að sinna störfum sínum á þeim degi og heiðra dag Drottins (sunnudaginn), og ef þeir geta; eiga þeir þá að hvíla sig. En lifi nokkur eins og Gyðingur, þá er liann út- skúfaður frá Kristi“. Index Canonum, Art. XXIX. Árið 469 gaf Leo keisari út fyrirskipun þá er hér fer á eftir: „Sömu- leiðis bjóðum vér, að Drottins dagur skuli vera svo í heiðri hafður, að menn forðist á honum öll knýjandi málaferli .... Látið eigi fram fara sjónleiki, gamanleiki eða hið sví- virðilega dýraat .... Eignarmissir og svifting liernaðar- legra metorða liggur við fyrir sérhvern, sem er viðstaddur slíka sjónleiki á þessum hátíðisdegi, og hið sama gildir um sjerhvern embættismann ríkisins, sem dirfist undir nokkru yfirvarpi að virða að vettugi þessi lagafyrirmæli". „Mistory of the Sabbath“ bls. 417, 418.

x

Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur frá hinni helgu bók
https://timarit.is/publication/555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.